Forsetaframbjóðendur í lyfjapróf fyrir kappræður Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 16:56 Petró Pórósjenkó forseti Úkraínu hér í miðju lyfjaprófi. EPA/Mikhail Palinchak Forseti Úkraínu, Petró Pórósjenkó varð við kröfu mótframbjóðanda síns, Vólódímírs Selenskíj, um að gangast undir áfengis- og lyfjapróf fyrir kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja sem munu fara fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. CNN greinir frá. Selenskíj, sem er leikari og hefur enga reynslu af pólitík nema frá hlutverki sínu sem forseti Úkraínu í þarlendum gamanþáttum, sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna sem fóru fram 31. mars síðastliðinn. Selenskíj hlaut rúm 30% atkvæða og tryggði sig þar með inn í seinni umferð kosninganna þar sem hann mætir sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, sem fékk næst flest atkvæði í fyrri umferðinni. Í kjölfar úrslitanna skoraði Selenskíj á Pórósjenko að mæta sér í kappræðum í beinni útsendingu. Talið var í fyrstu að um grín væri að ræða en Selenskíj birti í vikunni myndband þar sem hann stendur við áskorunina og skýtur á Pórósjenkó fyrir að hafa hafnað áskorun Juliu Tymosjenkó um kappræður fyrir kosningarnar 2014.Pórósjenkó kom á óvart og samþykkti áskorunina Skilmálar Selenskíj fyrir kappræðurnar voru að þær yrðu haldnar í beinni útsendingu á öllum sjónvarpsstöðvum Úkraínu, færu fram á Ólympíuleikvanginum, sem tekur 70 þúsund manns í sæti, og að frambjóðendurnir tveir þyrftu að gangast undir áfengis- og lyfjapróf áður en þær færu fram til þess að sýna fram á að þeir væru hvorki alkóhólistar né eiturlyfjafíklar. Talið var að Pórósjenkó myndi virða áskorunina að vettugi en allt kom fyrir ekki, Pórósjenkó samþykkti að mæta Selenskíj og sagði kappræður ekki vera neitt grín. Pórósjenkó gekkst því undir lyfjapróf í dag og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Pórósjenkó hvatti Selenskíj til að taka prófin með sér en Selenskíj kaus heldur að gera það einn. „Ég gekkst undir blóðprufuna, það var tekið mikið af mínu unga blóði úr æðum mínum,“ sagði Selenskíj eftir prófið og skaut þar á aldur mótframbjóðanda síns. Seinni umferð forsetakosninganna í Úkraínu fer fram 21. Apríl næstkomandi. Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Forseti Úkraínu, Petró Pórósjenkó varð við kröfu mótframbjóðanda síns, Vólódímírs Selenskíj, um að gangast undir áfengis- og lyfjapróf fyrir kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja sem munu fara fram á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði. CNN greinir frá. Selenskíj, sem er leikari og hefur enga reynslu af pólitík nema frá hlutverki sínu sem forseti Úkraínu í þarlendum gamanþáttum, sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna sem fóru fram 31. mars síðastliðinn. Selenskíj hlaut rúm 30% atkvæða og tryggði sig þar með inn í seinni umferð kosninganna þar sem hann mætir sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, sem fékk næst flest atkvæði í fyrri umferðinni. Í kjölfar úrslitanna skoraði Selenskíj á Pórósjenko að mæta sér í kappræðum í beinni útsendingu. Talið var í fyrstu að um grín væri að ræða en Selenskíj birti í vikunni myndband þar sem hann stendur við áskorunina og skýtur á Pórósjenkó fyrir að hafa hafnað áskorun Juliu Tymosjenkó um kappræður fyrir kosningarnar 2014.Pórósjenkó kom á óvart og samþykkti áskorunina Skilmálar Selenskíj fyrir kappræðurnar voru að þær yrðu haldnar í beinni útsendingu á öllum sjónvarpsstöðvum Úkraínu, færu fram á Ólympíuleikvanginum, sem tekur 70 þúsund manns í sæti, og að frambjóðendurnir tveir þyrftu að gangast undir áfengis- og lyfjapróf áður en þær færu fram til þess að sýna fram á að þeir væru hvorki alkóhólistar né eiturlyfjafíklar. Talið var að Pórósjenkó myndi virða áskorunina að vettugi en allt kom fyrir ekki, Pórósjenkó samþykkti að mæta Selenskíj og sagði kappræður ekki vera neitt grín. Pórósjenkó gekkst því undir lyfjapróf í dag og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni. Pórósjenkó hvatti Selenskíj til að taka prófin með sér en Selenskíj kaus heldur að gera það einn. „Ég gekkst undir blóðprufuna, það var tekið mikið af mínu unga blóði úr æðum mínum,“ sagði Selenskíj eftir prófið og skaut þar á aldur mótframbjóðanda síns. Seinni umferð forsetakosninganna í Úkraínu fer fram 21. Apríl næstkomandi.
Úkraína Tengdar fréttir Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40 Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Gamanleikari og forseti berjast um æðsta embætti Úkraínu Gamanleikari með enga pólitíska reynslu leiðir í forsetakosningunum í Úkraínu en fyrri umferð þeirra fór fram um helgina. 1. apríl 2019 07:40
Grínistinn efstur í Úkraínu Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær. 1. apríl 2019 07:00