Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval Sveinn Arnarsson skrifar 15. apríl 2019 06:00 Fiskistofa hefur ekki fengið afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals frá 2014. Vísir/vilhelm Fiskistofa hefur enn ekki fengið sent afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. fyrir árin 2014, 2015 og 2018. Stofnunin hefur ítrekað beðið um þessar dagbækur til að glöggva sig á veiðitilhögun á langreyði en án árangurs. Fiskistofustjóri segir stofnunina ekki geta beitt fyrirtækið Hval hf. þvingunarúrræðum. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út í maí árið 2014, er sett sú krafa á hvalveiðifyrirtækið að skipstjórar haldi dagbók yfir veiðarnar og nákvæmlega skilgreint hvað skrá skuli í dagbækurnar. Er það gert svo Fiskistofa geti haft eftirlit með veiðunum. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018. Á þessum tíma veiddi Hvalur hf. 436 langreyðar án þess að skila dagbókum sínum til Fiskistofu þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í veiðileyfinu til fyrirtækisins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti fyrirtækinu áframhaldandi veiðileyfi á langreyði til ársins 2023. „Við höfum verið í bréfaskriftum við lögfræðing Hvals hf. og höfum kallað eftir þessum upplýsingum, það er klár skylda fyrirtækisins að skila inn þessum gögnum þrátt fyrir að við höfum ekki áttað okkur á þessum breytingum í veiðileyfinu árið 2014,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. Fiskistofa afturkallaði veiðileyfi skipsins Kleifabergs fyrr á árinu vegna brota á ákvæði í veiðileyfi þess. Eyþór segir ekki hægt að afturkalla leyfi hvalveiðifyrirtækisins þar sem veiði á hval sé byggð á annarri löggjöf. „Við höfum verið að fara yfir málið og sjáum að við getum aðeins kallað eftir þessum gögnum og brýnt fyrirtækið til þess að skila umræddum dagbókum,“ segir Eyþór. „Við höfum hins vegar engin þvingunarúrræði hjá okkur til að knýja á um að gögnunum sé skilað og við getum til dæmis ekki afturkallað veiðileyfi þeirra.“ Hvalveiðifyrirtækið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna hvalveiða sinna undanfarin ár og síðastliðið sumar var uppi hávær krafa um að veiðarnar yrðu stöðvaðar vegna kefldra kúa sem hvalveiðifyrirtækið drap á miðunum. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fiskistofa hefur enn ekki fengið sent afrit af dagbókum skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. fyrir árin 2014, 2015 og 2018. Stofnunin hefur ítrekað beðið um þessar dagbækur til að glöggva sig á veiðitilhögun á langreyði en án árangurs. Fiskistofustjóri segir stofnunina ekki geta beitt fyrirtækið Hval hf. þvingunarúrræðum. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út í maí árið 2014, er sett sú krafa á hvalveiðifyrirtækið að skipstjórar haldi dagbók yfir veiðarnar og nákvæmlega skilgreint hvað skrá skuli í dagbækurnar. Er það gert svo Fiskistofa geti haft eftirlit með veiðunum. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018. Á þessum tíma veiddi Hvalur hf. 436 langreyðar án þess að skila dagbókum sínum til Fiskistofu þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um það í veiðileyfinu til fyrirtækisins. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, veitti fyrirtækinu áframhaldandi veiðileyfi á langreyði til ársins 2023. „Við höfum verið í bréfaskriftum við lögfræðing Hvals hf. og höfum kallað eftir þessum upplýsingum, það er klár skylda fyrirtækisins að skila inn þessum gögnum þrátt fyrir að við höfum ekki áttað okkur á þessum breytingum í veiðileyfinu árið 2014,“ segir Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu. Fiskistofa afturkallaði veiðileyfi skipsins Kleifabergs fyrr á árinu vegna brota á ákvæði í veiðileyfi þess. Eyþór segir ekki hægt að afturkalla leyfi hvalveiðifyrirtækisins þar sem veiði á hval sé byggð á annarri löggjöf. „Við höfum verið að fara yfir málið og sjáum að við getum aðeins kallað eftir þessum gögnum og brýnt fyrirtækið til þess að skila umræddum dagbókum,“ segir Eyþór. „Við höfum hins vegar engin þvingunarúrræði hjá okkur til að knýja á um að gögnunum sé skilað og við getum til dæmis ekki afturkallað veiðileyfi þeirra.“ Hvalveiðifyrirtækið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna hvalveiða sinna undanfarin ár og síðastliðið sumar var uppi hávær krafa um að veiðarnar yrðu stöðvaðar vegna kefldra kúa sem hvalveiðifyrirtækið drap á miðunum. Ekki náðist í Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00
Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00
Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Hvalur HF fór ekki eftir settum reglum og sendi ekki inn veiðidagbækur til Fiskistofu eftir hverja vertíð eins og reglur gerðu ráð fyrir. Fyrirtækið fékk samt framlengingu á veiðileyfi þrátt fyrir að fara ekki eftir reglunum. 3. apríl 2019 06:00