Sýslumenn berjast í bökkum um allt land Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. apríl 2019 06:00 Skúli Eggert Þórðarson. Fréttablaðið/GVA Rekstur sýslumannsembættanna hefur ekki verið í samræmi við fjárheimildir þau ár sem liðin eru frá því þeim var fækkað úr 24 niður í 9 árið 2015. Mikilvægt er að fjárhagsvandi sýslumanna verði leystur að mati Ríkisendurskoðunar sem skilaði skýrslu um samanburð milli sýslumannsembætta. Í skýrslunni kemur fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og hvorki gerð nákvæm fjárhagsáætlun né langtímaáætlun um rekstur embættanna níu eftir breytinguna. Einnig hafi mat á skiptingu launakostnaðar milli nýrra embætta sýslumanna og lögreglu verið ónákvæmt en samhliða breytingunni varð aðskilnaður milli sýslumannsembætta og lögreglu og átta lögregluumdæmum um landið komið á fót. Ljóst varð fljótlega eftir að breytingarnar komu til framkvæmda að illa horfði og í árslok 2015 var ákveðið að vinnuhópur fulltrúa ráðuneytis og sýslumanna færi yfir stöðuna til undirbúnings við gerð reiknilíkans fyrir rekstur embættanna. Þeirri vinnu var aldrei lokið en niðurstaða hópsins var sú að rekstur embættanna væri ekki sjálfbær. Þar munaði mestu um tæpar 235 milljónir króna sem vantaði upp á launakostnað embættanna fyrsta rekstrarár þeirra. Ástæður þessa taldi vinnuhópurinn stafa af vanmati á launakostnaði forstöðumanna samkvæmt úrskurði Kjararáðs, hagræðingarkröfu upp á 56 milljónir sem ógerningur væri að standa við án uppsagna sem eru óheimilar samkvæmt lögum og að ekki hafi verið gert ráð fyrir leiðréttingum á launakostnaði vegna kjarasamninga ársins. Í fjárlögum fyrir árið 2015 var uppsafnaður halli felldur niður að hluta hjá öllum embættunum. En rekstur þeirra var enn í járnum árið 2016, enda stóðu þau enn frammi fyrir sama vanda það ár. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Rekstur sýslumannsembættanna hefur ekki verið í samræmi við fjárheimildir þau ár sem liðin eru frá því þeim var fækkað úr 24 niður í 9 árið 2015. Mikilvægt er að fjárhagsvandi sýslumanna verði leystur að mati Ríkisendurskoðunar sem skilaði skýrslu um samanburð milli sýslumannsembætta. Í skýrslunni kemur fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og hvorki gerð nákvæm fjárhagsáætlun né langtímaáætlun um rekstur embættanna níu eftir breytinguna. Einnig hafi mat á skiptingu launakostnaðar milli nýrra embætta sýslumanna og lögreglu verið ónákvæmt en samhliða breytingunni varð aðskilnaður milli sýslumannsembætta og lögreglu og átta lögregluumdæmum um landið komið á fót. Ljóst varð fljótlega eftir að breytingarnar komu til framkvæmda að illa horfði og í árslok 2015 var ákveðið að vinnuhópur fulltrúa ráðuneytis og sýslumanna færi yfir stöðuna til undirbúnings við gerð reiknilíkans fyrir rekstur embættanna. Þeirri vinnu var aldrei lokið en niðurstaða hópsins var sú að rekstur embættanna væri ekki sjálfbær. Þar munaði mestu um tæpar 235 milljónir króna sem vantaði upp á launakostnað embættanna fyrsta rekstrarár þeirra. Ástæður þessa taldi vinnuhópurinn stafa af vanmati á launakostnaði forstöðumanna samkvæmt úrskurði Kjararáðs, hagræðingarkröfu upp á 56 milljónir sem ógerningur væri að standa við án uppsagna sem eru óheimilar samkvæmt lögum og að ekki hafi verið gert ráð fyrir leiðréttingum á launakostnaði vegna kjarasamninga ársins. Í fjárlögum fyrir árið 2015 var uppsafnaður halli felldur niður að hluta hjá öllum embættunum. En rekstur þeirra var enn í járnum árið 2016, enda stóðu þau enn frammi fyrir sama vanda það ár.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira