Lánið er valt Hildur Björnsdóttir skrifar 3. apríl 2019 08:00 Vestræn samfélög þróast á hraða ljóssins. Fjármálaumhverfið er stöðugum breytingum háð og fjórða iðnbyltingin færir okkur áður óþekktar áskoranir. Mikilvægt er að vera meðvituð um þau flóknu viðfangsefni sem verða afleiðingar framfara – en grípa jafnframt tækifærin sem fylgja. Vinnumarkaður framtíðar er talinn verða gjörólíkur þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Tæknin muni skapa fjölmörg störf en samhliða leysa önnur af hólmi. Menntakerfið þurfi að búa börn betur undir gjörbreytt atvinnulíf. Úrlausn flókinna vandamála, skapandi og gagnrýnin hugsun verði meðal lykilþátta á þeirri vegferð. Þeir sem tileinki sér slíka færni verði betur í stakk búnir til að takast á við ný störf og breyttan veruleika. Fjo¨lmargar erlendar þjo´ðir hafa lagt ríka áherslu á bætt fjármálalæsi almennings. Fólk verði að geta notast við gagnrýna hugsun þegar teknar eru flóknar fjárhagslegar ákvarðanir. Árið 2012 lýsti þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna yfir eindregnum stuðningi við eflingu fjármálalæsis meðal ungs fólks. Hann taldi auðsýnt að slíkt myndi leiða til aukinnar atvinnuþátttöku og nýsköpunar. Framkvæmdastjóri OECD hefur tekið í sama streng og lýst áhyggjum af því hvernig sífellt yngra fólk kljáist nú við flóknar ákvarðanir í fjármálum. Hlutfall ungs fólk, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til Umboðsmanns skuldara í greiðsluvanda vegna smálána hefur margfaldast á undanförnum árum. Auka þarf skilning ungs fólks á þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem fylgir slíkri lántöku og efla gagnrýna hugsun við flókna ákvarðanatöku. Það er liður í fjárhagslegu heilbrigði en ekki síður undirbúningi fyrir störf framtíðar. Ég tel rétt að grunnskólar Reykjavíkur tryggi nemendum á unglingastigi kennslu í fjármálalæsi. Þannig mætti fyrirbyggja skuldsetningu umfram greiðslugetu og móta heilbrigt viðhorf til fjármála. Árið 2021 mun Ísland í fyrsta sinn taka þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar. Það er mikilvægt að undirbúa nemendur fyrir mælinguna, en fyrst og fremst er mikilvægt að undirbúa ungmenni undir krefjandi áskoranir fullorðinsára – því lánið er valt og lukkan hál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Vestræn samfélög þróast á hraða ljóssins. Fjármálaumhverfið er stöðugum breytingum háð og fjórða iðnbyltingin færir okkur áður óþekktar áskoranir. Mikilvægt er að vera meðvituð um þau flóknu viðfangsefni sem verða afleiðingar framfara – en grípa jafnframt tækifærin sem fylgja. Vinnumarkaður framtíðar er talinn verða gjörólíkur þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Tæknin muni skapa fjölmörg störf en samhliða leysa önnur af hólmi. Menntakerfið þurfi að búa börn betur undir gjörbreytt atvinnulíf. Úrlausn flókinna vandamála, skapandi og gagnrýnin hugsun verði meðal lykilþátta á þeirri vegferð. Þeir sem tileinki sér slíka færni verði betur í stakk búnir til að takast á við ný störf og breyttan veruleika. Fjo¨lmargar erlendar þjo´ðir hafa lagt ríka áherslu á bætt fjármálalæsi almennings. Fólk verði að geta notast við gagnrýna hugsun þegar teknar eru flóknar fjárhagslegar ákvarðanir. Árið 2012 lýsti þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna yfir eindregnum stuðningi við eflingu fjármálalæsis meðal ungs fólks. Hann taldi auðsýnt að slíkt myndi leiða til aukinnar atvinnuþátttöku og nýsköpunar. Framkvæmdastjóri OECD hefur tekið í sama streng og lýst áhyggjum af því hvernig sífellt yngra fólk kljáist nú við flóknar ákvarðanir í fjármálum. Hlutfall ungs fólk, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til Umboðsmanns skuldara í greiðsluvanda vegna smálána hefur margfaldast á undanförnum árum. Auka þarf skilning ungs fólks á þeirri fjárhagslegu ábyrgð sem fylgir slíkri lántöku og efla gagnrýna hugsun við flókna ákvarðanatöku. Það er liður í fjárhagslegu heilbrigði en ekki síður undirbúningi fyrir störf framtíðar. Ég tel rétt að grunnskólar Reykjavíkur tryggi nemendum á unglingastigi kennslu í fjármálalæsi. Þannig mætti fyrirbyggja skuldsetningu umfram greiðslugetu og móta heilbrigt viðhorf til fjármála. Árið 2021 mun Ísland í fyrsta sinn taka þátt í fjármálalæsishluta PISA könnunarinnar. Það er mikilvægt að undirbúa nemendur fyrir mælinguna, en fyrst og fremst er mikilvægt að undirbúa ungmenni undir krefjandi áskoranir fullorðinsára – því lánið er valt og lukkan hál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar