Lögregla á Suðurnesjum hafði uppi á stofnum verkfærum við húsleit í íbúðarhúsnæði í Keflavík á miðvikudag.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að verkfærunum hafi verið stolið úr vinnubíl í umdæminu á miðvikudagsmorgun og að verðmæti þeirra sé talið á bilinu 500 til 700 þúsund krónur.
„Lögregla gerði húsleit í íbúðarhúsnæði í Keflavík síðar sama dag, að fengnum dómsúrskurði, og þar fundust verkfærin sem stolið hafði verið,“ segir í tilkynningunni.
Fundu stolin verkfæri við húsleit í Keflavík
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Engin röð á Læknavaktinni
Innlent






Reykjavík ekki ljót borg
Innlent

