Kosið á ný í Sjómannafélaginu Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2019 16:18 Jónas, Heiðveig María og Bergur. Helstu persónur og leikendur í hinu mikla stríði sem geisað hefur innan SÍ. visir/vilhelm Ákveðið hefur verið að fram fari nýjar kosningar í stjórn Sjómannafélags Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Sjómannafélagsins þar sem vísað er til ákvörðunar stjórnar og trúnaðarmannaráðs SÍ. Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um þá hafði Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hug á að bjóða sig og lista sinn fram til stjórnar. Til þess kom þó ekki því bæði var það mat kjörstjórnar að hún hefði ekki kjörgengi, til þess þyrfti hún að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár og þá var henni vikið úr félaginu að auki. Var þar vísað til meints skaða sem hún var talin af Jónasi Garðarssyni formanni hafa valdið félaginu.Spjótum beint að Heiðveigu Bergur Þorkelsson gjaldkeri SÍ var sjálfkjörinn formaður en samkvæmt lögum félagsins stendur til að hann taki við af Jónasi þegar næsti aðalfundur verður haldinn. Í yfirlýsingunni er þess getið að dómur Félagsdóms hafi gengið á þá leið að óheimilt væri að setja það skilyrði að þeir einir mættu bjóða sig fram sem greitt hafi til félagsins í þrjú ár. Þá er það nefnt einnig að í kjölfarið hafi komið fram áskorun um að efnt yrði til nýrra kosninga, þá til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og stjórnar matsveinadeildar félagsins. „Að mati stjórnar, trúnaðarmannaráðs og lögmanna félagsins, er einsýnt að stefnandi í framangreindu félagsdómsmáli [Heiðveig María] var ekki dæmd inn í félagið á ný með dómi Félagsdóms. Hún hefur hafnað boði um að ganga í félagið á ný,“ segir í yfirlýsingunni. En, fram hefur komið að Heiðveig María lítur svo á að hún hafi aldrei farið úr félaginu. Ný kosning auglýst við fyrsta tækifæri „Þrátt fyrir að stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins telji að úrskurður kjörstjórnar frá 20. nóvember síðastliðinn, um ólögmæti mótframboðs B-lista, standi óhaggaður, vegna annmarka sem á framboðinu voru, hefur stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins ákveðið að fram fari á ný kosningar í félaginu, til að hafið sé yfir vafa að frambjóðendur á listum stjórnar félagsins sitji í óumdeildu umboði félagsmanna.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að ný kosning verði auglýst í fjölmiðlum og á heimasíðu félagsins við fyrsta tækifæri. Heiðveig ætlar ekki að taka þátt í trékassakosningu „Eins og þessi yfirlýsing snýr við mér, geri ég mér ekki grein fyrir því hvað felst í því að ég hafi ekki þegið boð um að ganga í félagið aftur? Ég hef alltaf litið svo á að ég sé og hafi verið félagsmaður,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Hún segist ítrekað óskað eftir upplýsingum um hver er hennar staða innan félagsins og réttindi eru. En án árangurs. „Ég hef hins vegar verið að greiða í félagið undanfarna mánuði. Ég fagna því vissulega að þeir ætli að efna til kosninga. Og vona það innilega að þeir gangi þá alla leið til að ná í þetta óumdeilda umboð, sem þeir nefna, með að tryggja að framkvæmd kosninganna verði hafin yfir allan vafa. Ég geri þá ráð fyrir því að þeir séu að svara kalli félagsmanna um að fá óháðan aðila að borðum til að framkvæma kosninguna. Sem síðan verður fylgt eftir með rafrænni atkvæðagreiðslu þar sem öllum félagsmönnum gefst kostur á að kjósa. Aðeins þannig verður umboðið tryggt.“ Spurð hvort hún hyggist ætla að gefa kost á sér á ný, í nýjum kosningum, segist Heiðveig María vera að melta þessa yfirlýsingu. „Ég skoða það væntanlega að bjóða fram aftur, en ég ætla ekki að taka þátt í einhverri trékassakosningu uppí Skipholti. Óumdeilt er að ég treysti þessum mönnum ekki til að framkvæma slíkt.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fram fari nýjar kosningar í stjórn Sjómannafélags Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Sjómannafélagsins þar sem vísað er til ákvörðunar stjórnar og trúnaðarmannaráðs SÍ. Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um þá hafði Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hug á að bjóða sig og lista sinn fram til stjórnar. Til þess kom þó ekki því bæði var það mat kjörstjórnar að hún hefði ekki kjörgengi, til þess þyrfti hún að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár og þá var henni vikið úr félaginu að auki. Var þar vísað til meints skaða sem hún var talin af Jónasi Garðarssyni formanni hafa valdið félaginu.Spjótum beint að Heiðveigu Bergur Þorkelsson gjaldkeri SÍ var sjálfkjörinn formaður en samkvæmt lögum félagsins stendur til að hann taki við af Jónasi þegar næsti aðalfundur verður haldinn. Í yfirlýsingunni er þess getið að dómur Félagsdóms hafi gengið á þá leið að óheimilt væri að setja það skilyrði að þeir einir mættu bjóða sig fram sem greitt hafi til félagsins í þrjú ár. Þá er það nefnt einnig að í kjölfarið hafi komið fram áskorun um að efnt yrði til nýrra kosninga, þá til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og stjórnar matsveinadeildar félagsins. „Að mati stjórnar, trúnaðarmannaráðs og lögmanna félagsins, er einsýnt að stefnandi í framangreindu félagsdómsmáli [Heiðveig María] var ekki dæmd inn í félagið á ný með dómi Félagsdóms. Hún hefur hafnað boði um að ganga í félagið á ný,“ segir í yfirlýsingunni. En, fram hefur komið að Heiðveig María lítur svo á að hún hafi aldrei farið úr félaginu. Ný kosning auglýst við fyrsta tækifæri „Þrátt fyrir að stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins telji að úrskurður kjörstjórnar frá 20. nóvember síðastliðinn, um ólögmæti mótframboðs B-lista, standi óhaggaður, vegna annmarka sem á framboðinu voru, hefur stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins ákveðið að fram fari á ný kosningar í félaginu, til að hafið sé yfir vafa að frambjóðendur á listum stjórnar félagsins sitji í óumdeildu umboði félagsmanna.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að ný kosning verði auglýst í fjölmiðlum og á heimasíðu félagsins við fyrsta tækifæri. Heiðveig ætlar ekki að taka þátt í trékassakosningu „Eins og þessi yfirlýsing snýr við mér, geri ég mér ekki grein fyrir því hvað felst í því að ég hafi ekki þegið boð um að ganga í félagið aftur? Ég hef alltaf litið svo á að ég sé og hafi verið félagsmaður,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Hún segist ítrekað óskað eftir upplýsingum um hver er hennar staða innan félagsins og réttindi eru. En án árangurs. „Ég hef hins vegar verið að greiða í félagið undanfarna mánuði. Ég fagna því vissulega að þeir ætli að efna til kosninga. Og vona það innilega að þeir gangi þá alla leið til að ná í þetta óumdeilda umboð, sem þeir nefna, með að tryggja að framkvæmd kosninganna verði hafin yfir allan vafa. Ég geri þá ráð fyrir því að þeir séu að svara kalli félagsmanna um að fá óháðan aðila að borðum til að framkvæma kosninguna. Sem síðan verður fylgt eftir með rafrænni atkvæðagreiðslu þar sem öllum félagsmönnum gefst kostur á að kjósa. Aðeins þannig verður umboðið tryggt.“ Spurð hvort hún hyggist ætla að gefa kost á sér á ný, í nýjum kosningum, segist Heiðveig María vera að melta þessa yfirlýsingu. „Ég skoða það væntanlega að bjóða fram aftur, en ég ætla ekki að taka þátt í einhverri trékassakosningu uppí Skipholti. Óumdeilt er að ég treysti þessum mönnum ekki til að framkvæma slíkt.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53 Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00 Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07 Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. 6. mars 2019 15:53
Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46
Stjórn SÍ býður Heiðveigu Maríu að koma aftur í félagið Fær að sitja í samninganefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 15:00
Vill að forystan axli ábyrgð og segi af sér Heiðveig Einarsdóttir telur rétt að þeir sem vísuðu henni úr Sjómannafélaginu ættu að axla ábyrgð á gjörðum sínum. 6. mars 2019 17:07
Heiðveig María gefur lítið fyrir sáttatilboð SÍ Ætlar ekki að þiggja sæti í kjaranefnd sjómanna á fiskiskipum. 7. mars 2019 16:43