Íslendingar regluglaðastir OECD þjóða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2019 19:30 Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD-þjóða. Verkefnastjóri hjá OECD segir íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til þess að ofregluvæða og segir fyrirkomulagið íþyngjandi fyrir efnahagslífið. Úttekt efnahags- og framfararstofnunar Evrópu, eða OECD, á eftirlitsreglum aðildarþjóða var kynnt á fundi um eftirlitsmenningu á Íslandi í morgun. Þar kemur fram að Íslendingar búa við flóknasta regluverkið. „Á öllum þessum sviðum, hverju einasta þeirra, að þá er miklu meira af regluverki á Íslandi, en annars staðar í OECD. Þetta er það hagkerfi í OECD þar sem regluverkið er mest," segir Ania Thiemann, verkefnisstjóri samkeppnismats OECD. Hún segir að svo flókið regluverk geti hamlað hagvexti. „Við höfum áþreifanlegar sannanir sem sýna okkur að eftir því sem hagkerfi er bundið af fleiri reglum, þeim mun afkastaminna er það. Við vitum af reynslunni að ef maður dregur úr stjórnunarbyrðinni og ef maður losnar við þunga reglusetningu, þá eykst framleiðni og til langframa eykst hagvöxtur," segir Ania. Stjórnvöld þurfi betur að áhrifunum áður en nýjar reglur séu settar. „Það sem við sjáum á Íslandi er tilhneiging til að setja of margar reglur og setja of marga staðla sem eru kannski ekki nauðsynlegir," segir hún. Verkefnastjóri á samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins telur að auka mætti skilvirkni með samþættingu. „Við erum til dæmis að eiga við tíu heilbrigðisumdæmi á Íslandi og hvert og eitt þeirra er stjórnvald sem fylgir sínum eigin reglum," segir Heiðrún Björk Gísladóttir. „Við höfum allavega lagt til að það verði í rauninni bara eitt heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sem myndi þá jafnvel taka yfir fleiri stofnanir, eins og Fiskistofu, allt matvælaeftirlit og Vinnueftirlitið þess vegna," segir Heiðrún. Efnahagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Íslendingar búa við flóknasta eftirlitsregluverk allra OECD-þjóða. Verkefnastjóri hjá OECD segir íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til þess að ofregluvæða og segir fyrirkomulagið íþyngjandi fyrir efnahagslífið. Úttekt efnahags- og framfararstofnunar Evrópu, eða OECD, á eftirlitsreglum aðildarþjóða var kynnt á fundi um eftirlitsmenningu á Íslandi í morgun. Þar kemur fram að Íslendingar búa við flóknasta regluverkið. „Á öllum þessum sviðum, hverju einasta þeirra, að þá er miklu meira af regluverki á Íslandi, en annars staðar í OECD. Þetta er það hagkerfi í OECD þar sem regluverkið er mest," segir Ania Thiemann, verkefnisstjóri samkeppnismats OECD. Hún segir að svo flókið regluverk geti hamlað hagvexti. „Við höfum áþreifanlegar sannanir sem sýna okkur að eftir því sem hagkerfi er bundið af fleiri reglum, þeim mun afkastaminna er það. Við vitum af reynslunni að ef maður dregur úr stjórnunarbyrðinni og ef maður losnar við þunga reglusetningu, þá eykst framleiðni og til langframa eykst hagvöxtur," segir Ania. Stjórnvöld þurfi betur að áhrifunum áður en nýjar reglur séu settar. „Það sem við sjáum á Íslandi er tilhneiging til að setja of margar reglur og setja of marga staðla sem eru kannski ekki nauðsynlegir," segir hún. Verkefnastjóri á samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins telur að auka mætti skilvirkni með samþættingu. „Við erum til dæmis að eiga við tíu heilbrigðisumdæmi á Íslandi og hvert og eitt þeirra er stjórnvald sem fylgir sínum eigin reglum," segir Heiðrún Björk Gísladóttir. „Við höfum allavega lagt til að það verði í rauninni bara eitt heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sem myndi þá jafnvel taka yfir fleiri stofnanir, eins og Fiskistofu, allt matvælaeftirlit og Vinnueftirlitið þess vegna," segir Heiðrún.
Efnahagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira