Sigmundur og Davíð einir nefndir til sögunnar í greinargerð um orkupakkann Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2019 15:00 Davíð Oddsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru einu íslensku stjórnmálamennirnir sem nefndir eru á nafn í greinargerð Þriðja orkupakkans. Vísir Stjórnartillaga um hinn svokallaða Þriðja orkupakka hefur verið birt á vef Alþingis og dreift til Alþingismanna. Í ítarlegri greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni er drepið á álitaefnum sem upp hafa komið vegna fyrirhugaðra breytinga á fjórða viðauka við EES-samninginn, auk þess sem aðkomu Davíðs Oddssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að orkupakkaferlinu eru gerð skil. Greinargerðin með tillögunni, sem lögð er fram í nafni utanríkisráðherra, telur 20 blaðsíður. Þar er m.a. minnst á hinn stjórnskipunarlega fyrirvara sem gerður er við samþykkt pakkans, þ.e. að engin grunnvirki yfir landamæri eru nú fyrir hendi á Íslandi sem gera mögulegt að flytja raforku á milli Íslands og orkumarkaðar ESB. Það verði auk þess ekki reist eða áætluð „nema að undangenginni endurskoðun á lagagrundvelli reglugerðarinnar og komi ákvæði hennar sem varða tengingar yfir landamæri ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni,“ eins og það er orðað í greinargerðinni, en ætla má að þar sé vísað til lagningu raforkustrengs sem Alþingi þyrfti þá að samþykkja.Sæstrengur Sigmundar Reglulega hefur verið rætt um að strengja sæstreng á milli Íslands og Bretlands á undanförnum árum og áratugum, eins og getið er í greinargerðinni. Þar er vísað til skýrslna sem starfshópur stjórnvalda skilaði árið 2016 þar sem ýmsir þættir þess voru skoðaðir. „Hluti af þeirri vinnu var skýrsla í kjölfar könnunarviðræðna milli íslenskra og breskra stjórnvalda um málið en í þær viðræður var farið í kjölfar fundar þáverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, með þáverandi forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, í nóvember 2015,“ segir í greinargerðinni.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, funduðu meðal annars í Alþingishúsinu í október árið 2015.Vísir/VilhelmSigmundur, ásamt öðrum meðlimum Miðflokksins, leiðir hins vegar baráttuna gegn innleiðingu Þriðja orkupakkans í dag. Orkupakkinn er Miðflokknum svo hugleikinn að hann var fyrsta efnislega stefnumálið sem rataði í nýja stjórnmálaalyktun flokksins, sem samþykkt var á vetrarfundi Miðflokksins um helgina. „Flokkurinn samþykkir hvorki afsal á fullveldi Íslendinga yfir orkuauðlindinni né fyrirsjáanlega hækkun á raforkuverði hér á landi,“ segir í ályktuninni. Þar er þó hvergi fjallað um sæstreng, ekki frekar en í kröfunum sem gerðar eru vegna upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn. Aðeins er minnst á tvo íslenska stjórnmálamenn í greinargerðinni, fyrrnefndan Sigmund og Davíð Oddsson, sem nú er ritstjóri Morgunblaðsins. Rétt eins og Sigmundur hefur Davíð lýst efasemdum um Þriðja orkupakkann. „Erfitt væri að ímynda sér að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Icesave,“ skrifaði Davíð meðal annars í Reykjavíkurbréfi síðastliðið haust.Fyrsti orkupakki Davíðs Davíð hafði þó óbeina aðkomu að Þriðja orkupakkanum, eins og rakið er í greinargerðinni. Það gerði Davíð þegar hann fór fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á tíunda áratugnum og fram yfir aldamót. Ríkisstjórn hans samþykkti Fyrsta orkupakkann árið 2003, auk þess sem undirbúningur að Öðrum orkupakkanum hófst á hans vakt. „Samkvæmt innleiðingu fyrsta orkupakkans í raforkulög skyldi vinnsla og sala raforku rekin í markaðskerfi á samkeppnisgrundvelli. Samhliða því voru settar reglur um starfsemi fyrirtækja sem önnuðust flutning og dreifingu raforku í því skyni að stuðla að samkeppni og vernda hagsmuni neytenda. Um leið og lögin tóku gildi tók uppbygging raforkumarkaðar á Íslandi mið af reglum EES-svæðisins og um leið innri markaðs ESB,“ segir til útskýringar í greinargerðinni.Hana má nálgast í heild sinni hér. Neðst í greinargerðinni má jafnframt nálgast 16 fylgiskjöl með helstu gögnum sem vísað er til. Ekki liggur fyrir hvenær Þriðji orkupakkinn verður tekinn til umræðu í þingsal. Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00 Segir Íslendinga hafa full yfirráð í raforkumálum í orkupakka III Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. 22. mars 2019 20:00 Styrmir spáir hörðum átökum innan Sjálfstæðisflokksins Orkupakki 3 gæti reynst Sjálfstæðisflokknum erfiður. 22. mars 2019 14:28 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Stjórnartillaga um hinn svokallaða Þriðja orkupakka hefur verið birt á vef Alþingis og dreift til Alþingismanna. Í ítarlegri greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni er drepið á álitaefnum sem upp hafa komið vegna fyrirhugaðra breytinga á fjórða viðauka við EES-samninginn, auk þess sem aðkomu Davíðs Oddssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að orkupakkaferlinu eru gerð skil. Greinargerðin með tillögunni, sem lögð er fram í nafni utanríkisráðherra, telur 20 blaðsíður. Þar er m.a. minnst á hinn stjórnskipunarlega fyrirvara sem gerður er við samþykkt pakkans, þ.e. að engin grunnvirki yfir landamæri eru nú fyrir hendi á Íslandi sem gera mögulegt að flytja raforku á milli Íslands og orkumarkaðar ESB. Það verði auk þess ekki reist eða áætluð „nema að undangenginni endurskoðun á lagagrundvelli reglugerðarinnar og komi ákvæði hennar sem varða tengingar yfir landamæri ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni,“ eins og það er orðað í greinargerðinni, en ætla má að þar sé vísað til lagningu raforkustrengs sem Alþingi þyrfti þá að samþykkja.Sæstrengur Sigmundar Reglulega hefur verið rætt um að strengja sæstreng á milli Íslands og Bretlands á undanförnum árum og áratugum, eins og getið er í greinargerðinni. Þar er vísað til skýrslna sem starfshópur stjórnvalda skilaði árið 2016 þar sem ýmsir þættir þess voru skoðaðir. „Hluti af þeirri vinnu var skýrsla í kjölfar könnunarviðræðna milli íslenskra og breskra stjórnvalda um málið en í þær viðræður var farið í kjölfar fundar þáverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, með þáverandi forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, í nóvember 2015,“ segir í greinargerðinni.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, funduðu meðal annars í Alþingishúsinu í október árið 2015.Vísir/VilhelmSigmundur, ásamt öðrum meðlimum Miðflokksins, leiðir hins vegar baráttuna gegn innleiðingu Þriðja orkupakkans í dag. Orkupakkinn er Miðflokknum svo hugleikinn að hann var fyrsta efnislega stefnumálið sem rataði í nýja stjórnmálaalyktun flokksins, sem samþykkt var á vetrarfundi Miðflokksins um helgina. „Flokkurinn samþykkir hvorki afsal á fullveldi Íslendinga yfir orkuauðlindinni né fyrirsjáanlega hækkun á raforkuverði hér á landi,“ segir í ályktuninni. Þar er þó hvergi fjallað um sæstreng, ekki frekar en í kröfunum sem gerðar eru vegna upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn. Aðeins er minnst á tvo íslenska stjórnmálamenn í greinargerðinni, fyrrnefndan Sigmund og Davíð Oddsson, sem nú er ritstjóri Morgunblaðsins. Rétt eins og Sigmundur hefur Davíð lýst efasemdum um Þriðja orkupakkann. „Erfitt væri að ímynda sér að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Icesave,“ skrifaði Davíð meðal annars í Reykjavíkurbréfi síðastliðið haust.Fyrsti orkupakki Davíðs Davíð hafði þó óbeina aðkomu að Þriðja orkupakkanum, eins og rakið er í greinargerðinni. Það gerði Davíð þegar hann fór fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á tíunda áratugnum og fram yfir aldamót. Ríkisstjórn hans samþykkti Fyrsta orkupakkann árið 2003, auk þess sem undirbúningur að Öðrum orkupakkanum hófst á hans vakt. „Samkvæmt innleiðingu fyrsta orkupakkans í raforkulög skyldi vinnsla og sala raforku rekin í markaðskerfi á samkeppnisgrundvelli. Samhliða því voru settar reglur um starfsemi fyrirtækja sem önnuðust flutning og dreifingu raforku í því skyni að stuðla að samkeppni og vernda hagsmuni neytenda. Um leið og lögin tóku gildi tók uppbygging raforkumarkaðar á Íslandi mið af reglum EES-svæðisins og um leið innri markaðs ESB,“ segir til útskýringar í greinargerðinni.Hana má nálgast í heild sinni hér. Neðst í greinargerðinni má jafnframt nálgast 16 fylgiskjöl með helstu gögnum sem vísað er til. Ekki liggur fyrir hvenær Þriðji orkupakkinn verður tekinn til umræðu í þingsal.
Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00 Segir Íslendinga hafa full yfirráð í raforkumálum í orkupakka III Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. 22. mars 2019 20:00 Styrmir spáir hörðum átökum innan Sjálfstæðisflokksins Orkupakki 3 gæti reynst Sjálfstæðisflokknum erfiður. 22. mars 2019 14:28 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00
Segir Íslendinga hafa full yfirráð í raforkumálum í orkupakka III Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. 22. mars 2019 20:00
Styrmir spáir hörðum átökum innan Sjálfstæðisflokksins Orkupakki 3 gæti reynst Sjálfstæðisflokknum erfiður. 22. mars 2019 14:28