United ætlar að taka hart á rasisma gegn Young á Twitter Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:00 Ashley Young bætist í hóp þeirra leikmanna sem hafa orðið fyrir kynþáttaníði í vetur vísir/getty Ashley Young varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir tap Manchester United og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Manchester United ætlar að bregðast hart við málinu á meðan Kick It Out samtökin spurðu Twitter hvenær samfélagsmiðlaforritið ætlaði að taka á kynþáttaníði. Young bar fyrirliðabandið í liði Manchester United sem tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Spáni í gærkvöld og féll þar með úr Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir samanlagt 4-0 tap í einvíginu. Eftir leikinn tók fólk til Twitter til þess að tjá sínar skoðanir eins og gerist en á meðal þeirra voru nokkrir, að því virtust stuðningsmenn Manchester United, sem gerðu sig seka um kynþáttaníð í garð leikmannsins. Manchester United ætlar að bregðast eins hart við og félagið getur, eftir því sem fram kemur í frétt BBC, og hefur félagið hafist handa við að komast að því hverjir það voru sem níddust á Young. Bresku samtökin Kick It Out, sem hafa það að takmarki að berjast gegn mismunun og hafa beitt sér sérstaklega í baráttunni gegn kynþáttaníði, beindu spjótum sínum að Twitter. „Enn einn svarti leikmaðurinn, að þessu sinni Ashley Young, þurfti að þola kynþáttaníð á samfélagsmiðlum. Við spyrjum Twitter aftur að því sama og við höfum gert áður, hvenær ætlið þið að taka alvarlega á þeirri svakalegu mismunun sem á sér stað á ykkar miðli?“ sagði í tilkynningu frá samtökunum. BBC leitaðist eftir viðbrögðum frá Twitter og sagði talsmaður miðilsins að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál en reglur forritsins bönnuðu alla þá hegðun sem er ógnandi eða niðrandi og það sé tekið á þeim tilfellum sem brjóta þær reglur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Ashley Young varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir tap Manchester United og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Manchester United ætlar að bregðast hart við málinu á meðan Kick It Out samtökin spurðu Twitter hvenær samfélagsmiðlaforritið ætlaði að taka á kynþáttaníði. Young bar fyrirliðabandið í liði Manchester United sem tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Spáni í gærkvöld og féll þar með úr Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir samanlagt 4-0 tap í einvíginu. Eftir leikinn tók fólk til Twitter til þess að tjá sínar skoðanir eins og gerist en á meðal þeirra voru nokkrir, að því virtust stuðningsmenn Manchester United, sem gerðu sig seka um kynþáttaníð í garð leikmannsins. Manchester United ætlar að bregðast eins hart við og félagið getur, eftir því sem fram kemur í frétt BBC, og hefur félagið hafist handa við að komast að því hverjir það voru sem níddust á Young. Bresku samtökin Kick It Out, sem hafa það að takmarki að berjast gegn mismunun og hafa beitt sér sérstaklega í baráttunni gegn kynþáttaníði, beindu spjótum sínum að Twitter. „Enn einn svarti leikmaðurinn, að þessu sinni Ashley Young, þurfti að þola kynþáttaníð á samfélagsmiðlum. Við spyrjum Twitter aftur að því sama og við höfum gert áður, hvenær ætlið þið að taka alvarlega á þeirri svakalegu mismunun sem á sér stað á ykkar miðli?“ sagði í tilkynningu frá samtökunum. BBC leitaðist eftir viðbrögðum frá Twitter og sagði talsmaður miðilsins að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál en reglur forritsins bönnuðu alla þá hegðun sem er ógnandi eða niðrandi og það sé tekið á þeim tilfellum sem brjóta þær reglur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30
Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00
Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00