Talið er að rúmlega þrjátíu manns á Suðurnesjum noti vímuefni í æð og er hópurinn að yngjast samkvæmt þarfagreiningu Rauða krossins á svæðinu. Í haust mun mun skaðaminnkunarverkefni, Fröken Ragnheiður, fara af stað á Suðurnesjum þar sem notendur geta sótt sér hreinar nálar.
Hannes Friðriksson, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum, fagnar nýja verkefninu„Okkur hefur lengi langað til að hafa samsvarandi þjónustu hér á Suðurnesjum og höfum verið að vinna að því í eitt, eitt og hálft ár. Mig minnir að ég hafi nú rætt þetta á hverjum aðalfundi að þetta væri nú óskaverkefni að kæmist á laggirnar,“ segir Hannes Friðriksson, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum. Hann segir að þörfin sé brýn en þarfagreining á svæðinu sýnir þrjátíu og þrjá sem nota vímuefni í æð og að hópurinn sé að yngjast. „Það eru aðilar á svæðinu sem hafa boðið fram bíl og nú er eftirvinnan okkar að nota þann bíl,“ segir Hannes en loks er verkefnið að verða að veruleika á Suðurnesjum.
Stefnt er að því að Fröken Ragnheiður hefji þjónustu í haust.Nú þegar sé hafin vinna við að að þjálfa upp sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum í Reykjavík og er unnið að því að fá fleiri sjálfboðaliða.Enn verið að þróa það hvernig best sé að þjónusta hópinn á Suðurnesjunum.
Útfærsla verkefnissins á Suðurnesjum verður eins og á Akureyri þar sem bílinn er ómerktur.
Hannes segir þetta vera fagnaðarefni.
„Ég held að þetta sé ekkert bara þarft verkefni á Suðurnesjum. Þetta er þannig verkefni að þetta er skaðaminnkandi og hefur hjálpað þeim sem hafa leiðst út í neyslu og því mikiðvægt að þetta sé til staðar,“ segir Hannes Friðriksson, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum.