Eigendur PSG kanna möguleikann á að kaupa enskt félag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 10:30 Kylian Mbappe og Thiago Silva fagna marki hjá Paris Saint-Germain liðinu. Getty/Xavier Laine Eigendur franska stórliðsins Paris Saint Germain hafa eytt gríðarlegum fjármunum í að byggja upp liðið sitt í París en nú eru þeir farnir að horfa til Englands samkvæmt nýjustu fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa orðað eigendur PSG við lið eins og Aston Villa, Nottingham Forest eða Queens Park Rangers. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, er sagður hafa mikinn á áhuga á því að fjárfesta í félagi í ensku b-deildinni. Markmiðið er síðan að byggja upp stórveldi eins og í Frakklandi. Eftir að þeir eignuðust Paris Saint Germain hefur liðið haft mikla yfirburði í franska boltanum. Liðið er nú langt komið með að vinna sjötta titilinn í röð og þá hefur PSG keypt stórstjörnur eins og Neymar og Kylian Mbappe fyrir metfé. Árangur í Meistaradeildinni lætur bíða eftir sér en heima fyrir raða þeir inn titlunum.The owners of Paris St-Germain are investigating the possibility of buying an English clubhttps://t.co/FazRXOG0qk — Telegraph Football (@TeleFootball) April 11, 2019Þau félög sem komast inn á borðið hjá Nasser Al-Khelaifi og félögum eru lið í ensku b-deildinni sem ættu að geta átt bjarta framtíð og hafa einnig stóran stuðningsmannakjarna. Aston Villa er stærsta félagið í næststærstu borg England og Villa var bæði eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar (1888) og ensku úrvalsdeildarinnar (1992). Nottingham Forest er gamalt stórveldi frá dögum Brian Clough, varð meðal annars enskur meistari 1978 og vann svo Evrópukeppni meistaraliða næstu tvö ár á eftir (1979 og 1980). Forest hefur hins vegar ekki spilað í efstu deild í tuttugu ár eða síðan 1998-99 tímabilið. Queens Park Rangers er öflugt félag í London sem var síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 en það eru aftur á móti liðin meira en tuttugu ár síðan QPR var síðasta lengur en tvö tímabil í deild þeirra bestu. Kínversku eigendurnir hjá Wolverhampton Wanderers eru ákveðin fyrirmynd en þeir hafa heldur betur endurvakið Úlfanna og í raun vakið upp „sofandi risa“ ef marka má frammistöðu nýliðanna á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Reglur UEFA banna aftur á móti það að sömu eigendur geti vrið með tvö félög í Evrópukeppni. Þetta væri ekki vandmál til að byrja með en gæti búið til vesen takist eigendut PSG að vekja fyrrnefna sofandi risa og koma þeim í Evrópukeppni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Eigendur franska stórliðsins Paris Saint Germain hafa eytt gríðarlegum fjármunum í að byggja upp liðið sitt í París en nú eru þeir farnir að horfa til Englands samkvæmt nýjustu fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa orðað eigendur PSG við lið eins og Aston Villa, Nottingham Forest eða Queens Park Rangers. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, er sagður hafa mikinn á áhuga á því að fjárfesta í félagi í ensku b-deildinni. Markmiðið er síðan að byggja upp stórveldi eins og í Frakklandi. Eftir að þeir eignuðust Paris Saint Germain hefur liðið haft mikla yfirburði í franska boltanum. Liðið er nú langt komið með að vinna sjötta titilinn í röð og þá hefur PSG keypt stórstjörnur eins og Neymar og Kylian Mbappe fyrir metfé. Árangur í Meistaradeildinni lætur bíða eftir sér en heima fyrir raða þeir inn titlunum.The owners of Paris St-Germain are investigating the possibility of buying an English clubhttps://t.co/FazRXOG0qk — Telegraph Football (@TeleFootball) April 11, 2019Þau félög sem komast inn á borðið hjá Nasser Al-Khelaifi og félögum eru lið í ensku b-deildinni sem ættu að geta átt bjarta framtíð og hafa einnig stóran stuðningsmannakjarna. Aston Villa er stærsta félagið í næststærstu borg England og Villa var bæði eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar (1888) og ensku úrvalsdeildarinnar (1992). Nottingham Forest er gamalt stórveldi frá dögum Brian Clough, varð meðal annars enskur meistari 1978 og vann svo Evrópukeppni meistaraliða næstu tvö ár á eftir (1979 og 1980). Forest hefur hins vegar ekki spilað í efstu deild í tuttugu ár eða síðan 1998-99 tímabilið. Queens Park Rangers er öflugt félag í London sem var síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 en það eru aftur á móti liðin meira en tuttugu ár síðan QPR var síðasta lengur en tvö tímabil í deild þeirra bestu. Kínversku eigendurnir hjá Wolverhampton Wanderers eru ákveðin fyrirmynd en þeir hafa heldur betur endurvakið Úlfanna og í raun vakið upp „sofandi risa“ ef marka má frammistöðu nýliðanna á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Reglur UEFA banna aftur á móti það að sömu eigendur geti vrið með tvö félög í Evrópukeppni. Þetta væri ekki vandmál til að byrja með en gæti búið til vesen takist eigendut PSG að vekja fyrrnefna sofandi risa og koma þeim í Evrópukeppni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira