Bólgulögmálið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 13. apríl 2019 07:15 Engu er líkara en það sé lögmál að rekstur hins opinbera bólgni í sífellu út. Dæmin sem blasa við eru mýmörg. Á kjörtímabilinu eiga til dæmis að rísa nýjar skrifstofur Alþingis við Vonarstræti. Þær skulu vera sex þúsund fermetrar og kosta um þrjá milljarða króna. Mikið er víst lagt upp úr því að innangengt sé fyrir þingmenn milli skrifstofa og fundarherbergja Alþingis. Ekki fylgir sögunni hvers vegna það er slík þolraun fyrir kjörna fulltrúa að ganga stuttar vegalengdir utandyra og fá sér frískt loft í leiðinni. Úr stjórnarráðinu berast þau tíðindi að til standi að byggja við skrifstofur forsætisráðherra í Lækjargötu. Sómi er að verðlaunatillögunni, þótt sitt sýnist vafalítið hverjum. Því er þó alveg ósvarað hvers vegna þessa ógnarviðbót þurfi við húsið sem hýst hefur skrifstofur forsætisráðherra með myndarbrag frá 1904. Í því samhengi er rétt að taka undir með sagnfræðingnum Birni Jóni Bragasyni sem bent hefur á að Þjóðmenningarhúsið, í sinni eilífu tilvistarkreppu, standi þarna steinsnar frá og henti vel til starfseminnar. Svo haldið sé áfram að tala um Alþingi og ríkisstjórn, þá má minna á að aðstoðarmenn hvers ráðherra eru nú orðnir tveir en lengst af þótti duga að þeir gætu reitt sig á embættismenn í sínum ráðuneytum. Slíkt gengur auðvitað ekki lengur enda fjöldi flokksgæðinga á lausu sem sárvantar lífserindi. Víkur þá sögu að rekstri Reykjavíkurborgar, en þar starfa hlutfallslega mun fleiri en hjá nágrannasveitarfélögunum þrátt fyrir að stærðinni ætti að fylgja hagkvæmni og minna starfsmannahald. Útsvar hefur lengi verið í lögbundnu hámarki, og borgin ætlar meira að segja að greiða sér arð úr Orkuveitunni til að fá enn meiri peninga úr að spila. Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis blásið út og lætur nú til sín taka á mun fleiri sviðum en áður. Borgin byggir veitingasali og endurreisir bragga. Ágóðans njóta veitingasalar sem leigja aðstöðuna langt undir markaðsvirði. Kostnaðaráætlanir virðast að meginstefnu gerðar formsins vegna hjá borginni, rétt eins og hjá ríkinu. Sé vikið að fyrirtækjum í eigu ríkisins er sagan nokkurn veginn sú sama. Landsbankinn ætlar að byggja 16.500 fermetra höfuðstöðvar undir starfsemi sína og kosta til þess níu milljörðum króna, þrátt fyrir að bankakerfið sé nú þegar bólgið úr hófi fram af mannafla, og að fyrirséð sé að plássþörf muni frekar minnka en aukast með áframhaldandi tækninýjungum. En áfram skal haldið í eilífri útgjaldabólgu. Svo virðist sem allir séu seldir undir sömu sök. Ríki, sveitarfélög og fyrirtæki í eigu ríkisins. Þannig er það gjarnan þegar sýslað er með annarra manna fé. Er ekki eðlilegt að velta fyrir sér hvort þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi allt þetta umfang og yfirbyggingu? Hvar eru stjórnmálamennirnir sem tala fyrir aðhaldi í ríkisrekstri og treysta sér til að láta gjörðir fylgja orðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Engu er líkara en það sé lögmál að rekstur hins opinbera bólgni í sífellu út. Dæmin sem blasa við eru mýmörg. Á kjörtímabilinu eiga til dæmis að rísa nýjar skrifstofur Alþingis við Vonarstræti. Þær skulu vera sex þúsund fermetrar og kosta um þrjá milljarða króna. Mikið er víst lagt upp úr því að innangengt sé fyrir þingmenn milli skrifstofa og fundarherbergja Alþingis. Ekki fylgir sögunni hvers vegna það er slík þolraun fyrir kjörna fulltrúa að ganga stuttar vegalengdir utandyra og fá sér frískt loft í leiðinni. Úr stjórnarráðinu berast þau tíðindi að til standi að byggja við skrifstofur forsætisráðherra í Lækjargötu. Sómi er að verðlaunatillögunni, þótt sitt sýnist vafalítið hverjum. Því er þó alveg ósvarað hvers vegna þessa ógnarviðbót þurfi við húsið sem hýst hefur skrifstofur forsætisráðherra með myndarbrag frá 1904. Í því samhengi er rétt að taka undir með sagnfræðingnum Birni Jóni Bragasyni sem bent hefur á að Þjóðmenningarhúsið, í sinni eilífu tilvistarkreppu, standi þarna steinsnar frá og henti vel til starfseminnar. Svo haldið sé áfram að tala um Alþingi og ríkisstjórn, þá má minna á að aðstoðarmenn hvers ráðherra eru nú orðnir tveir en lengst af þótti duga að þeir gætu reitt sig á embættismenn í sínum ráðuneytum. Slíkt gengur auðvitað ekki lengur enda fjöldi flokksgæðinga á lausu sem sárvantar lífserindi. Víkur þá sögu að rekstri Reykjavíkurborgar, en þar starfa hlutfallslega mun fleiri en hjá nágrannasveitarfélögunum þrátt fyrir að stærðinni ætti að fylgja hagkvæmni og minna starfsmannahald. Útsvar hefur lengi verið í lögbundnu hámarki, og borgin ætlar meira að segja að greiða sér arð úr Orkuveitunni til að fá enn meiri peninga úr að spila. Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis blásið út og lætur nú til sín taka á mun fleiri sviðum en áður. Borgin byggir veitingasali og endurreisir bragga. Ágóðans njóta veitingasalar sem leigja aðstöðuna langt undir markaðsvirði. Kostnaðaráætlanir virðast að meginstefnu gerðar formsins vegna hjá borginni, rétt eins og hjá ríkinu. Sé vikið að fyrirtækjum í eigu ríkisins er sagan nokkurn veginn sú sama. Landsbankinn ætlar að byggja 16.500 fermetra höfuðstöðvar undir starfsemi sína og kosta til þess níu milljörðum króna, þrátt fyrir að bankakerfið sé nú þegar bólgið úr hófi fram af mannafla, og að fyrirséð sé að plássþörf muni frekar minnka en aukast með áframhaldandi tækninýjungum. En áfram skal haldið í eilífri útgjaldabólgu. Svo virðist sem allir séu seldir undir sömu sök. Ríki, sveitarfélög og fyrirtæki í eigu ríkisins. Þannig er það gjarnan þegar sýslað er með annarra manna fé. Er ekki eðlilegt að velta fyrir sér hvort þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi allt þetta umfang og yfirbyggingu? Hvar eru stjórnmálamennirnir sem tala fyrir aðhaldi í ríkisrekstri og treysta sér til að láta gjörðir fylgja orðum?
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun