Starfsnám opnar dyr Sigurður Hannesson skrifar 18. apríl 2019 08:30 Mikil tækifæri bíða þeirra stelpna og stráka sem ljúka starfs- og tækninámi. Atvinnulífið bíður starfskrafta þeirra en þorri þeirra félagsmanna Samtaka iðnaðarins sem vilja bæta við sig starfsfólki leitar að starfsmenntuðu fólki. Námið opnar dyr út í heim en starfsnám er viðurkennt innan Evrópu og veitir því útskrifuðum alþjóðlegt gjaldgengi. Þá er einfalt að fara í frekara nám fyrir þau sem það kjósa og er háskólamenntað fólk með starfsnám að baki mjög eftirsótt á vinnumarkaði. Töfrarnir verða til þar sem handverk og hugvit mætast. Hjá helstu hátæknifyrirtækjum landsins starfar starfs- og tæknimenntað fólk – konur og karlar – og býr til búnað sem seldur er víða um heim. Maðurinn hefur í þúsundir ára unnið með málm og tré, gerir enn og mun áfram gera en störfin hafa sannarlega breyst í áranna rás. Málm- og véltæknigreinar fela í sér vinnu með tölvustýrð verkefni og í hönnunargreinum er sköpunin í fyrirrúmi svo dæmi séu tekin. Möguleikar á starfsnámi eru nær óþrjótandi enda eru um 100 starfsnámsbrautir í boði í framhaldsskólum landsins. Öll ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hlutfallslega hafa mun færri lokið starfsnámi hér á landi en gengur og gerist í nágrannaríkjum. Gjarnan er haft á orði að efla þurfi starfsnám. Staðreyndin er hins vegar sú að starfsnám er heilt yfir gott en okkar eigin viðhorf hafa gert það að verkum að fleirum hefur verið stýrt í bóknám heldur en í starfsnám. Þetta er nú sem betur fer að breytast. Stefna stjórnvalda birtist með skýrum hætti í fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Efst á blaði varðandi framhaldsskólastigið er að fjölga þeim sem ljúka starfs- og tækninámi. Þetta eru mikil tíðindi því bóknámi hefur hingað til verið gert hærra undir höfði en starfsnámi, einhverra hluta vegna. Einhver bestu meðmæli með þessari stefnumörkun stjórnvalda eru mótmæli einstaka skólamanna í bóknámsskólum. Vor starfsnámsins er runnið upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Mikil tækifæri bíða þeirra stelpna og stráka sem ljúka starfs- og tækninámi. Atvinnulífið bíður starfskrafta þeirra en þorri þeirra félagsmanna Samtaka iðnaðarins sem vilja bæta við sig starfsfólki leitar að starfsmenntuðu fólki. Námið opnar dyr út í heim en starfsnám er viðurkennt innan Evrópu og veitir því útskrifuðum alþjóðlegt gjaldgengi. Þá er einfalt að fara í frekara nám fyrir þau sem það kjósa og er háskólamenntað fólk með starfsnám að baki mjög eftirsótt á vinnumarkaði. Töfrarnir verða til þar sem handverk og hugvit mætast. Hjá helstu hátæknifyrirtækjum landsins starfar starfs- og tæknimenntað fólk – konur og karlar – og býr til búnað sem seldur er víða um heim. Maðurinn hefur í þúsundir ára unnið með málm og tré, gerir enn og mun áfram gera en störfin hafa sannarlega breyst í áranna rás. Málm- og véltæknigreinar fela í sér vinnu með tölvustýrð verkefni og í hönnunargreinum er sköpunin í fyrirrúmi svo dæmi séu tekin. Möguleikar á starfsnámi eru nær óþrjótandi enda eru um 100 starfsnámsbrautir í boði í framhaldsskólum landsins. Öll ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hlutfallslega hafa mun færri lokið starfsnámi hér á landi en gengur og gerist í nágrannaríkjum. Gjarnan er haft á orði að efla þurfi starfsnám. Staðreyndin er hins vegar sú að starfsnám er heilt yfir gott en okkar eigin viðhorf hafa gert það að verkum að fleirum hefur verið stýrt í bóknám heldur en í starfsnám. Þetta er nú sem betur fer að breytast. Stefna stjórnvalda birtist með skýrum hætti í fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Efst á blaði varðandi framhaldsskólastigið er að fjölga þeim sem ljúka starfs- og tækninámi. Þetta eru mikil tíðindi því bóknámi hefur hingað til verið gert hærra undir höfði en starfsnámi, einhverra hluta vegna. Einhver bestu meðmæli með þessari stefnumörkun stjórnvalda eru mótmæli einstaka skólamanna í bóknámsskólum. Vor starfsnámsins er runnið upp.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar