Gunnar um olnbogann: „Teygi mig allt of mikið út í hendina á honum“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. apríl 2019 13:00 Edwards veitir Gunnari ógurlegt högg með olnboga sínum þannig að stórsá á íslensku kempunni. Vísir/Getty Gunnar Nelson tapaði bardaga fyrir Leon Edwards í mars sem hefur kostað hann sæti sitt á styrkleikalista veltivigtar UFC. Gunnar segist hafa opnað sig of mikið og leyft Edwards að ná högginu sem afmyndaði andlit hans. Gunnar var mættur í Búrið á Stöð 2 Sport til Péturs Marínó Jónssonar þar sem þeir félagar fóru vel yfir bardagann við Edwards. Eftir kröftuga byrjun Gunnars náði Edwards honum í gólfið í lok fyrstu lotu en Gunnar náði að halda það út. Í annari lotu náði Edwards svo kröftugum olnboga í andlitið á Gunnari svo hann bólgnaði allur upp undir hægra auganu. „Ég var alveg fínn þarna [þegar olnboginn kemur] þegar ég var kominn í jörðina, auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en ég var ekkert sérstaklega illa farinn,“ sagði Gunnar.Olnboginn skildi að því virðist ekki eftir sig langvarandi áverka á andliti Gunnarss2 sport„Mér fannst ekkert þannig vera að, hann sló mig út í sekúndu eða sekúndubrot.“ Hann féll til jarðar eftir olbogann og þá komst Edwards ofan á hann og lét höggin dynja. Lotunni lauk og lýsti Pétur því að hann hafi verið mjög svartsýnn fyrir hönd Gunnars á þeim tímapunkti. Í hléinu á milli lota nær teymi Gunnars að þrýsta bólgunni vel niður og meiðslin, sem litu ansi illa út, hindruðu honum ekki í þriðju lotunni. „Þú sérð alveg þarna að augun eru alveg á sínum stað, en ég vissi ekki hverju hann hefði slegið mig með. Hann nær helvíti góðum vinkli út frá hægri hendinni, ég teygi mig of mikið út í þessa hægri hendi, allt of mikið.“ Í þriðju lotu náði Gunnar að koma Edwards í vænlega stöðu í gólfinu. Hann hafði hins vegar ekki nægan tíma til þess að láta Edwards almennilega finna fyrir sér. Bardaganum lauk með dómaraúrskurði og var Edwards dæmdur sigur. Yfirferð Gunnars um aðra lotuna má sjá í brotinu hér að neðan en hann fer yfir allan bardagann með Pétri í Búrinu sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld klukkan 21:45. Klippa: Búrið: Gunnar gerir upp bardagann við Edwards MMA Tengdar fréttir Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum John Kavanagh mætti ekki í bardagann en greindi hann í sjónvarpsþætti á BT Sport. 20. mars 2019 16:00 Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Gunnar Nelson féll af styrkleikalistanum í gær en er í miklum metum hjá sérfræðingum. 28. mars 2019 09:00 Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. 18. mars 2019 11:00 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Gunnar Nelson tapaði bardaga fyrir Leon Edwards í mars sem hefur kostað hann sæti sitt á styrkleikalista veltivigtar UFC. Gunnar segist hafa opnað sig of mikið og leyft Edwards að ná högginu sem afmyndaði andlit hans. Gunnar var mættur í Búrið á Stöð 2 Sport til Péturs Marínó Jónssonar þar sem þeir félagar fóru vel yfir bardagann við Edwards. Eftir kröftuga byrjun Gunnars náði Edwards honum í gólfið í lok fyrstu lotu en Gunnar náði að halda það út. Í annari lotu náði Edwards svo kröftugum olnboga í andlitið á Gunnari svo hann bólgnaði allur upp undir hægra auganu. „Ég var alveg fínn þarna [þegar olnboginn kemur] þegar ég var kominn í jörðina, auðvitað er þetta ekki ákjósanleg staða en ég var ekkert sérstaklega illa farinn,“ sagði Gunnar.Olnboginn skildi að því virðist ekki eftir sig langvarandi áverka á andliti Gunnarss2 sport„Mér fannst ekkert þannig vera að, hann sló mig út í sekúndu eða sekúndubrot.“ Hann féll til jarðar eftir olbogann og þá komst Edwards ofan á hann og lét höggin dynja. Lotunni lauk og lýsti Pétur því að hann hafi verið mjög svartsýnn fyrir hönd Gunnars á þeim tímapunkti. Í hléinu á milli lota nær teymi Gunnars að þrýsta bólgunni vel niður og meiðslin, sem litu ansi illa út, hindruðu honum ekki í þriðju lotunni. „Þú sérð alveg þarna að augun eru alveg á sínum stað, en ég vissi ekki hverju hann hefði slegið mig með. Hann nær helvíti góðum vinkli út frá hægri hendinni, ég teygi mig of mikið út í þessa hægri hendi, allt of mikið.“ Í þriðju lotu náði Gunnar að koma Edwards í vænlega stöðu í gólfinu. Hann hafði hins vegar ekki nægan tíma til þess að láta Edwards almennilega finna fyrir sér. Bardaganum lauk með dómaraúrskurði og var Edwards dæmdur sigur. Yfirferð Gunnars um aðra lotuna má sjá í brotinu hér að neðan en hann fer yfir allan bardagann með Pétri í Búrinu sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld klukkan 21:45. Klippa: Búrið: Gunnar gerir upp bardagann við Edwards
MMA Tengdar fréttir Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum John Kavanagh mætti ekki í bardagann en greindi hann í sjónvarpsþætti á BT Sport. 20. mars 2019 16:00 Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Gunnar Nelson féll af styrkleikalistanum í gær en er í miklum metum hjá sérfræðingum. 28. mars 2019 09:00 Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. 18. mars 2019 11:00 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Þjálfari Gunnars Nelson útskýrir tapið í Lundúnum John Kavanagh mætti ekki í bardagann en greindi hann í sjónvarpsþætti á BT Sport. 20. mars 2019 16:00
Gunnar Nelson á fimmtán manna draumalista yfir þá bestu í UFC Gunnar Nelson féll af styrkleikalistanum í gær en er í miklum metum hjá sérfræðingum. 28. mars 2019 09:00
Eitt skref til baka hjá Gunnari Gunnar Nelson tapaði fjórða bardaga ferilsins gegn Leon Edwards um helgina. Gunnar var sókndjarfur en öflugur olnbogi Leons í annarri lotu gerði útslagið og hefur Edwards nú unnið sjö bardaga í röð. 18. mars 2019 11:00