Svartir og sætir páskar Ásdísar Ránar Þórarinn Þórarinsson skrifar 13. apríl 2019 11:00 Ásdís Rán kynntist ríkri tækifærisgjafamenningu í Búlgaríu og finnst Íslendingar mega bæta sig verulega í þeim efnum. Ásdís Rán sér fegurðina í hinu svarta og byrjaði að flytja svartar Metanoa-rósir til landsins um jólin. Sjálf heillaðist hún af rósunum í Búlgaríu en þær vaxa í Afríku og eru að hennar sögn meðal sjaldgæfustu blóma veraldar. „Þetta er tilvalin tækifærisgjöf sem gefur fólki ótal möguleika til þess að tjá tilfinningar sínar, segja „takk“, „fyrirgefðu“, „ég elska þig“ og svo framvegis,“ segir Ásdís Rán sem tengir rósirnar núna páskunum með súkkulaðieggjum í stíl. „Ég er rosa mikill sælkeri og fagurkeri og er mikið fyrir að nýta allar hátíðir til þess að gefa fólki eitthvað fallegt. Þannig að mér datt í hug að sameina þetta tvennt, svartar rósir og páskaegg. Þetta er flott tvenna fyrir þá sem vilja færa elskunni sinni eitthvað aðeins öðruvísi yfir hátíðarnar.“ Þegar Ásdís Rán fékk hugmyndina að svarta súkkulaðiegginu segir hún að í sínum huga hafi ekkert annað komið til greina en að leita til Hafliða Ragnarssonar, hins margverðlaunaða konfektgerðarmanns í Mosfellsbakaríi. „Þannig að ég bara boðaði hann á fund og honum fannst þetta það skemmtileg hugmynd að hann ákvað að slá til þótt hann sé ótrúlega upptekinn og náttúrlega brjáluð vertíð hjá honum við að búa til öll þessi páskaegg,“ segir Ásdís Rán, hæstánægð með afrakstur samstarfs hennar og Hafliða. „Þetta er rosalega flott og örugglega eins fallegt og páskaegg geta orðið, svört með gyllingu í glæsilegum kúpli með svörtum borða,“ segir Ásdís Rán og bætir við að það hafi ekkert vafist fyrir Hafliða að sverta dökkt súkkulaðið almennilega. „Hann er með þetta allt á hreinu og húðaði þau bara. Ætli þetta sé ekki bara eins og að sprauta bíl?“ segir hún og hlær.Svartir páskar Guli liturinn hefur löngum verið tengdur við páskana en Ásdís Rán sér ekkert því til fyrirstöðu að sverta hátíðina aðeins. „Svartur er tískulitur og mér finnst hann mjög fallegur auk þess sem margir vilja bara svart þannig að af hverju ekki svartir páskar? Mér finnst það bara svakalega kúl.“ Hún er að sjálfsögðu búin að smakka herlegheitin og segir að Hafliði svíki ekki frekar en fyrri daginn þegar bragðgæðin eru annars vegar. „Þetta er gert úr dökku súkkulaði þannig að þetta er ketó-vænt líka fyrir alla ketó-brjálæðingana. Síðan er eitthvert eðal sælgæti frá Hafliða inni í egginu líka.“ Ásdís Rán segir rósina og eggið vera óaðskiljanlega tvennu og að þau verði ekki seld hvort í sínu lagi. „Þetta mun einungis fást núna um páskana og saman kosta rósin og eggið 16.900 krónur. Það er hægt að panta á vefnum á metanoadelarose. is eða á Facebook-síðu Metatona Iceland og svo verður þetta líka selt í bakaríunum hjá Hafliða eftir helgi. Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tímamót Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Ásdís Rán sér fegurðina í hinu svarta og byrjaði að flytja svartar Metanoa-rósir til landsins um jólin. Sjálf heillaðist hún af rósunum í Búlgaríu en þær vaxa í Afríku og eru að hennar sögn meðal sjaldgæfustu blóma veraldar. „Þetta er tilvalin tækifærisgjöf sem gefur fólki ótal möguleika til þess að tjá tilfinningar sínar, segja „takk“, „fyrirgefðu“, „ég elska þig“ og svo framvegis,“ segir Ásdís Rán sem tengir rósirnar núna páskunum með súkkulaðieggjum í stíl. „Ég er rosa mikill sælkeri og fagurkeri og er mikið fyrir að nýta allar hátíðir til þess að gefa fólki eitthvað fallegt. Þannig að mér datt í hug að sameina þetta tvennt, svartar rósir og páskaegg. Þetta er flott tvenna fyrir þá sem vilja færa elskunni sinni eitthvað aðeins öðruvísi yfir hátíðarnar.“ Þegar Ásdís Rán fékk hugmyndina að svarta súkkulaðiegginu segir hún að í sínum huga hafi ekkert annað komið til greina en að leita til Hafliða Ragnarssonar, hins margverðlaunaða konfektgerðarmanns í Mosfellsbakaríi. „Þannig að ég bara boðaði hann á fund og honum fannst þetta það skemmtileg hugmynd að hann ákvað að slá til þótt hann sé ótrúlega upptekinn og náttúrlega brjáluð vertíð hjá honum við að búa til öll þessi páskaegg,“ segir Ásdís Rán, hæstánægð með afrakstur samstarfs hennar og Hafliða. „Þetta er rosalega flott og örugglega eins fallegt og páskaegg geta orðið, svört með gyllingu í glæsilegum kúpli með svörtum borða,“ segir Ásdís Rán og bætir við að það hafi ekkert vafist fyrir Hafliða að sverta dökkt súkkulaðið almennilega. „Hann er með þetta allt á hreinu og húðaði þau bara. Ætli þetta sé ekki bara eins og að sprauta bíl?“ segir hún og hlær.Svartir páskar Guli liturinn hefur löngum verið tengdur við páskana en Ásdís Rán sér ekkert því til fyrirstöðu að sverta hátíðina aðeins. „Svartur er tískulitur og mér finnst hann mjög fallegur auk þess sem margir vilja bara svart þannig að af hverju ekki svartir páskar? Mér finnst það bara svakalega kúl.“ Hún er að sjálfsögðu búin að smakka herlegheitin og segir að Hafliði svíki ekki frekar en fyrri daginn þegar bragðgæðin eru annars vegar. „Þetta er gert úr dökku súkkulaði þannig að þetta er ketó-vænt líka fyrir alla ketó-brjálæðingana. Síðan er eitthvert eðal sælgæti frá Hafliða inni í egginu líka.“ Ásdís Rán segir rósina og eggið vera óaðskiljanlega tvennu og að þau verði ekki seld hvort í sínu lagi. „Þetta mun einungis fást núna um páskana og saman kosta rósin og eggið 16.900 krónur. Það er hægt að panta á vefnum á metanoadelarose. is eða á Facebook-síðu Metatona Iceland og svo verður þetta líka selt í bakaríunum hjá Hafliða eftir helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tímamót Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira