Matarsóun er þriðji stærsti losunarvaldurinn á kolefni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2019 12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna mættu nýlega á Hótel Selfoss þar sem boðið var til opins fundar um þau mál, sem bera hæst á stjórnmálasviðinu um þessar mundir. Forsætisráðherra var tíðrætt um loftlagsáætlun stjórnvalda og þar með aukna kolefnisbindingu. „Í loftslagsáætluninni setjum við okkur tvö markmið. Annars vegar að standast Parísarsamkomulagið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 og hins vegar að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040“, segir Katrín.En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? „Það þýðir til dæmis að þurfi maður að losa gróðurhúsalofttegundir með því að fljúga þá getur maður kolefnisjafnað með því ræsa fram votlendi, ráðast í aukna landgræðslu, ráðast í skógrækt eða hugsanlega að að beita öðrum aðferðum eins og verið er að reyna upp á Hellisheiði með góðum árangri, sem er að dæla kolefninu niður í berg þannig að það fer úr andrúmsloftinu inn í bergið“. Katrín nefndi á fundinum þrjá stærstu losunarvalda á kolefni í heiminum. „Ef við horfum á losunarvalda í heiminum þá eru það Kína í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru og matarsóun í þriðja sæti yfir losun kolefnis. Það er ekkert skrýtið því ef við tökum bara matarsóun okkar Íslendinga þá er hún sambærileg við það að ef við færum út í búð og keyptum þrjá poka af mat. Áður en við opnum bílinn okkar og keyrum heim þá hendum við einum pokanum og skiljum hann eftir, því það er það sem við gerum við þessi gríðarlegu verðmætum, sem eru matvæli“, segir forsætisráðherra.Almar Sigurðsson, fundarstjóri og þingmennirnir þrír sem mættu með Katrínu á fundinn.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Loftslagsmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur áhyggjur af því að matarsóun í heiminum sé þriðji stærsti losunarvaldurinn í heiminum yfir kolefni og leggur áherslu á að stjórnvöld axli þá ábyrgð að dragi vagninn með markmiðum í loftlagsmálum. Katrín og nokkrir aðrir þingmenn Vinstri grænna mættu nýlega á Hótel Selfoss þar sem boðið var til opins fundar um þau mál, sem bera hæst á stjórnmálasviðinu um þessar mundir. Forsætisráðherra var tíðrætt um loftlagsáætlun stjórnvalda og þar með aukna kolefnisbindingu. „Í loftslagsáætluninni setjum við okkur tvö markmið. Annars vegar að standast Parísarsamkomulagið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 og hins vegar að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040“, segir Katrín.En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? „Það þýðir til dæmis að þurfi maður að losa gróðurhúsalofttegundir með því að fljúga þá getur maður kolefnisjafnað með því ræsa fram votlendi, ráðast í aukna landgræðslu, ráðast í skógrækt eða hugsanlega að að beita öðrum aðferðum eins og verið er að reyna upp á Hellisheiði með góðum árangri, sem er að dæla kolefninu niður í berg þannig að það fer úr andrúmsloftinu inn í bergið“. Katrín nefndi á fundinum þrjá stærstu losunarvalda á kolefni í heiminum. „Ef við horfum á losunarvalda í heiminum þá eru það Kína í fyrsta sæti, Bandaríkin í öðru og matarsóun í þriðja sæti yfir losun kolefnis. Það er ekkert skrýtið því ef við tökum bara matarsóun okkar Íslendinga þá er hún sambærileg við það að ef við færum út í búð og keyptum þrjá poka af mat. Áður en við opnum bílinn okkar og keyrum heim þá hendum við einum pokanum og skiljum hann eftir, því það er það sem við gerum við þessi gríðarlegu verðmætum, sem eru matvæli“, segir forsætisráðherra.Almar Sigurðsson, fundarstjóri og þingmennirnir þrír sem mættu með Katrínu á fundinn.Mynd/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Loftslagsmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent