Pilturinn er ekki barnið sem hvarf fyrir átta árum Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2019 21:15 Timmothy og foreldrar hans. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, tilkynnti í dag að pilturinn sem fannst í Kentucky í gær væri ekki Timmothy Pitzen sem hvarf sex ára gamall fyrir átta árum.FBI hefur unnið hörðum höndum að því að fá staðfestingu á því að pilturinn væri Pitzen en rannsóknir á lífsýnum leiddu í ljós að svo er ekki. „Til að taka allan vafa af, þá hafa lögregluyfirvöld og munu ekki gleyma Timmothy og við vonumst til að koma honum til fjölskyldu sinnar einn daginn. Það gerist því miður ekki í dag,“ sagði Timothy Beam, yfirmaður hjá FBI í Louisville, í tilkynningu vegna málsins. Mál Timmothy er mikill harmleikur en í maí árið 2011 kom móðir hans í skóla Timmothy í Aurora í Illinois og sagði kennurum að upp hefði komið neyðartilvik innan fjölskyldunnar og hún væri þar til að sækja hann. Timmothy var þá sex ára gamall. Þremur dögum síðar fannst hún látin á vegahóteli og virtist hún hafa fyrirfarið sér. Timmothy var hvergi sjáanlegur. Seinna kom í ljós að móðir Timmothy hafði farið með hann í dýragarð og skemmtigarð og sáust þau á öryggisupptökum víða um Illinois. Hún skildi eftir sig miða þar sem hún hafði skrifað að Timmothy væri nú í höndum fólks sem myndi annast hann og elska. Hún sagði að hann myndi aldrei finnast. Táningurinn, sem sagðist vera Timmothy, sagði lögregluþjónum, samkvæmt Washington Post, að hann hefði flúið frá tveimur mönnum sem hann hafi verið með í sjö ár. Hann lýsti þeim og sagði lögregluþjónum hvernig bíl þeir væru á. Lögreglan hefur ekki fundið mennina. Bandaríkin Tengdar fréttir Táningur segist vera barn sem hvarf fyrir átta árum Lögregluembætti í Illinois, Kentucky og Cincinnati í Bandaríkjunum eru á yfirsnúningi eftir að táningur steig fram sem segist vera barn sem hvarf fyrir átta árum. 4. apríl 2019 11:29 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, tilkynnti í dag að pilturinn sem fannst í Kentucky í gær væri ekki Timmothy Pitzen sem hvarf sex ára gamall fyrir átta árum.FBI hefur unnið hörðum höndum að því að fá staðfestingu á því að pilturinn væri Pitzen en rannsóknir á lífsýnum leiddu í ljós að svo er ekki. „Til að taka allan vafa af, þá hafa lögregluyfirvöld og munu ekki gleyma Timmothy og við vonumst til að koma honum til fjölskyldu sinnar einn daginn. Það gerist því miður ekki í dag,“ sagði Timothy Beam, yfirmaður hjá FBI í Louisville, í tilkynningu vegna málsins. Mál Timmothy er mikill harmleikur en í maí árið 2011 kom móðir hans í skóla Timmothy í Aurora í Illinois og sagði kennurum að upp hefði komið neyðartilvik innan fjölskyldunnar og hún væri þar til að sækja hann. Timmothy var þá sex ára gamall. Þremur dögum síðar fannst hún látin á vegahóteli og virtist hún hafa fyrirfarið sér. Timmothy var hvergi sjáanlegur. Seinna kom í ljós að móðir Timmothy hafði farið með hann í dýragarð og skemmtigarð og sáust þau á öryggisupptökum víða um Illinois. Hún skildi eftir sig miða þar sem hún hafði skrifað að Timmothy væri nú í höndum fólks sem myndi annast hann og elska. Hún sagði að hann myndi aldrei finnast. Táningurinn, sem sagðist vera Timmothy, sagði lögregluþjónum, samkvæmt Washington Post, að hann hefði flúið frá tveimur mönnum sem hann hafi verið með í sjö ár. Hann lýsti þeim og sagði lögregluþjónum hvernig bíl þeir væru á. Lögreglan hefur ekki fundið mennina.
Bandaríkin Tengdar fréttir Táningur segist vera barn sem hvarf fyrir átta árum Lögregluembætti í Illinois, Kentucky og Cincinnati í Bandaríkjunum eru á yfirsnúningi eftir að táningur steig fram sem segist vera barn sem hvarf fyrir átta árum. 4. apríl 2019 11:29 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Táningur segist vera barn sem hvarf fyrir átta árum Lögregluembætti í Illinois, Kentucky og Cincinnati í Bandaríkjunum eru á yfirsnúningi eftir að táningur steig fram sem segist vera barn sem hvarf fyrir átta árum. 4. apríl 2019 11:29