Besti bardagi ársins leit dagsins ljós á UFC 236 Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. apríl 2019 06:20 Israel Adesanya nær góðum olnboga. Vísir/Getty UFC 236 fór fram í nótt þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Báðir titilbardagarnir voru magnaðir en annar þeirra verður sennilega besti bardagi ársins þegar árið verður gert upp. Þeir Dustin Poirier og Max Holloway mættust í aðalbardaga kvöldsins í nótt. Barist var upp á svo kallað bráðabirgðarbelti í léttvigtinni þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni. Max Holloway var að heyja frumraun sína í léttvigt en hann er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari. Bardaginn var magnaður og byrjaði Poirier sérstaklega vel. Hann náði að vanka Holloway nokkrum sinnum í 1. lotu en Holloway tókst á einhvern ótrúlegan hátt að standa allt af sér. Holloway vann sig inn í bardagann þegar á leið en Poirier tók þetta á endanum eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Poirier tók fjórar lotur á meðan Holloway tók eina og batt Poirier þar með enda á magnaða 13 bardaga sigurgöngu Holloway. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya um bráðabirgðartitil í millivigt. Robert Whittaker er ríkjandi meistari en hann er fjarverandi vegna meiðsla. Báðir áttu frábæra frammistöðu og tókst að vanka hvorn annan í fyrstu fjórum lotunum. Þegar var komið í 5. og síðustu lotuna var allt undir enda báðir búnir að vinna tvær lotur hvor. Augnablikið var með Gastelum í upphafi 5. lotu enda hafði hann vankað Adesanya seint í 4. lotu. Adesanya kom hins vegar gríðarlega sterkur til leiks í 5. lotu og raðaði inn höggunum. Adesanya var hársbreidd frá því að klára Gastelum og tók þá lotu mjög öruggt, 10-8. Israel Adesanya er þar með bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir einn besta bardaga ársins. Það þarf eitthvað mikið til á árinu til að toppa viðureign Adesanya og Gastelum. Síðustu tveir bardagarnir voru langbestu bardagar kvöldsins en öll önnur úrslit kvöldsins má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira
UFC 236 fór fram í nótt þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Báðir titilbardagarnir voru magnaðir en annar þeirra verður sennilega besti bardagi ársins þegar árið verður gert upp. Þeir Dustin Poirier og Max Holloway mættust í aðalbardaga kvöldsins í nótt. Barist var upp á svo kallað bráðabirgðarbelti í léttvigtinni þar sem ríkjandi meistari, Khabib Nurmagomedov, er í banni. Max Holloway var að heyja frumraun sína í léttvigt en hann er ríkjandi fjaðurvigtarmeistari. Bardaginn var magnaður og byrjaði Poirier sérstaklega vel. Hann náði að vanka Holloway nokkrum sinnum í 1. lotu en Holloway tókst á einhvern ótrúlegan hátt að standa allt af sér. Holloway vann sig inn í bardagann þegar á leið en Poirier tók þetta á endanum eftir dómaraákvörðun í frábærum bardaga. Poirier tók fjórar lotur á meðan Holloway tók eina og batt Poirier þar með enda á magnaða 13 bardaga sigurgöngu Holloway. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Kelvin Gastelum og Israel Adesanya um bráðabirgðartitil í millivigt. Robert Whittaker er ríkjandi meistari en hann er fjarverandi vegna meiðsla. Báðir áttu frábæra frammistöðu og tókst að vanka hvorn annan í fyrstu fjórum lotunum. Þegar var komið í 5. og síðustu lotuna var allt undir enda báðir búnir að vinna tvær lotur hvor. Augnablikið var með Gastelum í upphafi 5. lotu enda hafði hann vankað Adesanya seint í 4. lotu. Adesanya kom hins vegar gríðarlega sterkur til leiks í 5. lotu og raðaði inn höggunum. Adesanya var hársbreidd frá því að klára Gastelum og tók þá lotu mjög öruggt, 10-8. Israel Adesanya er þar með bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir einn besta bardaga ársins. Það þarf eitthvað mikið til á árinu til að toppa viðureign Adesanya og Gastelum. Síðustu tveir bardagarnir voru langbestu bardagar kvöldsins en öll önnur úrslit kvöldsins má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó Sjá meira
Verður Max Holloway jafn góður í léttvigt? UFC 236 fer fram í nótt í Atlanta þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fer upp í léttvigt þar sem hann tekst á við nýjar áskoranir. 13. apríl 2019 21:15