Guðmundur: Erum með alltof gott lið til að falla Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 6. apríl 2019 21:15 Guðmundur Helgi er þjálfari Fram. vísir/bára „Að sjálfsögðu er mjög þungum farga af mér létt,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, að leik loknum þegar ljóst var að liðið hefði haldið sér uppi í Olís-deildinni. „Ég er gríðalega stoltur af strákunum og stuðningsmönnum sem mættu hingað í dag að styðja okkur.“ „Við komum okkur í vonda stöðu með stigasöfnun í vetur og þegar á reyndi þá tóku menn sig saman í andlitinu og spiluðu góðan leik.“ Guðmundur segir að þeir geti sjálfum sér um kennt hvernig staðan hefði verið en segir jafnframt að liðið sé alltof vel mannað til þess að falla úr þessari deild. „Ég er búinn að segja það í allan vetur að við erum með of gott lið til að vera í þessari stöðu en við vorum komnir í þessa stöðu, við þurftum að vinna okkur útúr henni og það tókst loksins.“ Leikmenn Fram mættu dýrvitlausir til leiks og kom aldrei neitt annað en sigur til greina. Þeir lentu þó undir gegn sterku liði Eyjamanna en um miðbik síðari hálfleiks náðu þeir tökunum á leiknum og kláruðu með góðum fimm marka sigri. „Við ætluðum að halda þeim í 27 mörkum en þeir voru komnir í 17 mörk í hálfleik. Svo við rifum vörnina upp í seinni og þá fengum við nokkra bolta varða og hraðaupphlaup sem skiptu máli. Menn höfðu bara trú á verkefninu það er númer 1, 2 og 3.“ Guðmundur segir að leikmenn og aðrir starfsmenn hafi ekki verið að fylgjast með úrslitum annara leikja en það var vitað að ef Akureyri myndi tapa sínum leik að þá skiptu úrslit þessa leiks engu máli. „Nei við ákváðum fyrir leik að vera ekkert að spá í því, við ætluðum að klára þetta sjálfir en ekki treysta á einhverja aðra,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Fram tryggði sæti sitt í deildinni með sigri á ÍBV í dramatískum leik Fram vann fimm marka sigur á ÍBV í kvöld og tryggði þar með sæti sitt í deildinni. Tvö rauð spjöld fóru á loft í þessum hörkuleik 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Að sjálfsögðu er mjög þungum farga af mér létt,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, að leik loknum þegar ljóst var að liðið hefði haldið sér uppi í Olís-deildinni. „Ég er gríðalega stoltur af strákunum og stuðningsmönnum sem mættu hingað í dag að styðja okkur.“ „Við komum okkur í vonda stöðu með stigasöfnun í vetur og þegar á reyndi þá tóku menn sig saman í andlitinu og spiluðu góðan leik.“ Guðmundur segir að þeir geti sjálfum sér um kennt hvernig staðan hefði verið en segir jafnframt að liðið sé alltof vel mannað til þess að falla úr þessari deild. „Ég er búinn að segja það í allan vetur að við erum með of gott lið til að vera í þessari stöðu en við vorum komnir í þessa stöðu, við þurftum að vinna okkur útúr henni og það tókst loksins.“ Leikmenn Fram mættu dýrvitlausir til leiks og kom aldrei neitt annað en sigur til greina. Þeir lentu þó undir gegn sterku liði Eyjamanna en um miðbik síðari hálfleiks náðu þeir tökunum á leiknum og kláruðu með góðum fimm marka sigri. „Við ætluðum að halda þeim í 27 mörkum en þeir voru komnir í 17 mörk í hálfleik. Svo við rifum vörnina upp í seinni og þá fengum við nokkra bolta varða og hraðaupphlaup sem skiptu máli. Menn höfðu bara trú á verkefninu það er númer 1, 2 og 3.“ Guðmundur segir að leikmenn og aðrir starfsmenn hafi ekki verið að fylgjast með úrslitum annara leikja en það var vitað að ef Akureyri myndi tapa sínum leik að þá skiptu úrslit þessa leiks engu máli. „Nei við ákváðum fyrir leik að vera ekkert að spá í því, við ætluðum að klára þetta sjálfir en ekki treysta á einhverja aðra,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Fram tryggði sæti sitt í deildinni með sigri á ÍBV í dramatískum leik Fram vann fimm marka sigur á ÍBV í kvöld og tryggði þar með sæti sitt í deildinni. Tvö rauð spjöld fóru á loft í þessum hörkuleik 6. apríl 2019 21:30 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV | Fram tryggði sæti sitt í deildinni með sigri á ÍBV í dramatískum leik Fram vann fimm marka sigur á ÍBV í kvöld og tryggði þar með sæti sitt í deildinni. Tvö rauð spjöld fóru á loft í þessum hörkuleik 6. apríl 2019 21:30