Neytendur veri vakandi fyrir varhugaverðum vöggum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2019 11:45 Umræddar vöggur, Rock N' Play Sleepers frá Fisher-Price. CPSC Leikfangaframleiðandinn Fisher-Price hefur innkallað næstum 5 milljón barnavöggur en talið er að rúmlega 30 ungabörn hafi látið lífið í vöggunum síðastliðinn áratug. Ekki er útilokað að einhverjar slíkar vöggur kunni að vera í notkun á Íslandi og eru neytendur því beðnir um að hafa varann á. Innköllunin nær til vagga af gerðinni Rock N' Play Sleepers sem talið er að hafi selst í 4,7 milljónum eintaka frá árinu 2009, þegar Fisher-Price kynnti þau fyrst fram á sjónarsviðið. Mynd af umræddum vöggum má sjá hér að ofan.Bandaríska neytendaverndarráðið greindi frá innkölluninni í gær en að sögn ráðsins hafa hið minnsta þrjátíu börn látið lífið í vöggunum. Flest dauðsföllin eiga að hafa átt sér stað þegar börnin sneru sér, ýmist á magann eða hliðina, og voru öll börnin meira en þriggja mánaða gömul. Fisher-Price hefur áður varað við því að hætta eigi notkun vagganna þegar börnin eru farin að geta snúið sér við. Þrátt fyrir það segist fyrirtækið ekki efast um öryggi vörunnar.Ekki selt á Íslandi, gæti verið á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er stofnunin meðvituð um innköllunina. Eftir því sem Neytendastofa kemst næst hafa vöggurnar ekki verið til sölu hér á landi eða annars staðar á Norðurlöndum. Hins vegar sé alþekkt að Íslendingar kaupi mikið af barnavörum í alþjóðlegum netverslunum eða í Bandaríkjunum og láti flytja til landsins. Því sé ekki loku fyrir það skotið að Rock N' Play Sleepers frá Fisher-Price megi finna á einhverjum íslenskum heimilum. Neytendastofa hvetur fólk því til að vera á varðbergi og mun stofnunin birta frekari upplýsingar á heimasíðu sinni eftir helgi. Börn og uppeldi Innköllun Neytendur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Leikfangaframleiðandinn Fisher-Price hefur innkallað næstum 5 milljón barnavöggur en talið er að rúmlega 30 ungabörn hafi látið lífið í vöggunum síðastliðinn áratug. Ekki er útilokað að einhverjar slíkar vöggur kunni að vera í notkun á Íslandi og eru neytendur því beðnir um að hafa varann á. Innköllunin nær til vagga af gerðinni Rock N' Play Sleepers sem talið er að hafi selst í 4,7 milljónum eintaka frá árinu 2009, þegar Fisher-Price kynnti þau fyrst fram á sjónarsviðið. Mynd af umræddum vöggum má sjá hér að ofan.Bandaríska neytendaverndarráðið greindi frá innkölluninni í gær en að sögn ráðsins hafa hið minnsta þrjátíu börn látið lífið í vöggunum. Flest dauðsföllin eiga að hafa átt sér stað þegar börnin sneru sér, ýmist á magann eða hliðina, og voru öll börnin meira en þriggja mánaða gömul. Fisher-Price hefur áður varað við því að hætta eigi notkun vagganna þegar börnin eru farin að geta snúið sér við. Þrátt fyrir það segist fyrirtækið ekki efast um öryggi vörunnar.Ekki selt á Íslandi, gæti verið á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er stofnunin meðvituð um innköllunina. Eftir því sem Neytendastofa kemst næst hafa vöggurnar ekki verið til sölu hér á landi eða annars staðar á Norðurlöndum. Hins vegar sé alþekkt að Íslendingar kaupi mikið af barnavörum í alþjóðlegum netverslunum eða í Bandaríkjunum og láti flytja til landsins. Því sé ekki loku fyrir það skotið að Rock N' Play Sleepers frá Fisher-Price megi finna á einhverjum íslenskum heimilum. Neytendastofa hvetur fólk því til að vera á varðbergi og mun stofnunin birta frekari upplýsingar á heimasíðu sinni eftir helgi.
Börn og uppeldi Innköllun Neytendur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira