Sunna keppir um heimsmeistaratitil Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:30 Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir mynd/sóllilja baltasarsdóttir Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Sunna Tsunami, getur tryggt sér heimsmeistarabeltið í strávigt í byrjun maí þegar hún tekur þátt í Phoenix Rising bardagakvöldinu. Bardagakvöldið er haldið af Invicta bardagasambandinu en er í samstarfi við UFC. Þar mætast átta bardagakonur í útsláttarkeppni sem endar á því að ein stendur uppi sem sigurvegari og fær heimsmeistarabeltið. Það er stutt síðan því var bætt við kvöldið að sigurvegarinn fengi strávigtarbeltið og yrði heimsmeistari sambandsins með sigri á mótinu. „Hjartað tók kipp því ég sé fyrir mér að draumur minn sé í þann mund að rætast,“ sagði Sunna í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. „Allt sem á undan hefur gengið er alveg eins og það átti að vera og gerast.“ „Ég var staðráðin í því að gerast atvinnukona og berjast fyrir Invicta og einn daginn eignast þetta belti. Núna er ég að fá tækifærið sem ég hef beðið eftir.“ Fyrsti andstæðingur Sunnu á kvöldinu verður Kailin Curran. Hún er að færa sig til Invicta frá UFC þar sem hún átti misjöfnu gengi að fagna. „Curran er verðugur fyrsti andstæðingur og ég hlakka til að mæta henni. Annars skiptir það mig engu máli hverri þeirra ég bæti fyrst. Þær eru allar góðar og ég þarf að geta sigrað hverja einustu þeirra til þess að eiga beltið skilið.“ Bardagakvöldið fer fram 3. maí næst komandi og verður það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Sunna: Ég er fædd bardagakona Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi. 4. mars 2019 14:45 Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Sunna Tsunami, getur tryggt sér heimsmeistarabeltið í strávigt í byrjun maí þegar hún tekur þátt í Phoenix Rising bardagakvöldinu. Bardagakvöldið er haldið af Invicta bardagasambandinu en er í samstarfi við UFC. Þar mætast átta bardagakonur í útsláttarkeppni sem endar á því að ein stendur uppi sem sigurvegari og fær heimsmeistarabeltið. Það er stutt síðan því var bætt við kvöldið að sigurvegarinn fengi strávigtarbeltið og yrði heimsmeistari sambandsins með sigri á mótinu. „Hjartað tók kipp því ég sé fyrir mér að draumur minn sé í þann mund að rætast,“ sagði Sunna í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. „Allt sem á undan hefur gengið er alveg eins og það átti að vera og gerast.“ „Ég var staðráðin í því að gerast atvinnukona og berjast fyrir Invicta og einn daginn eignast þetta belti. Núna er ég að fá tækifærið sem ég hef beðið eftir.“ Fyrsti andstæðingur Sunnu á kvöldinu verður Kailin Curran. Hún er að færa sig til Invicta frá UFC þar sem hún átti misjöfnu gengi að fagna. „Curran er verðugur fyrsti andstæðingur og ég hlakka til að mæta henni. Annars skiptir það mig engu máli hverri þeirra ég bæti fyrst. Þær eru allar góðar og ég þarf að geta sigrað hverja einustu þeirra til þess að eiga beltið skilið.“ Bardagakvöldið fer fram 3. maí næst komandi og verður það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Sunna: Ég er fædd bardagakona Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi. 4. mars 2019 14:45 Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Sunna: Ég er fædd bardagakona Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi. 4. mars 2019 14:45
Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41