BH batt endi á einokun KR og Víkings: "Jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2019 14:00 Íslandsmeistaralið BH. mynd/bh BH varð Íslandsmeistari karla í borðtennis í fyrsta sinn á laugardaginn eftir sigur á Víkingi, 3-1. Úrslitakeppnin fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. „Þetta hafðist og það er það sem skiptir máli. Við unnum tvíliðaleikinn sannfærandi en allir einliðaleikirnir fóru í oddalotu,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, einn liðsmanna BH, í samtali við Vísi. Auk Péturs voru bróðir hans, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson í sigurliði BH. Þjálfari þess er Tómas Ingi Shelton. BH komst í úrslit í karlaflokki í fyrra en tapaði þá fyrir Víkingi í oddaleik. Þá var leikið með öðru fyrirkomulagi, heima og að heiman og svo gripið til oddaleiks ef staðan væri jöfn. BH vann fyrsta leikinn í úrslitunum í fyrra en tapaði næstu tveimur. BH er fjórða félagið sem verður Íslandsmeistari í karlaflokki. Örninn varð meistari fyrstu árin en á árunum 1976-2018 einokuðu KR og Víkingur Íslandsmeistaratitilinn. BH rauf þar með 43 ára einokun Reykjavíkurfélaganna um helgina. BH varð einnig deildarmeistari í febrúar. Þá kemur Íslandsmeistarinn í einliðaleik, Magnús Gauti, úr röðum BH. Gott fyrir öll minni liðEn hvaða áhrif hefur sigur BH á landslagið í íslenska borðtennisheiminum? „Þetta er mjög jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi og vafalaust jákvætt fyrir BH. Þetta gefur krökkunum helling, að sjá þeir geti orðið Íslandsmeistarar. Svo er þetta fín auglýsing fyrir okkur í Hafnarfirði,“ sagði Pétur. „Þetta er líka gott fyrir öll minni lið á Íslandi; að sjá að þú þarft ekki að vera í KR eða Víkingi til að verða Íslandsmeistari,“ bætti Pétur við. Hann kemur úr mikilli borðtennisfjölskyldu. Fimm af sex í fjölskyldunni hafa orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki og öll sex Íslandsmeistarar í einhverjum aldursflokki. Ungir sigurvegararÍslandsmeistarar Víkings.mynd/borðtennissamband íslandsVíkingur varð Íslandsmeistari kvenna eftir 3-0 sigur á B-liði KR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Víkinga síðan 2014 og sá 21. í heildina. Liðin sem kepptu til úrslita voru mjög ung en aðeins ein af átta keppendum í liðunum fæddist á síðustu öld. Hinar sjö eru fæddar á árunum 2001-06. Í sigurliði Víkings var m.a. hin tólf ára Agnes Brynjarsdóttir sem er einnig Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna. Auk Agnesar voru Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Nevana Tasic í liði Víkings. Sú síðastnefnda tapaði ekki leik í vetur. Þess má geta að öll átta sem voru í sigurliðunum í karla- og kvennaflokki unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil um helgina. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá úrslitaleikjunum í karla- og kvennaflokki á laugardaginn. Borðtennis Tengdar fréttir Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45 12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
BH varð Íslandsmeistari karla í borðtennis í fyrsta sinn á laugardaginn eftir sigur á Víkingi, 3-1. Úrslitakeppnin fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. „Þetta hafðist og það er það sem skiptir máli. Við unnum tvíliðaleikinn sannfærandi en allir einliðaleikirnir fóru í oddalotu,“ sagði Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, einn liðsmanna BH, í samtali við Vísi. Auk Péturs voru bróðir hans, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson í sigurliði BH. Þjálfari þess er Tómas Ingi Shelton. BH komst í úrslit í karlaflokki í fyrra en tapaði þá fyrir Víkingi í oddaleik. Þá var leikið með öðru fyrirkomulagi, heima og að heiman og svo gripið til oddaleiks ef staðan væri jöfn. BH vann fyrsta leikinn í úrslitunum í fyrra en tapaði næstu tveimur. BH er fjórða félagið sem verður Íslandsmeistari í karlaflokki. Örninn varð meistari fyrstu árin en á árunum 1976-2018 einokuðu KR og Víkingur Íslandsmeistaratitilinn. BH rauf þar með 43 ára einokun Reykjavíkurfélaganna um helgina. BH varð einnig deildarmeistari í febrúar. Þá kemur Íslandsmeistarinn í einliðaleik, Magnús Gauti, úr röðum BH. Gott fyrir öll minni liðEn hvaða áhrif hefur sigur BH á landslagið í íslenska borðtennisheiminum? „Þetta er mjög jákvætt fyrir borðtennis á Íslandi og vafalaust jákvætt fyrir BH. Þetta gefur krökkunum helling, að sjá þeir geti orðið Íslandsmeistarar. Svo er þetta fín auglýsing fyrir okkur í Hafnarfirði,“ sagði Pétur. „Þetta er líka gott fyrir öll minni lið á Íslandi; að sjá að þú þarft ekki að vera í KR eða Víkingi til að verða Íslandsmeistari,“ bætti Pétur við. Hann kemur úr mikilli borðtennisfjölskyldu. Fimm af sex í fjölskyldunni hafa orðið Íslandsmeistarar í meistaraflokki og öll sex Íslandsmeistarar í einhverjum aldursflokki. Ungir sigurvegararÍslandsmeistarar Víkings.mynd/borðtennissamband íslandsVíkingur varð Íslandsmeistari kvenna eftir 3-0 sigur á B-liði KR. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Víkinga síðan 2014 og sá 21. í heildina. Liðin sem kepptu til úrslita voru mjög ung en aðeins ein af átta keppendum í liðunum fæddist á síðustu öld. Hinar sjö eru fæddar á árunum 2001-06. Í sigurliði Víkings var m.a. hin tólf ára Agnes Brynjarsdóttir sem er einnig Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna. Auk Agnesar voru Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir og Nevana Tasic í liði Víkings. Sú síðastnefnda tapaði ekki leik í vetur. Þess má geta að öll átta sem voru í sigurliðunum í karla- og kvennaflokki unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil um helgina. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá úrslitaleikjunum í karla- og kvennaflokki á laugardaginn.
Borðtennis Tengdar fréttir Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45 12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Rufu 43 ára einokun KR og Víkings BH varð um helgina deildarmeistari karla í borðtennis. Hafnarfjarðarliðið rauf þar með 43 ára einokun KR og Víkings í efstu deild. 6. febrúar 2019 18:45
12 ára Íslandsmeistari í borðtennis Hin 12 ára Agnes Brynjarsdóttir varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í borðtennis. 4. mars 2019 20:30