„Ég trúi því ekki hversu feitur Suarez er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 09:30 Luis Suarez í leiknum á Old Trafford á miðvikudagskvöldið. Getty/Robbie Jay Barratt Luis Suarez átti mikinn þátt í sigurmarki Barcelona á móti Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið en sumir knattspyrnusérfræðingar hafa áhyggjur af vaxtarlagi Úrgvæmannsins sem ætti að vera einn að lykilmönnunum ætli Barcelona að vinna Meistaradeildina í ár. Luis Suarez vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Barcelona, 2014-15, en félagið hefur ekki unnið hana síðan. Suarez fékk ekki markið á Old Trafford skráð á sig og hefur því enn ekki skorað í Meistaradeildinni á þessu tímabili. 7 leikir og ekkert mark og hann skoraði aðeins eitt mark í tíu leikjum í Meistaradeildinni í fyrra þar sem Barcelona datt út á móti Roma í átta liða úrslitunum. Luis Suarez er aftur á móti með 23 mörk í 35 leikjum í deild og bikar á Spáni þar sem Barcelona á möguleika að vinna tvöfalt.Join @Steve_Crossman, @GuillemBalague, @honigstein and @LaurensJulien to look back at this week's Champions League action. Download the latest Football Daily here: : https://t.co/QyEtthokcZpic.twitter.com/dYDjBkiyPg — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 11, 2019Einn af þeim sem fór hvað lengst í að gagnrýna líkamlegt ástand Luis Suarez var franski blaðamaðurinn Julien Laurens. Julien skrifar fyrir Le Parisien en er vinsæll gestur í þáttum BT Sport Talksport og ESPN þar sem hann hefur aðsetur í London. „Hversu mörgum kílóum hefur hann bætt á sig? Þetta er ótrúlegt,“ byrjaði Julien Laurens í þættinum Football Daily á BBC Radio 5 Live. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu þegar ég horfði á leikina hans í sjónvarpinu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hann á staðnum. Ég trúi því ekki hversu feitur Suarez er. Ég skil bara ekki hvernig félag getur leyft leikmanni að fitna svona,“ sagði Laurens. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague kom þá Luis Suarez aðeins til varnar. „Þetta eru bara sterkir vöðvar. Ég var með honum fyrir einum og hálfum mánuði síðan og tók við hann viðtal. Í návígi þá er hann ekki svona stór. Hann lítur bara út fyrir að hafa bætt við sig vöðvum,“ sagði Guillem Balague. „Hann er að glíma við hnémeiðsli svo hann þarf að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Hann leit út fyrir að vera sterkur maður en ekki feitur maður. Hann er samt að berjast við vigtina á hverju tímabili,“ sagði Balague. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
Luis Suarez átti mikinn þátt í sigurmarki Barcelona á móti Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið en sumir knattspyrnusérfræðingar hafa áhyggjur af vaxtarlagi Úrgvæmannsins sem ætti að vera einn að lykilmönnunum ætli Barcelona að vinna Meistaradeildina í ár. Luis Suarez vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Barcelona, 2014-15, en félagið hefur ekki unnið hana síðan. Suarez fékk ekki markið á Old Trafford skráð á sig og hefur því enn ekki skorað í Meistaradeildinni á þessu tímabili. 7 leikir og ekkert mark og hann skoraði aðeins eitt mark í tíu leikjum í Meistaradeildinni í fyrra þar sem Barcelona datt út á móti Roma í átta liða úrslitunum. Luis Suarez er aftur á móti með 23 mörk í 35 leikjum í deild og bikar á Spáni þar sem Barcelona á möguleika að vinna tvöfalt.Join @Steve_Crossman, @GuillemBalague, @honigstein and @LaurensJulien to look back at this week's Champions League action. Download the latest Football Daily here: : https://t.co/QyEtthokcZpic.twitter.com/dYDjBkiyPg — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 11, 2019Einn af þeim sem fór hvað lengst í að gagnrýna líkamlegt ástand Luis Suarez var franski blaðamaðurinn Julien Laurens. Julien skrifar fyrir Le Parisien en er vinsæll gestur í þáttum BT Sport Talksport og ESPN þar sem hann hefur aðsetur í London. „Hversu mörgum kílóum hefur hann bætt á sig? Þetta er ótrúlegt,“ byrjaði Julien Laurens í þættinum Football Daily á BBC Radio 5 Live. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu þegar ég horfði á leikina hans í sjónvarpinu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hann á staðnum. Ég trúi því ekki hversu feitur Suarez er. Ég skil bara ekki hvernig félag getur leyft leikmanni að fitna svona,“ sagði Laurens. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague kom þá Luis Suarez aðeins til varnar. „Þetta eru bara sterkir vöðvar. Ég var með honum fyrir einum og hálfum mánuði síðan og tók við hann viðtal. Í návígi þá er hann ekki svona stór. Hann lítur bara út fyrir að hafa bætt við sig vöðvum,“ sagði Guillem Balague. „Hann er að glíma við hnémeiðsli svo hann þarf að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Hann leit út fyrir að vera sterkur maður en ekki feitur maður. Hann er samt að berjast við vigtina á hverju tímabili,“ sagði Balague.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira