Virk samkeppni er kjaramál Valur Þráinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Á liðnum vikum og mánuðum hefur umræðan á Íslandi að töluverðu leyti snúið að því hversu mikið svigrúm sé til launahækkana. Samtök atvinnulífsins og nokkur stéttarfélög, m.a. VR og Efling, hafa komist að samkomulagi sem kveður m.a. á um 17 þúsund króna hækkun á kauptaxta og föstum mánaðarlaunum fyrir dagvinnu frá og með 1. apríl sl. Markmið verkalýðsfélaga er m.a. að efla og styðja hag sinna félagsmanna með því að semja um kaup og kjör. Í tengslum við kjarasamningana hefur hins vegar minna verið fjallað um það hvernig virk samkeppni getur bætt hag launafólks. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má ætla að einstæðir foreldrar hafi verið með að meðaltali 581 þúsund krónur í heildarlaun í desember 2018. Hækkun launa um 17 þúsund krónur á mánuði ætti því að skila einstaklingum í þessum hópi tæplega 10 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna. Í sama mánuði námu mánaðarleg útgjöld einstæðra foreldra til matar og drykkjar að meðaltali um 56 þúsund krónum, eða um 14% af ráðstöfunartekjum. Af því má ráða að verðlag á mat og drykkjarvöru hafi umtalsverð áhrif á hag launafólks og að hversu miklu leyti umsamdar launahækkanir skili sér í veski þess.Stuðlar að auknum kaupmætti Þekkt er að virk samkeppni stuðlar að lægra verði, betri gæðum auk meira vöruúrvals og nýsköpunar á mörkuðum. Samkeppnishindranir hafa þveröfug áhrif og skaða þar með neytendur. Fræðimenn og samkeppnisyfirvöld víða um heim, auk ýmissa alþjóðastofnana, hafa rannsakað ítarlega áhrif samkeppnishindrana, meðal annars áhrif samráðs og samkeppnishamlandi regluverks á verðlag. Rannsókn sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2009, og byggði á samantekt rannsókna á áhrifum verðsamráðs, leiddi meðal annars í ljós að verðhækkanir vegna samráðs voru á bilinu 10-40% í 7 af hverjum 10 tilvikum og námu að meðaltali um 20%. Það að halda mörkuðum opnum fyrir samkeppni getur einnig haft umtalsverð áhrif. Verð á áströlskum fjarskiptamarkaði lækkaði til að mynda um 17-30% á árabilinu 1996 til 2003, á sama tíma og stjórnvöld réðust þar í aðgerðir til þess að auka samkeppni. Hér á landi lækkaði verð á flugi um allt að 50% með aukinni samkeppni frá fyrst Iceland Express og síðar WOW air.Samkeppnishindranir og kjarabætur Séu skaðleg áhrif samráðs borin saman við þann kjarasamning sem nýlega var undirritaður má sjá að 20% hækkun á matar- og drykkjarútgjöldum einstæðra foreldra myndi leiða til 11 þúsund króna útgjaldaaukningar en eins og fram hefur komið tryggir kjarasamningurinn um 10 þúsund króna hækkun á ráðstöfunartekjum á fyrsta árinu. Með öðrum orðum myndi skaði þessa hóps vera meiri en vænt kaupmáttaraukning vegna nýgerðra kjarasamninga ef ekki væri tryggt að virk samkeppni ríkti í sölu á mat- og drykkjarvörum. Þessu til viðbótar má ætla að slíkar hækkanir myndu leiða til 2,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Sú hækkun myndi hafa þær afleiðingar að 25 milljón króna verðtryggt lán hækkaði um 750 þúsund krónur og verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hækkuðu um 30 milljarða. Hér eru mat- og drykkjarvörur einungis nefndar sem dæmi en sambærileg áhrif mætti finna á flestum öðrum mikilvægum mörkuðum. Ef nýlega umsamdar launahækkanir eiga að skila sér til launafólks er mikilvægt að virk samkeppni ríki á íslenskum neytendamörkuðum. Tjón neytenda vegna samkeppnishindrana getur verið umtalsvert og því þurfa verkalýðshreyfingin, atvinnulífið, stjórnvöld og samtök neytenda að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja virka samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og íslenskt atvinnulíf.Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Valur Þráinsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum og mánuðum hefur umræðan á Íslandi að töluverðu leyti snúið að því hversu mikið svigrúm sé til launahækkana. Samtök atvinnulífsins og nokkur stéttarfélög, m.a. VR og Efling, hafa komist að samkomulagi sem kveður m.a. á um 17 þúsund króna hækkun á kauptaxta og föstum mánaðarlaunum fyrir dagvinnu frá og með 1. apríl sl. Markmið verkalýðsfélaga er m.a. að efla og styðja hag sinna félagsmanna með því að semja um kaup og kjör. Í tengslum við kjarasamningana hefur hins vegar minna verið fjallað um það hvernig virk samkeppni getur bætt hag launafólks. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má ætla að einstæðir foreldrar hafi verið með að meðaltali 581 þúsund krónur í heildarlaun í desember 2018. Hækkun launa um 17 þúsund krónur á mánuði ætti því að skila einstaklingum í þessum hópi tæplega 10 þúsund króna aukningu ráðstöfunartekna. Í sama mánuði námu mánaðarleg útgjöld einstæðra foreldra til matar og drykkjar að meðaltali um 56 þúsund krónum, eða um 14% af ráðstöfunartekjum. Af því má ráða að verðlag á mat og drykkjarvöru hafi umtalsverð áhrif á hag launafólks og að hversu miklu leyti umsamdar launahækkanir skili sér í veski þess.Stuðlar að auknum kaupmætti Þekkt er að virk samkeppni stuðlar að lægra verði, betri gæðum auk meira vöruúrvals og nýsköpunar á mörkuðum. Samkeppnishindranir hafa þveröfug áhrif og skaða þar með neytendur. Fræðimenn og samkeppnisyfirvöld víða um heim, auk ýmissa alþjóðastofnana, hafa rannsakað ítarlega áhrif samkeppnishindrana, meðal annars áhrif samráðs og samkeppnishamlandi regluverks á verðlag. Rannsókn sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2009, og byggði á samantekt rannsókna á áhrifum verðsamráðs, leiddi meðal annars í ljós að verðhækkanir vegna samráðs voru á bilinu 10-40% í 7 af hverjum 10 tilvikum og námu að meðaltali um 20%. Það að halda mörkuðum opnum fyrir samkeppni getur einnig haft umtalsverð áhrif. Verð á áströlskum fjarskiptamarkaði lækkaði til að mynda um 17-30% á árabilinu 1996 til 2003, á sama tíma og stjórnvöld réðust þar í aðgerðir til þess að auka samkeppni. Hér á landi lækkaði verð á flugi um allt að 50% með aukinni samkeppni frá fyrst Iceland Express og síðar WOW air.Samkeppnishindranir og kjarabætur Séu skaðleg áhrif samráðs borin saman við þann kjarasamning sem nýlega var undirritaður má sjá að 20% hækkun á matar- og drykkjarútgjöldum einstæðra foreldra myndi leiða til 11 þúsund króna útgjaldaaukningar en eins og fram hefur komið tryggir kjarasamningurinn um 10 þúsund króna hækkun á ráðstöfunartekjum á fyrsta árinu. Með öðrum orðum myndi skaði þessa hóps vera meiri en vænt kaupmáttaraukning vegna nýgerðra kjarasamninga ef ekki væri tryggt að virk samkeppni ríkti í sölu á mat- og drykkjarvörum. Þessu til viðbótar má ætla að slíkar hækkanir myndu leiða til 2,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs. Sú hækkun myndi hafa þær afleiðingar að 25 milljón króna verðtryggt lán hækkaði um 750 þúsund krónur og verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hækkuðu um 30 milljarða. Hér eru mat- og drykkjarvörur einungis nefndar sem dæmi en sambærileg áhrif mætti finna á flestum öðrum mikilvægum mörkuðum. Ef nýlega umsamdar launahækkanir eiga að skila sér til launafólks er mikilvægt að virk samkeppni ríki á íslenskum neytendamörkuðum. Tjón neytenda vegna samkeppnishindrana getur verið umtalsvert og því þurfa verkalýðshreyfingin, atvinnulífið, stjórnvöld og samtök neytenda að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja virka samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og íslenskt atvinnulíf.Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar