Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2019 19:15 Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. Strangar reglur gilda um innflutning hunda og katta til Íslands en þeir þurfa að dvelja í einangrun í fjórar vikur eftir að þeir koma til landsins. Hundaræktunarfélag Íslands fékk fyrrum yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans eru skýrar. „Það er lítil sem engin áhætta fólgin í innfluttningi hunda frá Norður-Evrópu til Íslands. Það eru markverðar niðurstöður og reisir stoðum undir gagnrýni sem við höfum haft um núverandi regluverk,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktunarfélags Íslands. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra heldur utan um málaflokkinn og fékk hann áhættumatið í hendur. „Við sendum áhættumatið til Matvælastofnunar til yfirferðar og umsagnar hún er ekki komin til ráðuneytisins ennþá. Ég geri ráð fyrir því að við munum funda með MAST og jafnvel Hundaræktunarfélagi Íslands einhvern tíma fljótlega uppúr páskum,“ segir Kristján. Spurður hvort hann geti svarað hvort að regluverki um sóttkví gæludýra verði breytt svarar Kristján: „Áður en maður svarar ef spurningum þá skulum sjá að hvaða niðurstöðu okkar sérfræðingar komast en þeir sem hafa séð skjalið á netinu sjá að þarna er ansi flókinn og tyrfinn texti. Það er einboðið í mínum huga alla vega að bíða og sjá að hvaða umsögn frá okkar færasta fólki verður varðandi hin ýmsu álitaefni sem upp kunna að koma“ segir hann. Herdís hefur lausn á málinu á reiðum höndum varðandi innflutning á dýrum frá Norður-Evrópu. „Hvers vegna ekki að taka upp gæludýravegabréf og bólusetningar eins og önnur lönd í Norður-Evrópu gera?“ segir Herdís að lokum.Uppfært 22:50 Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, segir að engin afstaða til lengdar einangrunarvistar eða núverandi reglna sé tekin í áhættumatinu í ábendingu vegna fréttar Stöðvar 2 í kvöld. Skýrsluhöfundurinn komist að þeirri niðurstöðu að minni áhætta fylgi innflutningi hjálparhunda en annarra hunda. Hann taki hins vegar ekki afstöðu til þess hvort hægt sé að stytta sóttkví fyrir aðra hunda og ketti né heldur til hvaða mótvægisaðgerða þyrfti að grípa til að lágmarka áhættuna á smiti. Matvælastofunun vinni að því að svara atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hafi óskað eftir mati á því hvort að mögulegt sé að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda og almennt fyrir hunda og eftir atvikum ketti. Matið gæti legið fyrir undir lok maímánaðar. Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda. Strangar reglur gilda um innflutning hunda og katta til Íslands en þeir þurfa að dvelja í einangrun í fjórar vikur eftir að þeir koma til landsins. Hundaræktunarfélag Íslands fékk fyrrum yfirdýralækni Danmerkur til að gera áhættumat um innflutninginn og niðurstöður hans eru skýrar. „Það er lítil sem engin áhætta fólgin í innfluttningi hunda frá Norður-Evrópu til Íslands. Það eru markverðar niðurstöður og reisir stoðum undir gagnrýni sem við höfum haft um núverandi regluverk,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktunarfélags Íslands. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra heldur utan um málaflokkinn og fékk hann áhættumatið í hendur. „Við sendum áhættumatið til Matvælastofnunar til yfirferðar og umsagnar hún er ekki komin til ráðuneytisins ennþá. Ég geri ráð fyrir því að við munum funda með MAST og jafnvel Hundaræktunarfélagi Íslands einhvern tíma fljótlega uppúr páskum,“ segir Kristján. Spurður hvort hann geti svarað hvort að regluverki um sóttkví gæludýra verði breytt svarar Kristján: „Áður en maður svarar ef spurningum þá skulum sjá að hvaða niðurstöðu okkar sérfræðingar komast en þeir sem hafa séð skjalið á netinu sjá að þarna er ansi flókinn og tyrfinn texti. Það er einboðið í mínum huga alla vega að bíða og sjá að hvaða umsögn frá okkar færasta fólki verður varðandi hin ýmsu álitaefni sem upp kunna að koma“ segir hann. Herdís hefur lausn á málinu á reiðum höndum varðandi innflutning á dýrum frá Norður-Evrópu. „Hvers vegna ekki að taka upp gæludýravegabréf og bólusetningar eins og önnur lönd í Norður-Evrópu gera?“ segir Herdís að lokum.Uppfært 22:50 Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, segir að engin afstaða til lengdar einangrunarvistar eða núverandi reglna sé tekin í áhættumatinu í ábendingu vegna fréttar Stöðvar 2 í kvöld. Skýrsluhöfundurinn komist að þeirri niðurstöðu að minni áhætta fylgi innflutningi hjálparhunda en annarra hunda. Hann taki hins vegar ekki afstöðu til þess hvort hægt sé að stytta sóttkví fyrir aðra hunda og ketti né heldur til hvaða mótvægisaðgerða þyrfti að grípa til að lágmarka áhættuna á smiti. Matvælastofunun vinni að því að svara atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem hafi óskað eftir mati á því hvort að mögulegt sé að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda og almennt fyrir hunda og eftir atvikum ketti. Matið gæti legið fyrir undir lok maímánaðar.
Dýr Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Fullt tilefni til að endurskoða reglur "Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun.“ 17. apríl 2019 08:00