Sunna keppir um heimsmeistaratitil Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:30 Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir mynd/sóllilja baltasarsdóttir Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Sunna Tsunami, getur tryggt sér heimsmeistarabeltið í strávigt í byrjun maí þegar hún tekur þátt í Phoenix Rising bardagakvöldinu. Bardagakvöldið er haldið af Invicta bardagasambandinu en er í samstarfi við UFC. Þar mætast átta bardagakonur í útsláttarkeppni sem endar á því að ein stendur uppi sem sigurvegari og fær heimsmeistarabeltið. Það er stutt síðan því var bætt við kvöldið að sigurvegarinn fengi strávigtarbeltið og yrði heimsmeistari sambandsins með sigri á mótinu. „Hjartað tók kipp því ég sé fyrir mér að draumur minn sé í þann mund að rætast,“ sagði Sunna í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. „Allt sem á undan hefur gengið er alveg eins og það átti að vera og gerast.“ „Ég var staðráðin í því að gerast atvinnukona og berjast fyrir Invicta og einn daginn eignast þetta belti. Núna er ég að fá tækifærið sem ég hef beðið eftir.“ Fyrsti andstæðingur Sunnu á kvöldinu verður Kailin Curran. Hún er að færa sig til Invicta frá UFC þar sem hún átti misjöfnu gengi að fagna. „Curran er verðugur fyrsti andstæðingur og ég hlakka til að mæta henni. Annars skiptir það mig engu máli hverri þeirra ég bæti fyrst. Þær eru allar góðar og ég þarf að geta sigrað hverja einustu þeirra til þess að eiga beltið skilið.“ Bardagakvöldið fer fram 3. maí næst komandi og verður það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Sunna: Ég er fædd bardagakona Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi. 4. mars 2019 14:45 Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Sunna Tsunami, getur tryggt sér heimsmeistarabeltið í strávigt í byrjun maí þegar hún tekur þátt í Phoenix Rising bardagakvöldinu. Bardagakvöldið er haldið af Invicta bardagasambandinu en er í samstarfi við UFC. Þar mætast átta bardagakonur í útsláttarkeppni sem endar á því að ein stendur uppi sem sigurvegari og fær heimsmeistarabeltið. Það er stutt síðan því var bætt við kvöldið að sigurvegarinn fengi strávigtarbeltið og yrði heimsmeistari sambandsins með sigri á mótinu. „Hjartað tók kipp því ég sé fyrir mér að draumur minn sé í þann mund að rætast,“ sagði Sunna í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. „Allt sem á undan hefur gengið er alveg eins og það átti að vera og gerast.“ „Ég var staðráðin í því að gerast atvinnukona og berjast fyrir Invicta og einn daginn eignast þetta belti. Núna er ég að fá tækifærið sem ég hef beðið eftir.“ Fyrsti andstæðingur Sunnu á kvöldinu verður Kailin Curran. Hún er að færa sig til Invicta frá UFC þar sem hún átti misjöfnu gengi að fagna. „Curran er verðugur fyrsti andstæðingur og ég hlakka til að mæta henni. Annars skiptir það mig engu máli hverri þeirra ég bæti fyrst. Þær eru allar góðar og ég þarf að geta sigrað hverja einustu þeirra til þess að eiga beltið skilið.“ Bardagakvöldið fer fram 3. maí næst komandi og verður það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Sunna: Ég er fædd bardagakona Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi. 4. mars 2019 14:45 Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Sunna: Ég er fædd bardagakona Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi. 4. mars 2019 14:45
Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41