Kveðjuleikur Heimis og Sverre: Sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2019 22:08 Heimir átti afar gott tímabil í vörn KA. vísir/bára Löngum og glæsilegum ferli Heimis Arnar Árnasonar lauk í kvöld þegar KA vann FH, 29-26, í 22. og síðustu umferð Olís-deildar karla. Sverre Jakobsson kom líka aðeins við sögu í sínum fyrsta leik fyrir KA í áraraðir og sínum síðasta leik á ferlinum. Heimir átti góðan leik í vörn KA og því eðlilegt að spyrja af hverju í ósköpunum hann sé að hætta? „Eftir 30 daga verð ég fertugur. Mig langar að spila golf langt fram eftir aldri þannig að maður verður að hlusta á líkamann,“ sagði Heimir sem gaf það í skyn að hann gæti áfram spriklað með KA-U í Grill 66 deildinni. Heimir var að vonum ánægður með síðasta leikinn í efstu deild og hvernig hann fór. „Ég fékk gæsahúð þegar Sverre kom inn á. Það voru þjálfaramistök að hann skyldi ekki spila meira. En það var allt með okkur. Ég fann það allan tímann að við myndum vinna þetta. Ég er mjög sáttur en hefði viljað skora. En ég átti frábært frákast,“ sagði Heimir léttur. „Að öllu gamni slepptu var þetta frábært tímabil. Við unnum bæði deildar- og bikarmeistarana. Við erum pínu svekktir að vera ekki að fara í úrslitakeppnina en hrikalega stoltir,“ sagði Heimir að lokum.Sverre lék í gula og bláa búningnum í fyrsta sinn í áraraðir. Og jafnframt í síðasta sinn.mynd/skjáskotSverre, sem er 42 ára, kom aðeins inn á í vörn KA í fyrri hálfleik. „Þetta þróaðist í þessa átt. Við Heimir sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman. Við náðum einni,“ sagði Sverre sem kom inn í þjálfarateymi KA eftir áramót. „Ég hóf ferilinn hérna og það er ágætt að enda hann líka í gulu treyjunni.“ Stemmningin í KA-heimilinu í kvöld var með besta móti og Sverre fékk góðar móttökur þegar hann var kynntur til leiks. „Þetta var æðislegt. Manni hefur verið gríðarlega vel tekið hérna og maður nýtur þess að vera áfram í handboltanum. Ég er þakklátur fyrir að félagið hafi viljað fá mig.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaleik sínum á tímabilinu. 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Löngum og glæsilegum ferli Heimis Arnar Árnasonar lauk í kvöld þegar KA vann FH, 29-26, í 22. og síðustu umferð Olís-deildar karla. Sverre Jakobsson kom líka aðeins við sögu í sínum fyrsta leik fyrir KA í áraraðir og sínum síðasta leik á ferlinum. Heimir átti góðan leik í vörn KA og því eðlilegt að spyrja af hverju í ósköpunum hann sé að hætta? „Eftir 30 daga verð ég fertugur. Mig langar að spila golf langt fram eftir aldri þannig að maður verður að hlusta á líkamann,“ sagði Heimir sem gaf það í skyn að hann gæti áfram spriklað með KA-U í Grill 66 deildinni. Heimir var að vonum ánægður með síðasta leikinn í efstu deild og hvernig hann fór. „Ég fékk gæsahúð þegar Sverre kom inn á. Það voru þjálfaramistök að hann skyldi ekki spila meira. En það var allt með okkur. Ég fann það allan tímann að við myndum vinna þetta. Ég er mjög sáttur en hefði viljað skora. En ég átti frábært frákast,“ sagði Heimir léttur. „Að öllu gamni slepptu var þetta frábært tímabil. Við unnum bæði deildar- og bikarmeistarana. Við erum pínu svekktir að vera ekki að fara í úrslitakeppnina en hrikalega stoltir,“ sagði Heimir að lokum.Sverre lék í gula og bláa búningnum í fyrsta sinn í áraraðir. Og jafnframt í síðasta sinn.mynd/skjáskotSverre, sem er 42 ára, kom aðeins inn á í vörn KA í fyrri hálfleik. „Þetta þróaðist í þessa átt. Við Heimir sáum sjarma í því að taka nokkrar varnir saman. Við náðum einni,“ sagði Sverre sem kom inn í þjálfarateymi KA eftir áramót. „Ég hóf ferilinn hérna og það er ágætt að enda hann líka í gulu treyjunni.“ Stemmningin í KA-heimilinu í kvöld var með besta móti og Sverre fékk góðar móttökur þegar hann var kynntur til leiks. „Þetta var æðislegt. Manni hefur verið gríðarlega vel tekið hérna og maður nýtur þess að vera áfram í handboltanum. Ég er þakklátur fyrir að félagið hafi viljað fá mig.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaleik sínum á tímabilinu. 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Umfjöllun: KA - FH 29-26 | KA-menn kláruðu tímabilið með stæl KA vann þriggja marka sigur á FH, 29-26, í lokaleik sínum á tímabilinu. 6. apríl 2019 21:30