Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2019 10:58 Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. AP/Bernat Armangue Yfirvöld Norður-Kóreu segja árásina á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverk. Þau krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað FBI og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Tvær alþjóðlegar handtökuskipanir hafa verið gefnar út vegna málsins.Sjá einnig: Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessiÍ fyrstu yfirlýsingu Norður-Kóreu vegna málsins, sem birt var á vef KCNA, fjölmiðils Norður-Kóreu í gær, segir að um „alvarlega hryðjuverkaárás“ sé að ræða og er því einnig haldið fram að starfsmenn sendiráðsins hafi verið pyntaðir.Þá er haft eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að ríkið búist við því að Spánverjar rannsaki málið, finni sökudólgana og þá sem eiga að halda í strengi þeirra.El País í Madríd hefur heimildir fyrir því að minnst tveir árásarmannanna tengist Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) með einhverjum hætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir þó að árásin komi Bandaríkjunum ekkert við.Rannsakendur hafa beint sjónum sínum að Adrian Hong Chang. Sá maður er 35 ára gamall og rekur uppruna sinn til Norður-Kóreu. Hann býr þó í Bandaríkjunum en er ríkisborgari Mexíkó. Heimildarmenn El País segir hann vara málaliða og verið er að rannsaka hvort hann hafi komið að öðrum aðgerðum gegn Norður-Kóreu. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segja árásina á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverk. Þau krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað FBI og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Tvær alþjóðlegar handtökuskipanir hafa verið gefnar út vegna málsins.Sjá einnig: Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessiÍ fyrstu yfirlýsingu Norður-Kóreu vegna málsins, sem birt var á vef KCNA, fjölmiðils Norður-Kóreu í gær, segir að um „alvarlega hryðjuverkaárás“ sé að ræða og er því einnig haldið fram að starfsmenn sendiráðsins hafi verið pyntaðir.Þá er haft eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að ríkið búist við því að Spánverjar rannsaki málið, finni sökudólgana og þá sem eiga að halda í strengi þeirra.El País í Madríd hefur heimildir fyrir því að minnst tveir árásarmannanna tengist Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) með einhverjum hætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir þó að árásin komi Bandaríkjunum ekkert við.Rannsakendur hafa beint sjónum sínum að Adrian Hong Chang. Sá maður er 35 ára gamall og rekur uppruna sinn til Norður-Kóreu. Hann býr þó í Bandaríkjunum en er ríkisborgari Mexíkó. Heimildarmenn El País segir hann vara málaliða og verið er að rannsaka hvort hann hafi komið að öðrum aðgerðum gegn Norður-Kóreu.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18
Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43
Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39