Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 10:26 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis um áhrif falls WOW air á ferðaþjónustuna á Íslandi.Sagði hún ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri.„Við vitum að fyrirtæki eru mjög mismunandi stödd í landinu öllu, mismunandi eftir geira en innan ferðaþjónustunnar eru þau mjög mismunandi. Þau eru þess vegna mis vel í stakk búinn til að taka á móti svona áfalli. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum líka, hvernig þetta hittir þau. Við vitum líka að því miður er það þannig að öll röskun hefur meiri áhrif á landsbyggð heldur en höfuðborgarsvæðið,“ sagði Þórdís Kolbrún.Ljóst væri að sum fyrirtæki í ferðaþjónustunni gæti illa þolað það að taka á sig högg á hánnatímabili ferðaþjónustunnar.„Það sem er verst eru fyrirtæki sem geta ekki tekið við svona höggi og munu einfaldlega ekki þola það. Það er ennþá þannig og á líka við um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að ferðaþjónustua byggir afkomu sína að verulegu leyti á þessum háannatíma,“ sagði Þórdís Kolbrún. WOW er hætt flugi, Icelandair heldur áfram.Vísir/vilhelmEkki forsvaranlegt að koma WOW til bjargar Í máli Þórdísar Kolbrúnar kom fram að áætlað væri að WOW air hefði flutt 300 þúsund ferðamenn beint til Íslands frá apríl til nóvember á þessu ári. Þetta væri skarðið sem þyrfti að fylla. Með auknu sætaframboði Icelandair, auknu flugi Wizz Air og flugi Transavia til Hollands væri þessi tala komin niður í 200 þúsund ferðamenn. „Það er að óbreyttu allmikið skarð sem að félagið skilur eftir sér,“ sagði Þórdís Kolbrún. Í máli hennar kom einnig fram að það hefði ekki verið forsvaranlegt fyrir íslenska ríkið að stíga inn í og sjá um rekstur flugfélagsins um einhvern tíma til þess að bjarga því fyrir horn. „Eftir þá ráðgjöf sem við fengum þá kom ekki til greina að íslenska ríkið færi að einhverju leyti að reka flugfélög og taka við kennitölu sem var mjög erfitt að greina hvað þýddi,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
„Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis um áhrif falls WOW air á ferðaþjónustuna á Íslandi.Sagði hún ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri.„Við vitum að fyrirtæki eru mjög mismunandi stödd í landinu öllu, mismunandi eftir geira en innan ferðaþjónustunnar eru þau mjög mismunandi. Þau eru þess vegna mis vel í stakk búinn til að taka á móti svona áfalli. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum líka, hvernig þetta hittir þau. Við vitum líka að því miður er það þannig að öll röskun hefur meiri áhrif á landsbyggð heldur en höfuðborgarsvæðið,“ sagði Þórdís Kolbrún.Ljóst væri að sum fyrirtæki í ferðaþjónustunni gæti illa þolað það að taka á sig högg á hánnatímabili ferðaþjónustunnar.„Það sem er verst eru fyrirtæki sem geta ekki tekið við svona höggi og munu einfaldlega ekki þola það. Það er ennþá þannig og á líka við um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að ferðaþjónustua byggir afkomu sína að verulegu leyti á þessum háannatíma,“ sagði Þórdís Kolbrún. WOW er hætt flugi, Icelandair heldur áfram.Vísir/vilhelmEkki forsvaranlegt að koma WOW til bjargar Í máli Þórdísar Kolbrúnar kom fram að áætlað væri að WOW air hefði flutt 300 þúsund ferðamenn beint til Íslands frá apríl til nóvember á þessu ári. Þetta væri skarðið sem þyrfti að fylla. Með auknu sætaframboði Icelandair, auknu flugi Wizz Air og flugi Transavia til Hollands væri þessi tala komin niður í 200 þúsund ferðamenn. „Það er að óbreyttu allmikið skarð sem að félagið skilur eftir sér,“ sagði Þórdís Kolbrún. Í máli hennar kom einnig fram að það hefði ekki verið forsvaranlegt fyrir íslenska ríkið að stíga inn í og sjá um rekstur flugfélagsins um einhvern tíma til þess að bjarga því fyrir horn. „Eftir þá ráðgjöf sem við fengum þá kom ekki til greina að íslenska ríkið færi að einhverju leyti að reka flugfélög og taka við kennitölu sem var mjög erfitt að greina hvað þýddi,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira