Fullt tilefni til að endurskoða reglur Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 HRFÍ vill breytingar á reglum um einangrun gæludýra. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ), um nýja skýrslu um áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í byrjun vikunnar en það var Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur, sem vann áhættumatið. Þar segir meðal annars að skynsamlegt væri að endurskoða reglur á Íslandi með hliðsjón af reglum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það séu einangruð lönd líkt og Ísland þar sem gildi strangar reglur um innflutning gæludýra. Þar er gerð krafa um tíu daga einangrun en hérlendis er tíminn fjórar vikur. Herdís bendir á að í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sé gerður greinarmunur á því hvaðan dýrin séu að koma. Þannig væri hægt að hafa reglurnar hér slakari við innflutning frá svæðum eins og Norður-Evrópu þar sem ekki sé talin mikil hætta á smiti. „Það var líka boðað að nú yrðu hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu og við ætlumst til þess að sú yfirlýsing standi og þetta loforð sé efnt.“ HRFÍ sendi atvinnuvegaráðuneytinu bréf í gær þar sem ósk um samráð er ítrekuð. Þar er einnig tekið undir það sjónarmið sem fram kemur í skýrslu Willeberg, að víðtækt samráð við hagsmunaaðila í tengslum við reglur sem miða að því að takmarka áhættu við innflutning á dýrum muni leiða til betra og skilvirkara regluverks. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ), um nýja skýrslu um áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í byrjun vikunnar en það var Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur, sem vann áhættumatið. Þar segir meðal annars að skynsamlegt væri að endurskoða reglur á Íslandi með hliðsjón af reglum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það séu einangruð lönd líkt og Ísland þar sem gildi strangar reglur um innflutning gæludýra. Þar er gerð krafa um tíu daga einangrun en hérlendis er tíminn fjórar vikur. Herdís bendir á að í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sé gerður greinarmunur á því hvaðan dýrin séu að koma. Þannig væri hægt að hafa reglurnar hér slakari við innflutning frá svæðum eins og Norður-Evrópu þar sem ekki sé talin mikil hætta á smiti. „Það var líka boðað að nú yrðu hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu og við ætlumst til þess að sú yfirlýsing standi og þetta loforð sé efnt.“ HRFÍ sendi atvinnuvegaráðuneytinu bréf í gær þar sem ósk um samráð er ítrekuð. Þar er einnig tekið undir það sjónarmið sem fram kemur í skýrslu Willeberg, að víðtækt samráð við hagsmunaaðila í tengslum við reglur sem miða að því að takmarka áhættu við innflutning á dýrum muni leiða til betra og skilvirkara regluverks.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira