Hefur VG gefist upp? Víðir Hólm Guðbjartsson og Hilmar Einarsson og Pétur Arason skrifa 17. apríl 2019 11:45 Um þessar mundir eru liðnir rúmlega tíu mánuðir frá því að laxeldisfyritækið Arnarlax hóf að brjóta skilyrði starfsleyfis fyrir eldisstarfsemi sína við Hringsdal í Arnarfirði. Brotið snýr að lágmarkshvíldartíma kvíasvæðisins sem skal samkvæmt starfsleyfi vera að lágmarki sex til áttta mánuðir. Arnarlax kaus hins vegar að brjóta þetta ákvæði með því að setja út seiði aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á svæðinu. Í því sambandi er rétt að minna á að sex til átta mánaða lágmarkshvíldartíminn er tilgreindur í umhverfismatsskýrslu sem unnin var af ráðgjöfum Arnarlax, með öðrum að tillögu eldisfyrirtækisins sjálfs.Umhverfisráðuneytið segir pass Tilgangur hvíldartíma, eftir hverja 23 til 25 mánaða eldislotu er annars vegar að hvíla nálægan botn fyrir úrgangsmengum svo sem saur, fóðurleyfum, dauðum eldisfiski og eftir atvikum skordýraeitri og lyfjum sem notað hefur verið gegn laxalús á eldistímanum, og hins vegar til að leitast við að hreinsa svæðið af laxalús. Landeigendur og hagsmunaaðilar í nágrenni við kvíasvæðið tilkynntu starfsleyfisbrotið til Umhverfisstofnunar (UST) í lok júni 2018 og í framhaldinu boðaði stofnunin að sjókvíaeldisfyrirtækið yrði áminnt. Í lok júlí barst landeigendum hins vegar það svar UST að Arnarlax hefði sent undanþágubeiðni til Umhverfisráðuneytisins þar sem óskað var eftir áframhaldandi heimild til starfsleyfisbrotsins. Þar með gæti UST ekki sinnt lögbundinn skyldu sinni til að stöðva starfsemina. Síðan hefur málið verið strand í ráðuneytinu. Fyrir liggur að UST leggst gegn undanþágu. Einu svör Umhverfisráðuneytisins vegna málsins eru að benda kærendum á að þeir geti kært aðgerðaleysi UST og Umhverfisráðuneytisins til Úrskurðarnefnar auðlinda- og umhverfismála. Í þessu ferli öllu skýtur mjög skökku við að brotin þrífast í skjóli aðgerðaleysis ráðuneytis sem er undir stjórn VG.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Ábyrgð VG Í næsta nágrenni við kvíasvæðið er eitt af stærri æðarvörpum Vestfjarða og þrjár litlar ár sem hýsa náttúrulega lax- og sjóbirtingsstofna. Nú þegar er búið að eitra tvisvar á svæðinu með lúsaeitri sem er hellt beint í sjóinn í kvíunum en eitrið leysir upp skel laxalúsa og annarra skeldýra með ófyrirséðum afleiðingum fyrir nálægt lífríki, samanber fæðu æðarfugla og annarra sjófugla. Að óbreyttu er von á enn meiri eiturefnanotkun þar sem laxalús hefur verið árlega yfir viðmiðunarmörkum á eldissvæðinu. Skeytingarleysi Umhverfisráðuneytisins í þessu máli er í hróplegri andstöðu við yfirlýst stefnumál VG eins og þau eru til dæmis sett fram á heimasíðu flokksins: „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Náttúran á að njóta vafans.“ „Koma þarf í veg fyrir innflutning og dreifingu á framandi ágengum tegundum og vakta útbreiðslu þeirra.“ „Styrkja þarf löggjöf um vernd og friðun villtra dýra.“ Á heimasíðu VG er einnig að finna eftirfarandi stöðugreiningu: „Vistkerfi jarðar stendur ógn af markaðshagkerfinu. Gróðasjónarmið hafa ráðið för í umgengni við náttúruna.“ Svo virðist sem VG hafi gefist upp á sinni upphaflegu vegferð.Víðir Hólm Guðbjartsson, sauðfjár- og æðarbóndi, Grænuhlíð í BakkadalHilmar Einarsson, landeigandi, HringsdalPétur Arason, landeigandi, Hóli í Bakkadal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru liðnir rúmlega tíu mánuðir frá því að laxeldisfyritækið Arnarlax hóf að brjóta skilyrði starfsleyfis fyrir eldisstarfsemi sína við Hringsdal í Arnarfirði. Brotið snýr að lágmarkshvíldartíma kvíasvæðisins sem skal samkvæmt starfsleyfi vera að lágmarki sex til áttta mánuðir. Arnarlax kaus hins vegar að brjóta þetta ákvæði með því að setja út seiði aðeins þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á svæðinu. Í því sambandi er rétt að minna á að sex til átta mánaða lágmarkshvíldartíminn er tilgreindur í umhverfismatsskýrslu sem unnin var af ráðgjöfum Arnarlax, með öðrum að tillögu eldisfyrirtækisins sjálfs.Umhverfisráðuneytið segir pass Tilgangur hvíldartíma, eftir hverja 23 til 25 mánaða eldislotu er annars vegar að hvíla nálægan botn fyrir úrgangsmengum svo sem saur, fóðurleyfum, dauðum eldisfiski og eftir atvikum skordýraeitri og lyfjum sem notað hefur verið gegn laxalús á eldistímanum, og hins vegar til að leitast við að hreinsa svæðið af laxalús. Landeigendur og hagsmunaaðilar í nágrenni við kvíasvæðið tilkynntu starfsleyfisbrotið til Umhverfisstofnunar (UST) í lok júni 2018 og í framhaldinu boðaði stofnunin að sjókvíaeldisfyrirtækið yrði áminnt. Í lok júlí barst landeigendum hins vegar það svar UST að Arnarlax hefði sent undanþágubeiðni til Umhverfisráðuneytisins þar sem óskað var eftir áframhaldandi heimild til starfsleyfisbrotsins. Þar með gæti UST ekki sinnt lögbundinn skyldu sinni til að stöðva starfsemina. Síðan hefur málið verið strand í ráðuneytinu. Fyrir liggur að UST leggst gegn undanþágu. Einu svör Umhverfisráðuneytisins vegna málsins eru að benda kærendum á að þeir geti kært aðgerðaleysi UST og Umhverfisráðuneytisins til Úrskurðarnefnar auðlinda- og umhverfismála. Í þessu ferli öllu skýtur mjög skökku við að brotin þrífast í skjóli aðgerðaleysis ráðuneytis sem er undir stjórn VG.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Ábyrgð VG Í næsta nágrenni við kvíasvæðið er eitt af stærri æðarvörpum Vestfjarða og þrjár litlar ár sem hýsa náttúrulega lax- og sjóbirtingsstofna. Nú þegar er búið að eitra tvisvar á svæðinu með lúsaeitri sem er hellt beint í sjóinn í kvíunum en eitrið leysir upp skel laxalúsa og annarra skeldýra með ófyrirséðum afleiðingum fyrir nálægt lífríki, samanber fæðu æðarfugla og annarra sjófugla. Að óbreyttu er von á enn meiri eiturefnanotkun þar sem laxalús hefur verið árlega yfir viðmiðunarmörkum á eldissvæðinu. Skeytingarleysi Umhverfisráðuneytisins í þessu máli er í hróplegri andstöðu við yfirlýst stefnumál VG eins og þau eru til dæmis sett fram á heimasíðu flokksins: „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Náttúran á að njóta vafans.“ „Koma þarf í veg fyrir innflutning og dreifingu á framandi ágengum tegundum og vakta útbreiðslu þeirra.“ „Styrkja þarf löggjöf um vernd og friðun villtra dýra.“ Á heimasíðu VG er einnig að finna eftirfarandi stöðugreiningu: „Vistkerfi jarðar stendur ógn af markaðshagkerfinu. Gróðasjónarmið hafa ráðið för í umgengni við náttúruna.“ Svo virðist sem VG hafi gefist upp á sinni upphaflegu vegferð.Víðir Hólm Guðbjartsson, sauðfjár- og æðarbóndi, Grænuhlíð í BakkadalHilmar Einarsson, landeigandi, HringsdalPétur Arason, landeigandi, Hóli í Bakkadal
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar