Mikilvægt að stjórnvöld líti sérstaklega til fatlaðra kvenna við lagasetningu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2019 18:44 „Þetta gerir málefni kvenna og málefni fatlaðra kvenna almennari,“ segir Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði hjá National University of Ireland í Galway, um 6 grein samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Greinin fjallar sérstaklega um réttindi kvenna með fötlun. „Í hvert sinn sem ríkið þarf að líta til stefnumörkunar eða lagasetningu þurfa þau ekki bara að spyrja sig hvernig þetta hefur áhrif á fólk með fötlun heldur einnig hvernig þetta hefur áhrif á konur með fötlun“. Lucy-Ann hélt lykilerindi á málþingi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um málefni kvenna með fötlun í dag en hún sérhæfir sig í jafnréttislögum og meðal annars samtvinnun mismununar á grundvelli kyns og fötlunar á vinnumarkaði. Hún segir að fyrirbæri á borð við 6. ákvæðið í samningi Sameinuðu Þjóðanna mikilvægt til að tryggja sérstaklega viðkvæma hópa. „Ástæðan fyrir þessu er að það er fjöldi mála sem hafa áhrif á konur með fötlun sem hafa ekki áhrif á annað fólk með fötlun.“ Hún nefnir í þessu samhengi fólk sem gæti orðið fyrir svokölluðum samþættum fordómum. „Það þýðir að það er sérstök hætta sem steðjar að undirhópum í samfélaginu. Við getum til dæmis verið að glíma við hættur sem steðja að frumbyggjakonum með fötlun eða eldri konum með fötlun.“ Hún segir tölurnur renna stoðum undir þá kröfu um að réttindi þessara hópa eigi að bæta til muna. Til dæmis er mun líklegara að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreiti en aðrar konur. „Þær eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegari til að verða fyrir kynferðisofbeldi heldur en konur án fötlunar,“ segir Lucy-Ann. „Sömu sögu er að segja um börn með fötlun. Börn með fötlun eru fjórum sinnum líklegari en önnur börn til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Innan sama hóps má einnig sjá að stúlkur með fötlun, til dæmis blindar, heyrnarlausar, á einhverfurófinu eða með þroskaskerðingu, eru í meiri hættu en drengir með fötlun.“Hér má sjá upptöku af fundi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um konur með fötlun. Félagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Þetta gerir málefni kvenna og málefni fatlaðra kvenna almennari,“ segir Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði hjá National University of Ireland í Galway, um 6 grein samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Greinin fjallar sérstaklega um réttindi kvenna með fötlun. „Í hvert sinn sem ríkið þarf að líta til stefnumörkunar eða lagasetningu þurfa þau ekki bara að spyrja sig hvernig þetta hefur áhrif á fólk með fötlun heldur einnig hvernig þetta hefur áhrif á konur með fötlun“. Lucy-Ann hélt lykilerindi á málþingi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um málefni kvenna með fötlun í dag en hún sérhæfir sig í jafnréttislögum og meðal annars samtvinnun mismununar á grundvelli kyns og fötlunar á vinnumarkaði. Hún segir að fyrirbæri á borð við 6. ákvæðið í samningi Sameinuðu Þjóðanna mikilvægt til að tryggja sérstaklega viðkvæma hópa. „Ástæðan fyrir þessu er að það er fjöldi mála sem hafa áhrif á konur með fötlun sem hafa ekki áhrif á annað fólk með fötlun.“ Hún nefnir í þessu samhengi fólk sem gæti orðið fyrir svokölluðum samþættum fordómum. „Það þýðir að það er sérstök hætta sem steðjar að undirhópum í samfélaginu. Við getum til dæmis verið að glíma við hættur sem steðja að frumbyggjakonum með fötlun eða eldri konum með fötlun.“ Hún segir tölurnur renna stoðum undir þá kröfu um að réttindi þessara hópa eigi að bæta til muna. Til dæmis er mun líklegara að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreiti en aðrar konur. „Þær eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegari til að verða fyrir kynferðisofbeldi heldur en konur án fötlunar,“ segir Lucy-Ann. „Sömu sögu er að segja um börn með fötlun. Börn með fötlun eru fjórum sinnum líklegari en önnur börn til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Innan sama hóps má einnig sjá að stúlkur með fötlun, til dæmis blindar, heyrnarlausar, á einhverfurófinu eða með þroskaskerðingu, eru í meiri hættu en drengir með fötlun.“Hér má sjá upptöku af fundi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um konur með fötlun.
Félagsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira