Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. apríl 2019 06:30 Sigur Rós hefur notið mikillar velgengni og velta félög tengd sveitinni hundruðum milljóna á ári. Nordicphotos/Getty Ársreikningar þeirra einkahlutafélaga sem koma fyrir í ákærum á hendur meðlimum Sigur Rósar varpa ljósi á umfang og fjárhagslega velgengni sveitarinnar sem í gegnum tíðina hefur verið sveipuð huliðshjúp. Í ákærum á hendur núverandi og einum fyrrverandi meðlimum Sigur Rósar eru eru talin til fjögur félög. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum. Þeir Jón Þór Birgisson, Georg Holm, Orri Páll Dýrason og Kjartan Sveinsson eru ákærðir fyrir skattalagabrot í tengslum við þessi félög. Fyrir að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts og útsvars annars vegar og fjármagnstekjuskatts hins vegar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um nemur sú upphæð sem þeim er gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að greiða alls 150 milljónum króna. Fjórmenningarnir og einn endurskoðandi eru ákærðir í málinu sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigur Rós í sigti saksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og embætti hans hefur ákært fimm manns vegna meintra skattalagabrota meðlima sveitarinnar. Félagið Von Andi ehf. skilaði ársreikningi fyrir árið 2017 í september síðastliðnum. Félagið skilaði tæplega 38 milljóna króna hagnaði það ár, tekjur þess námu 110 milljónum, samanborið við 103 milljónir árið áður. Félagið á eignir upp á 270 milljónir en óráðstafað eigið fé þess nemur 277 milljónum. Fjórmenningarnir greiddu sér rúmar 112 milljónir króna í arð árið 2016 og hafa í gegnum árin, frá því félagið var stofnað árið 1999 eftir útkomu og velgengni plötunnar Ágætis byrjun, greitt tugi milljóna í arð síðan. Ársreikningur félagsins varpar líka ljósi á hinar ýmsu tekjur og útgjöld sveitarinnar. Til dæmis tekjur af plötu- og DVD-sölu hér á landi og erlendis. Hún nam aðeins 117 þúsund krónum hér árið 2017 en rúmlega 1.100 þúsundum árið 2016. Engar slíkar tekjur voru í Bretlandi árið 2017 samanborið við rúmar 8 milljónir árið 2016. Mestar tekjur hefur félagið þó af erlendum höfundarréttargreiðslum. Þær námu ríflega 104,7 milljónum árið 2017 og tæpum 80 milljónum árið áður. Tekjur af sölu varnings erlendis, tekjur af sjónvarpi, útvarpi og öðru, námu ríflega 20 milljónum árin tvö. Þá má sjá að sveitin greiðir erlendum umboðsaðilum rúmlega 17 milljónir í þóknanir, rúmar fimm milljónir á ári í lögfræðiaðstoð svo fátt eitt sé nefnt. Rekstur Ess Err ehf., sem aðeins er í eigu núverandi meðlima, Jón Þórs, Georgs og Orra, er mun umfangsminni og hefur félagið skilað tapi síðustu tvö birt rekstrarár. Í breska félaginu Hopefully Touring Ltd. eru hins vegar umtalsverðir fjármunir á lausu. Samkvæmt ársreikningi sem Fréttablaðið komst yfir fyrir árið 2017 á það félag um 813 þúsund pund, eða 130 milljónir í óráðstöfuðu eigin fé. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. 28. mars 2019 17:30 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Ársreikningar þeirra einkahlutafélaga sem koma fyrir í ákærum á hendur meðlimum Sigur Rósar varpa ljósi á umfang og fjárhagslega velgengni sveitarinnar sem í gegnum tíðina hefur verið sveipuð huliðshjúp. Í ákærum á hendur núverandi og einum fyrrverandi meðlimum Sigur Rósar eru eru talin til fjögur félög. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum. Þeir Jón Þór Birgisson, Georg Holm, Orri Páll Dýrason og Kjartan Sveinsson eru ákærðir fyrir skattalagabrot í tengslum við þessi félög. Fyrir að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts og útsvars annars vegar og fjármagnstekjuskatts hins vegar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um nemur sú upphæð sem þeim er gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að greiða alls 150 milljónum króna. Fjórmenningarnir og einn endurskoðandi eru ákærðir í málinu sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigur Rós í sigti saksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og embætti hans hefur ákært fimm manns vegna meintra skattalagabrota meðlima sveitarinnar. Félagið Von Andi ehf. skilaði ársreikningi fyrir árið 2017 í september síðastliðnum. Félagið skilaði tæplega 38 milljóna króna hagnaði það ár, tekjur þess námu 110 milljónum, samanborið við 103 milljónir árið áður. Félagið á eignir upp á 270 milljónir en óráðstafað eigið fé þess nemur 277 milljónum. Fjórmenningarnir greiddu sér rúmar 112 milljónir króna í arð árið 2016 og hafa í gegnum árin, frá því félagið var stofnað árið 1999 eftir útkomu og velgengni plötunnar Ágætis byrjun, greitt tugi milljóna í arð síðan. Ársreikningur félagsins varpar líka ljósi á hinar ýmsu tekjur og útgjöld sveitarinnar. Til dæmis tekjur af plötu- og DVD-sölu hér á landi og erlendis. Hún nam aðeins 117 þúsund krónum hér árið 2017 en rúmlega 1.100 þúsundum árið 2016. Engar slíkar tekjur voru í Bretlandi árið 2017 samanborið við rúmar 8 milljónir árið 2016. Mestar tekjur hefur félagið þó af erlendum höfundarréttargreiðslum. Þær námu ríflega 104,7 milljónum árið 2017 og tæpum 80 milljónum árið áður. Tekjur af sölu varnings erlendis, tekjur af sjónvarpi, útvarpi og öðru, námu ríflega 20 milljónum árin tvö. Þá má sjá að sveitin greiðir erlendum umboðsaðilum rúmlega 17 milljónir í þóknanir, rúmar fimm milljónir á ári í lögfræðiaðstoð svo fátt eitt sé nefnt. Rekstur Ess Err ehf., sem aðeins er í eigu núverandi meðlima, Jón Þórs, Georgs og Orra, er mun umfangsminni og hefur félagið skilað tapi síðustu tvö birt rekstrarár. Í breska félaginu Hopefully Touring Ltd. eru hins vegar umtalsverðir fjármunir á lausu. Samkvæmt ársreikningi sem Fréttablaðið komst yfir fyrir árið 2017 á það félag um 813 þúsund pund, eða 130 milljónir í óráðstöfuðu eigin fé.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. 28. mars 2019 17:30 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26
Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. 28. mars 2019 17:30
Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37