Mikið svigrúm til að lækka vexti að mati Seðlabankans Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 12:28 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. FBL/Anton Brink Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að lækka vexti ef aðstæður kalla á, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Í nýrri fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands kemur fram að viðnám þjóðarbúsins við áföllum sé mikið og litlar líkur séu á að stöðugleika sé ógnað þrátt fyrir fall Wow air og loðnubrest. Útflutningstekjur og hagvöxtur verður minni á þessu ári en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í spá sinni í febrúar vegna þessara efnahagslegu áfalla. Enn sé til staðar áhætta sem geti komið fram á næstunni. „Ljóst er að gjaldþrot WOW air mun valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir lá að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnubresti og öðrum mögulegum áföllum, er hins vegar erfiðara að leggja beint mat á á þessu stigi máls,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í formála skýrslunnar. Afleidd áhrif fari meðal annars eftir í hvaða mæli og hversu hratt önnur flugfélög fylli í skarð Wow air og í hvaða mæli hagstjórn og aðrar aðgerðir mildi áhrif áfallsins. Eins skipti máli hvernig fyrirsjáanlegur samdráttur í ferðaþjónustu spili saman við breytingar á fasteignamarkaði á næstu mánuðum.Viðnámsþróttur þjóðarbúsins meiri Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hafi stuðlað að háu íbúðaverði en nú dragi úr þeirri hækkun. Sú þróun gæti haldið áfram á sama tíma og verðhækkun atvinnuhúsnæðis hefur verið kröftug. „Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núverandi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Þau eru einfaldlega ekki nægjanlega stór til þess í ljósi þess mikla viðnámsþróttar sem þjóðarbúið og fjármálakerfið búa nú við,“ segir seðlabankastjóri. Vísar hann til hreinnar eignastöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum, stórum gjaldeyrisforða, á heildina litið tiltölulegra góðrar eiginfjárstöðu heimila og fyrirtækja og hás eiginfjárhlutfalls og góðrar lausafjárstöðu bankanna. Meira svigrúm sé hér til að bregðast við með hagstjórn en víðast hvar annars staðar. Afgangur sé á ríkissjóði og opinberar skuldir séu litlar í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Hér sé mikið svigrúm til lækkunar vaxta ef aðstæður kalli á, ólíkt mörgum viðskiptalöndum. Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að lækka vexti ef aðstæður kalla á, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Í nýrri fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands kemur fram að viðnám þjóðarbúsins við áföllum sé mikið og litlar líkur séu á að stöðugleika sé ógnað þrátt fyrir fall Wow air og loðnubrest. Útflutningstekjur og hagvöxtur verður minni á þessu ári en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í spá sinni í febrúar vegna þessara efnahagslegu áfalla. Enn sé til staðar áhætta sem geti komið fram á næstunni. „Ljóst er að gjaldþrot WOW air mun valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir lá að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnubresti og öðrum mögulegum áföllum, er hins vegar erfiðara að leggja beint mat á á þessu stigi máls,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í formála skýrslunnar. Afleidd áhrif fari meðal annars eftir í hvaða mæli og hversu hratt önnur flugfélög fylli í skarð Wow air og í hvaða mæli hagstjórn og aðrar aðgerðir mildi áhrif áfallsins. Eins skipti máli hvernig fyrirsjáanlegur samdráttur í ferðaþjónustu spili saman við breytingar á fasteignamarkaði á næstu mánuðum.Viðnámsþróttur þjóðarbúsins meiri Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hafi stuðlað að háu íbúðaverði en nú dragi úr þeirri hækkun. Sú þróun gæti haldið áfram á sama tíma og verðhækkun atvinnuhúsnæðis hefur verið kröftug. „Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núverandi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Þau eru einfaldlega ekki nægjanlega stór til þess í ljósi þess mikla viðnámsþróttar sem þjóðarbúið og fjármálakerfið búa nú við,“ segir seðlabankastjóri. Vísar hann til hreinnar eignastöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum, stórum gjaldeyrisforða, á heildina litið tiltölulegra góðrar eiginfjárstöðu heimila og fyrirtækja og hás eiginfjárhlutfalls og góðrar lausafjárstöðu bankanna. Meira svigrúm sé hér til að bregðast við með hagstjórn en víðast hvar annars staðar. Afgangur sé á ríkissjóði og opinberar skuldir séu litlar í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Hér sé mikið svigrúm til lækkunar vaxta ef aðstæður kalli á, ólíkt mörgum viðskiptalöndum.
Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira