Á ekki von á átökum í nefndinni um þriðja orkupakkann Ari Brynjólfsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Fréttablaðið/Stefán „Ég geng út frá því að nefndin muni nálgast málið með þeim hætti sem almenningur gerir kröfu til, við fáum gesti og sérfræðinga til að fara yfir málið þannig að flestir fái heildarsýn að nefndarstörfum loknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Fyrri umræðu um þriðja orkupakkann lauk í síðustu viku og er nú á borði nefndarinnar. Óskað er eftir umsögnum frá 127 aðilum, sem er talsvert meira en við aðrar þingsályktunartillögur. Áslaug Arna gerir ráð fyrir að málinu verði lokið á nokkrum vikum. Það er ljóst að um er að ræða mikið hitamál og hafa andstæðingar þriðja orkupakkans meðal annars sagt það stærra en IceSavemálið. Það mál leiddi til mikilla deilna innan fjárlaganefndar á sínum tíma. Áslaug Arna á þó ekki von á miklum átökum innan nefndarinnar. „Mikið af umræðu sem hefur skapast byggist á ýmsum misskilningi sem mikilvægt er að fá á hreint inni í nefndinni.“ Logi Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir ríkisstjórnina hafa mætt óundirbúna til leiks. Hann á ekki von á því að átök verði í nefndinni. Ljóst sé að Miðflokkurinn, ásamt hópnum Orkan okkar, ætli að gera mikið mál úr þriðja orkupakkanum. „Við erum búin að fá álit færustu sérfræðinga á þessu, þannig að í mínum huga snýst upphlaupið um eitthvað allt annað. Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur, en hér er eitthvað allt annað, ég hef miklu meiri trú á því að málflutningur Miðflokksins snúi að EES-samningnum sjálfum,“ segir Logi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðni segir unga fólkið flykkjast í hópinn Mikill hugur í talsmönnum Orkunnar okkar sem segja þriðja orkupakkann stærsta mál Íslandssögunnar. 16. apríl 2019 15:00 Segir þörf á viðræðum um hvað býðst með sæstreng Þriðji orkupakkinn liðkar ekki fyrir lagningu sæstrengs milli Íslands og Evrópu, að mati sérfræðings um orkumál, sem telur mikilvægt að horfa til þess að arður þjóðarinnar af orkuauðlindinni aukist. 10. apríl 2019 22:30 Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. 16. apríl 2019 13:15 Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB. 10. apríl 2019 08:45 Orkupakkinn í samræmi við stjórnarskrá Þetta segja þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur, í bréfi sem þeir sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. 10. apríl 2019 19:06 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
„Ég geng út frá því að nefndin muni nálgast málið með þeim hætti sem almenningur gerir kröfu til, við fáum gesti og sérfræðinga til að fara yfir málið þannig að flestir fái heildarsýn að nefndarstörfum loknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Fyrri umræðu um þriðja orkupakkann lauk í síðustu viku og er nú á borði nefndarinnar. Óskað er eftir umsögnum frá 127 aðilum, sem er talsvert meira en við aðrar þingsályktunartillögur. Áslaug Arna gerir ráð fyrir að málinu verði lokið á nokkrum vikum. Það er ljóst að um er að ræða mikið hitamál og hafa andstæðingar þriðja orkupakkans meðal annars sagt það stærra en IceSavemálið. Það mál leiddi til mikilla deilna innan fjárlaganefndar á sínum tíma. Áslaug Arna á þó ekki von á miklum átökum innan nefndarinnar. „Mikið af umræðu sem hefur skapast byggist á ýmsum misskilningi sem mikilvægt er að fá á hreint inni í nefndinni.“ Logi Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir ríkisstjórnina hafa mætt óundirbúna til leiks. Hann á ekki von á því að átök verði í nefndinni. Ljóst sé að Miðflokkurinn, ásamt hópnum Orkan okkar, ætli að gera mikið mál úr þriðja orkupakkanum. „Við erum búin að fá álit færustu sérfræðinga á þessu, þannig að í mínum huga snýst upphlaupið um eitthvað allt annað. Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur, en hér er eitthvað allt annað, ég hef miklu meiri trú á því að málflutningur Miðflokksins snúi að EES-samningnum sjálfum,“ segir Logi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðni segir unga fólkið flykkjast í hópinn Mikill hugur í talsmönnum Orkunnar okkar sem segja þriðja orkupakkann stærsta mál Íslandssögunnar. 16. apríl 2019 15:00 Segir þörf á viðræðum um hvað býðst með sæstreng Þriðji orkupakkinn liðkar ekki fyrir lagningu sæstrengs milli Íslands og Evrópu, að mati sérfræðings um orkumál, sem telur mikilvægt að horfa til þess að arður þjóðarinnar af orkuauðlindinni aukist. 10. apríl 2019 22:30 Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. 16. apríl 2019 13:15 Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB. 10. apríl 2019 08:45 Orkupakkinn í samræmi við stjórnarskrá Þetta segja þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur, í bréfi sem þeir sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. 10. apríl 2019 19:06 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
Guðni segir unga fólkið flykkjast í hópinn Mikill hugur í talsmönnum Orkunnar okkar sem segja þriðja orkupakkann stærsta mál Íslandssögunnar. 16. apríl 2019 15:00
Segir þörf á viðræðum um hvað býðst með sæstreng Þriðji orkupakkinn liðkar ekki fyrir lagningu sæstrengs milli Íslands og Evrópu, að mati sérfræðings um orkumál, sem telur mikilvægt að horfa til þess að arður þjóðarinnar af orkuauðlindinni aukist. 10. apríl 2019 22:30
Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. 16. apríl 2019 13:15
Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB. 10. apríl 2019 08:45
Orkupakkinn í samræmi við stjórnarskrá Þetta segja þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur, í bréfi sem þeir sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag. 10. apríl 2019 19:06
Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00