Vegna athugasemda Blaðamannafélags Íslands Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 4. apríl 2019 14:33 Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Einstaklingur, sem tilnefndur var af Blaðamannafélaginu en skipaður af ráðherra eins og aðrir fulltrúar í fjölmiðlanefnd, óskaði lausnar í fyrradag. Þá hefur formaður BÍ lýst því yfir að félagið hyggist kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar, sem félagið telur komna út fyrir lögboðið verksvið sitt og þá helst í samhengi við 26. gr. laga um fjölmiðla. Í tilefni af þessu er rétt að varpa ljósi á umrætt ákvæði, störf og hlutverk fjölmiðlanefndar. Ákvæði 26. gr. um lýðræðislegar grundvallarreglur og hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni gengur fyrst og fremst út á að vernda upplýsingarétt almennings og réttindi einstaklinga sem fjallað er um í fjölmiðlum. Brýnt er að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Engin viðurlög eru við brotum á 26. gr. og er heimild fjölmiðlanefndar bundin við að birta álit telji hún brotið gegn ákvæðinu. Þegar lög um fjölmiðla voru sett árið 2011 hafði fjölmiðlanefnd ekki heimild til að birta álit vegna kvartana á grundvelli 26. gr. Með lagabreytingu árið 2013 var slík heimild sérstaklega færð í lög. Nokkuð hafði borist af ábendingum og kvörtunum vegna meintra brota á 26. gr. til fjölmiðlanefndar á árinu 2012, meðal annars í tengslum við skyldur fjölmiðla til að gæta jafnræðis og hlutlægni í aðdraganda forsetakosninganna 2012. Af því mátti ráða að almenningur hefði væntingar til þess að ákvæði 26. gr. væri framfylgt af hálfu nefndarinnar. Árið 2013 var ákvæðinu því breytt þannig að fjölmiðlanefnd yrði heimilt að birta álit vegna brota á ákvæðinu. Það er því ekki rétt að heimild 3. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla til birtingar álits eigi ekki við um mál er varða 26. gr. Þvert á móti var umrædd heimild lögfest í þeim tilgangi að markmið 26. gr. næðu betur fram að ganga. Fjölmiðlanefnd hefur frá árinu 2014 birt sjö álit í málum sem varða 26. gr., það fyrsta fyrir fimm árum. Um meðferð fjölmiðlanefndar í málum sem varða 26. gr. gilda sömu reglur og við meðferð annarra mála. Þannig gilda um hana stjórnsýslulög, nefndin vinnur samkvæmt settum starfsreglum en hefur auk þess birt ítarlegar leiðbeiningar fyrir almenning um kvartanir og rétt til andsvara. Eru reglur og leiðbeiningar birtar á vef fjölmiðlanefndar. Stjórnvöldum ber að taka kvartanir til skoðunar Því hefur verið haldið fram að með nýlegum álitum nefndarinnar, þar sem m.a. reyndi á 26. gr., hafi fjölmiðlanefnd farið út fyrir verksvið sitt. Í tveimur nýjustu álitum nefndarinnar um 26. gr., vegna kvartana yfir umfjöllun RÚV annars vegar og Vísis hins vegar, taldi hún umfjöllun ekki hafa farið í bága við lög um fjölmiðla. Af yfirlýsingum formannsins má ráða að hann telji að nefndinni beri að vísa sjálfkrafa frá öllum kvörtunum sem henni berist vegna meintra brota fjölmiðla á 26. gr. laga um fjölmiðla, með vísan í fyrrgreint nefndarálit frá árinu 2011, jafnvel þótt lögunum hafi verið breytt árið 2013 í þeim tilgangi að 26. gr. næði betur markmiði sínu. Þannig stjórnsýsla myndi hins vegar ekki samræmast skyldum nefndarinnar á grundvelli laga. Vart þarf að taka fram að stjórnvöld hafa ekki val um það hvort þau framfylgja tilteknum ákvæðum laga. Stjórnvöldum ber að taka kvartanir sem þeim berast til skoðunar og, eftir atvikum, til efnislegrar meðferðar bendi kvartanir til þess að brotið hafi verið gegn lögum. Við mat á því hvort til greina komi að birta álit á grundvelli 26. gr. ber að hafa hliðsjón af 73. gr. stjórnarskrár Íslands um tjáningarfrelsi og hefur fjölmiðlanefnd stigið afar varlega til jarðar í þeim efnum. BÍ hyggst kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Umboðsmaður hefur áður tekið til athugunar tvær kvartanir vegna stjórnsýslu nefndarinnar. Í báðum tilvikum voru það kvartanir einstaklinga yfir því að fjölmiðlanefnd hefði ekki tekið til efnislegrar meðferðar kvartanir vegna meintra brota á 26. gr. Sams konar ákvæði í lögum nágrannaríkja Fram hefur komið í afstöðu BÍ að vegið sé að tjáningarfrelsi fjölmiðla þegar stjórnsýslunefndir taki við ábendingum eða kvörtunum almennings varðandi hlutlægni, friðhelgi einkalífs og hvort að sagt sé satt og rétt frá í fréttum og fréttatengdu efni. Hér er þó ekki um séríslenska lagaumgjörð að ræða. Í fjölmörgum nágrannaríkjum eru kvartanir er varða brot á sambærilegum ákvæðum um lýðræðislegar grundvallarreglur stærsta einstaka umkvörtunarefnið hjá systurstofnunum fjölmiðlanefndar. Þær skipta hundruðum á ársgrundvelli í þeim ríkjum þar sem fæstar kvartanir berast en þúsundir þar sem flestar kvartanir berast. Í þessum samanburði er ljóst að fjölmiðlanefnd hefur gætt fyllstu varkárni og tekið fá mál til efnislegrar meðferðar í samanburði við sambærilegar stofnanir í Evrópu. Fjölmiðlanefnd er skipuð fimm nefndarmönnum. Tveir fulltrúar eru skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands en BÍ og samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefna hvort einn fulltrúa. Ráðherra skipar þann fimmta án tilnefningar. Störf nefndarinnar markast af ákvæðum laga um fjölmiðla og reglur þeirra ganga ætíð framar afstöðu einstakra nefndarmanna eða tilnefningaraðila. Opinber og almenn umræða um löggjöf er alltaf mikilvæg og það á ekki síst við um svo mikilvægt starf sem starfsemi fjölmiðla er. Gagnrýni á lagasetningu eða tillögum til úrbóta er hins vegar heppilegast að beina til þeirra sem fara með vald til að setja lögin í stað þeirra sem framfylgja þeim. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum undanfarna daga að stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) hafi ákveðið að kalla fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd, vegna óánægju með stjórnsýslu nefndarinnar. Einstaklingur, sem tilnefndur var af Blaðamannafélaginu en skipaður af ráðherra eins og aðrir fulltrúar í fjölmiðlanefnd, óskaði lausnar í fyrradag. Þá hefur formaður BÍ lýst því yfir að félagið hyggist kvarta til umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu fjölmiðlanefndar, sem félagið telur komna út fyrir lögboðið verksvið sitt og þá helst í samhengi við 26. gr. laga um fjölmiðla. Í tilefni af þessu er rétt að varpa ljósi á umrætt ákvæði, störf og hlutverk fjölmiðlanefndar. Ákvæði 26. gr. um lýðræðislegar grundvallarreglur og hlutlægni í fréttum og fréttatengdu efni gengur fyrst og fremst út á að vernda upplýsingarétt almennings og réttindi einstaklinga sem fjallað er um í fjölmiðlum. Brýnt er að almenningur geti mótað skoðanir sínar og dregið ályktanir út frá réttum og hlutlausum upplýsingum. Engin viðurlög eru við brotum á 26. gr. og er heimild fjölmiðlanefndar bundin við að birta álit telji hún brotið gegn ákvæðinu. Þegar lög um fjölmiðla voru sett árið 2011 hafði fjölmiðlanefnd ekki heimild til að birta álit vegna kvartana á grundvelli 26. gr. Með lagabreytingu árið 2013 var slík heimild sérstaklega færð í lög. Nokkuð hafði borist af ábendingum og kvörtunum vegna meintra brota á 26. gr. til fjölmiðlanefndar á árinu 2012, meðal annars í tengslum við skyldur fjölmiðla til að gæta jafnræðis og hlutlægni í aðdraganda forsetakosninganna 2012. Af því mátti ráða að almenningur hefði væntingar til þess að ákvæði 26. gr. væri framfylgt af hálfu nefndarinnar. Árið 2013 var ákvæðinu því breytt þannig að fjölmiðlanefnd yrði heimilt að birta álit vegna brota á ákvæðinu. Það er því ekki rétt að heimild 3. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla til birtingar álits eigi ekki við um mál er varða 26. gr. Þvert á móti var umrædd heimild lögfest í þeim tilgangi að markmið 26. gr. næðu betur fram að ganga. Fjölmiðlanefnd hefur frá árinu 2014 birt sjö álit í málum sem varða 26. gr., það fyrsta fyrir fimm árum. Um meðferð fjölmiðlanefndar í málum sem varða 26. gr. gilda sömu reglur og við meðferð annarra mála. Þannig gilda um hana stjórnsýslulög, nefndin vinnur samkvæmt settum starfsreglum en hefur auk þess birt ítarlegar leiðbeiningar fyrir almenning um kvartanir og rétt til andsvara. Eru reglur og leiðbeiningar birtar á vef fjölmiðlanefndar. Stjórnvöldum ber að taka kvartanir til skoðunar Því hefur verið haldið fram að með nýlegum álitum nefndarinnar, þar sem m.a. reyndi á 26. gr., hafi fjölmiðlanefnd farið út fyrir verksvið sitt. Í tveimur nýjustu álitum nefndarinnar um 26. gr., vegna kvartana yfir umfjöllun RÚV annars vegar og Vísis hins vegar, taldi hún umfjöllun ekki hafa farið í bága við lög um fjölmiðla. Af yfirlýsingum formannsins má ráða að hann telji að nefndinni beri að vísa sjálfkrafa frá öllum kvörtunum sem henni berist vegna meintra brota fjölmiðla á 26. gr. laga um fjölmiðla, með vísan í fyrrgreint nefndarálit frá árinu 2011, jafnvel þótt lögunum hafi verið breytt árið 2013 í þeim tilgangi að 26. gr. næði betur markmiði sínu. Þannig stjórnsýsla myndi hins vegar ekki samræmast skyldum nefndarinnar á grundvelli laga. Vart þarf að taka fram að stjórnvöld hafa ekki val um það hvort þau framfylgja tilteknum ákvæðum laga. Stjórnvöldum ber að taka kvartanir sem þeim berast til skoðunar og, eftir atvikum, til efnislegrar meðferðar bendi kvartanir til þess að brotið hafi verið gegn lögum. Við mat á því hvort til greina komi að birta álit á grundvelli 26. gr. ber að hafa hliðsjón af 73. gr. stjórnarskrár Íslands um tjáningarfrelsi og hefur fjölmiðlanefnd stigið afar varlega til jarðar í þeim efnum. BÍ hyggst kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna stjórnsýslu fjölmiðlanefndar. Umboðsmaður hefur áður tekið til athugunar tvær kvartanir vegna stjórnsýslu nefndarinnar. Í báðum tilvikum voru það kvartanir einstaklinga yfir því að fjölmiðlanefnd hefði ekki tekið til efnislegrar meðferðar kvartanir vegna meintra brota á 26. gr. Sams konar ákvæði í lögum nágrannaríkja Fram hefur komið í afstöðu BÍ að vegið sé að tjáningarfrelsi fjölmiðla þegar stjórnsýslunefndir taki við ábendingum eða kvörtunum almennings varðandi hlutlægni, friðhelgi einkalífs og hvort að sagt sé satt og rétt frá í fréttum og fréttatengdu efni. Hér er þó ekki um séríslenska lagaumgjörð að ræða. Í fjölmörgum nágrannaríkjum eru kvartanir er varða brot á sambærilegum ákvæðum um lýðræðislegar grundvallarreglur stærsta einstaka umkvörtunarefnið hjá systurstofnunum fjölmiðlanefndar. Þær skipta hundruðum á ársgrundvelli í þeim ríkjum þar sem fæstar kvartanir berast en þúsundir þar sem flestar kvartanir berast. Í þessum samanburði er ljóst að fjölmiðlanefnd hefur gætt fyllstu varkárni og tekið fá mál til efnislegrar meðferðar í samanburði við sambærilegar stofnanir í Evrópu. Fjölmiðlanefnd er skipuð fimm nefndarmönnum. Tveir fulltrúar eru skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands en BÍ og samstarfsnefnd háskólastigsins tilnefna hvort einn fulltrúa. Ráðherra skipar þann fimmta án tilnefningar. Störf nefndarinnar markast af ákvæðum laga um fjölmiðla og reglur þeirra ganga ætíð framar afstöðu einstakra nefndarmanna eða tilnefningaraðila. Opinber og almenn umræða um löggjöf er alltaf mikilvæg og það á ekki síst við um svo mikilvægt starf sem starfsemi fjölmiðla er. Gagnrýni á lagasetningu eða tillögum til úrbóta er hins vegar heppilegast að beina til þeirra sem fara með vald til að setja lögin í stað þeirra sem framfylgja þeim. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar