Sætasali Icelandair vill farþega á fætur Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. apríl 2019 14:45 Framtíð farþegaflugs? Skjáskot Ítalski flugsætaframleiðandinn Aviointeriors, sem meðal annars selur Icelandair flugsæti, hefur ekki gefið upp vonina um að einn daginn verði hægt að standa í háloftunum. Á vörusýningunni Aircraft Interiors Expo 2019 sem fram fór í Hamborg í Þýskalandi á dögunum kynnti fyrirtækið nýjustu útgáfu sína af Skyrider, sem segja má að sé eins konar stæði. Aviointeriors hefur áður gert tvær útgáfur af stæðinu, en sökum ýmissa hönnunargalla hafa þau ekki hentað til fjöldaframleiðslu. Fyrirtækið telur gallana hins vegar vera úr vegi og að þau henti nú til farþegaflugs. Fyrirtækið segir að áhuginn sé töluverður, enda taki stæðin umtalsvert minna pláss í farþegarýminu en hefðbundin sæti, eða aðeins 58 sentímetra. Eðli máls samkvæmt sé því hægt að koma fyrir fleiri stæðum en sætum og ætti það, vonandi, að geta orðið til þess að lækka miðaverð.Ekki fullkomin Talsmenn Aviointeriors segja það þó ekki vera markmið flugfélagsins að fylla flugvélar með stæðunum þannig að fljúga megi fleiri hundruð, ef ekki þúsund, manns í einu. Stæðin bjóði hins vegar upp á aukna fjölbreytni og gætu þannig komið til viðbótar hefðbundnum lúxus- og almennum farrýmum. Talsmaðurinn viðurkennir að sama skapi að stæðin henti ekki fólki af öllum stærðum, auk þess sem séu óhentug á lengri leiðum. Gagnrýnandi sem prófaði Skyrider á sýningunni í Hamborg sagði að þetta væri ekki ósvipað reiðhjólahnakki. Fyrst um sinn hafi upplifunin verið bærileg en ekki hafi liðið nema örfáar mínútur áður en hann gat ekki hugsað sér að standa lengur. Meðal viðskiptavina Aviointeriors eru fyrrnefnt Icelandair, Asiana Airlines, Air India Express, Cathay Pacific og Rossiya Airlines, ef marka má heimasíðu fyrirtækisins.Travel standing like bus or Metro in an airplane? #Aviointeriors infamous '#standing #seats' might make it possible! https://t.co/VykmIPk9oD pic.twitter.com/LCGnD6DUtd— Financial Express (@FinancialXpress) April 4, 2019 Fréttir af flugi Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Ítalski flugsætaframleiðandinn Aviointeriors, sem meðal annars selur Icelandair flugsæti, hefur ekki gefið upp vonina um að einn daginn verði hægt að standa í háloftunum. Á vörusýningunni Aircraft Interiors Expo 2019 sem fram fór í Hamborg í Þýskalandi á dögunum kynnti fyrirtækið nýjustu útgáfu sína af Skyrider, sem segja má að sé eins konar stæði. Aviointeriors hefur áður gert tvær útgáfur af stæðinu, en sökum ýmissa hönnunargalla hafa þau ekki hentað til fjöldaframleiðslu. Fyrirtækið telur gallana hins vegar vera úr vegi og að þau henti nú til farþegaflugs. Fyrirtækið segir að áhuginn sé töluverður, enda taki stæðin umtalsvert minna pláss í farþegarýminu en hefðbundin sæti, eða aðeins 58 sentímetra. Eðli máls samkvæmt sé því hægt að koma fyrir fleiri stæðum en sætum og ætti það, vonandi, að geta orðið til þess að lækka miðaverð.Ekki fullkomin Talsmenn Aviointeriors segja það þó ekki vera markmið flugfélagsins að fylla flugvélar með stæðunum þannig að fljúga megi fleiri hundruð, ef ekki þúsund, manns í einu. Stæðin bjóði hins vegar upp á aukna fjölbreytni og gætu þannig komið til viðbótar hefðbundnum lúxus- og almennum farrýmum. Talsmaðurinn viðurkennir að sama skapi að stæðin henti ekki fólki af öllum stærðum, auk þess sem séu óhentug á lengri leiðum. Gagnrýnandi sem prófaði Skyrider á sýningunni í Hamborg sagði að þetta væri ekki ósvipað reiðhjólahnakki. Fyrst um sinn hafi upplifunin verið bærileg en ekki hafi liðið nema örfáar mínútur áður en hann gat ekki hugsað sér að standa lengur. Meðal viðskiptavina Aviointeriors eru fyrrnefnt Icelandair, Asiana Airlines, Air India Express, Cathay Pacific og Rossiya Airlines, ef marka má heimasíðu fyrirtækisins.Travel standing like bus or Metro in an airplane? #Aviointeriors infamous '#standing #seats' might make it possible! https://t.co/VykmIPk9oD pic.twitter.com/LCGnD6DUtd— Financial Express (@FinancialXpress) April 4, 2019
Fréttir af flugi Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira