Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Sighvatur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 12:00 Bandarískur fjárfestingarsjóður verður annar stærsti hluthafi Icelandair eftir kaupin. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. Fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hefur samið um að kaupa 625 milljónir hluta í Icelandair og kaupverðið er 5,6 milljarðar króna. Upphæðin er svipuð því fjármagni sem talið var að þyrfti til að bjarga rekstri WOW air á dögunum. Icelandair hætti við kaup á WOW air í fyrra skiptið af tveimur þann 29. nóvember síðastliðinn. Degi síðar var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group að auka hlutafé félagsins.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jákvæðar fréttir fyrir Icelandair Fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, Jón Karl Ólafsson, segir fréttirnar jákvæðar fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu. Lítið hafi verið um erlendar fjárfestingar í Icelandair. „Það hefur verið afskaplega lítið og í rauninni ekki og aldrei í þessum mæli. Ég man að þegar ég var þarna þá skoðuðum við stundum að fá inn erlenda aðila og það þurfti virkilega harður sölumaður að vera þar á ferð. Það virðast vera breyttar forsendur enda hefur ferðaþjónustan á Íslandi vaxið mjög hratt. Þrátt fyrir tímabundin áföll þá hafa menn greinilega trú á henni til framtíðar og það er af hinu góða.“ Jón Karl telur að kaupin geti leitt til frekari áhuga erlendra fjárfesta á Icelandair. „Þannig að ég held að þetta hljóti að teljast mjög jákvætt. Að við séum að sjá sterkari stoðir undir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Vonandi ekki bara í flugi heldur á fleiri stöðum inní framtíðina.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. Fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management hefur samið um að kaupa 625 milljónir hluta í Icelandair og kaupverðið er 5,6 milljarðar króna. Upphæðin er svipuð því fjármagni sem talið var að þyrfti til að bjarga rekstri WOW air á dögunum. Icelandair hætti við kaup á WOW air í fyrra skiptið af tveimur þann 29. nóvember síðastliðinn. Degi síðar var samþykkt á hluthafafundi Icelandair Group að auka hlutafé félagsins.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Jákvæðar fréttir fyrir Icelandair Fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, Jón Karl Ólafsson, segir fréttirnar jákvæðar fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu. Lítið hafi verið um erlendar fjárfestingar í Icelandair. „Það hefur verið afskaplega lítið og í rauninni ekki og aldrei í þessum mæli. Ég man að þegar ég var þarna þá skoðuðum við stundum að fá inn erlenda aðila og það þurfti virkilega harður sölumaður að vera þar á ferð. Það virðast vera breyttar forsendur enda hefur ferðaþjónustan á Íslandi vaxið mjög hratt. Þrátt fyrir tímabundin áföll þá hafa menn greinilega trú á henni til framtíðar og það er af hinu góða.“ Jón Karl telur að kaupin geti leitt til frekari áhuga erlendra fjárfesta á Icelandair. „Þannig að ég held að þetta hljóti að teljast mjög jákvætt. Að við séum að sjá sterkari stoðir undir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Vonandi ekki bara í flugi heldur á fleiri stöðum inní framtíðina.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19