Neytendur veri vakandi fyrir varhugaverðum vöggum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2019 11:45 Umræddar vöggur, Rock N' Play Sleepers frá Fisher-Price. CPSC Leikfangaframleiðandinn Fisher-Price hefur innkallað næstum 5 milljón barnavöggur en talið er að rúmlega 30 ungabörn hafi látið lífið í vöggunum síðastliðinn áratug. Ekki er útilokað að einhverjar slíkar vöggur kunni að vera í notkun á Íslandi og eru neytendur því beðnir um að hafa varann á. Innköllunin nær til vagga af gerðinni Rock N' Play Sleepers sem talið er að hafi selst í 4,7 milljónum eintaka frá árinu 2009, þegar Fisher-Price kynnti þau fyrst fram á sjónarsviðið. Mynd af umræddum vöggum má sjá hér að ofan.Bandaríska neytendaverndarráðið greindi frá innkölluninni í gær en að sögn ráðsins hafa hið minnsta þrjátíu börn látið lífið í vöggunum. Flest dauðsföllin eiga að hafa átt sér stað þegar börnin sneru sér, ýmist á magann eða hliðina, og voru öll börnin meira en þriggja mánaða gömul. Fisher-Price hefur áður varað við því að hætta eigi notkun vagganna þegar börnin eru farin að geta snúið sér við. Þrátt fyrir það segist fyrirtækið ekki efast um öryggi vörunnar.Ekki selt á Íslandi, gæti verið á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er stofnunin meðvituð um innköllunina. Eftir því sem Neytendastofa kemst næst hafa vöggurnar ekki verið til sölu hér á landi eða annars staðar á Norðurlöndum. Hins vegar sé alþekkt að Íslendingar kaupi mikið af barnavörum í alþjóðlegum netverslunum eða í Bandaríkjunum og láti flytja til landsins. Því sé ekki loku fyrir það skotið að Rock N' Play Sleepers frá Fisher-Price megi finna á einhverjum íslenskum heimilum. Neytendastofa hvetur fólk því til að vera á varðbergi og mun stofnunin birta frekari upplýsingar á heimasíðu sinni eftir helgi. Börn og uppeldi Innköllun Neytendur Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Leikfangaframleiðandinn Fisher-Price hefur innkallað næstum 5 milljón barnavöggur en talið er að rúmlega 30 ungabörn hafi látið lífið í vöggunum síðastliðinn áratug. Ekki er útilokað að einhverjar slíkar vöggur kunni að vera í notkun á Íslandi og eru neytendur því beðnir um að hafa varann á. Innköllunin nær til vagga af gerðinni Rock N' Play Sleepers sem talið er að hafi selst í 4,7 milljónum eintaka frá árinu 2009, þegar Fisher-Price kynnti þau fyrst fram á sjónarsviðið. Mynd af umræddum vöggum má sjá hér að ofan.Bandaríska neytendaverndarráðið greindi frá innkölluninni í gær en að sögn ráðsins hafa hið minnsta þrjátíu börn látið lífið í vöggunum. Flest dauðsföllin eiga að hafa átt sér stað þegar börnin sneru sér, ýmist á magann eða hliðina, og voru öll börnin meira en þriggja mánaða gömul. Fisher-Price hefur áður varað við því að hætta eigi notkun vagganna þegar börnin eru farin að geta snúið sér við. Þrátt fyrir það segist fyrirtækið ekki efast um öryggi vörunnar.Ekki selt á Íslandi, gæti verið á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er stofnunin meðvituð um innköllunina. Eftir því sem Neytendastofa kemst næst hafa vöggurnar ekki verið til sölu hér á landi eða annars staðar á Norðurlöndum. Hins vegar sé alþekkt að Íslendingar kaupi mikið af barnavörum í alþjóðlegum netverslunum eða í Bandaríkjunum og láti flytja til landsins. Því sé ekki loku fyrir það skotið að Rock N' Play Sleepers frá Fisher-Price megi finna á einhverjum íslenskum heimilum. Neytendastofa hvetur fólk því til að vera á varðbergi og mun stofnunin birta frekari upplýsingar á heimasíðu sinni eftir helgi.
Börn og uppeldi Innköllun Neytendur Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira