Fyrrum lögmaður Obama ákærður vegna vinnu í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2019 23:38 Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Greg Craig, sem starfaði sem æðsti lögmaður Hvíta hússins í forsetatíð Barack Obama, hefur verið ákærður fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um störf hans fyrir yfirvöld Úkraínu árið 2012. Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Manafort játaði í fyrra að hafa brotið lög vegna vinnu hans fyrir Viktor Yanukvovych, fyrrverandi forseta, og bandamenn hans. Craig, sem er 74 ára gamall, gæti setið í fangelsi í allt að tíu ár fyrir að ljúga að rannsakendum og fyrir að brjóta lög sem snúa að því vinnu Bandaríkjamanna fyrir önnur ríki. Sjálfur segist hann hafa leitt teymi lögfræðinga við vinnu að skýrslu fyrir Dómsmálaráðuneyti Úkraínu. Hann segir þá ekki hafa talið sig þurfa að skrá sig sem útsendara annars ríkis vegna þeirrar vinnu. „Þessar ákærur eru án fordæmis og eiga ekki rétt á sér,“ sagði Craig í yfirlýsingu sem hann birti á Youtube í dag. „Ég er viss um að bæði dómari og kviðdómendur verði sammála mér.“Fyrirtæki Craig var ráðið af Dómsmálaráðuneyti Úkraínu til að endurskoða málaflutning ráðuneytisins gagnvart Yuliu Tymoshenko, pólitísks andstæðings Yanukovych. Samkvæmt Washington Post segir í ákærunni að vinna Craig og starfsmanna hans hafi verið liður í áætlun Manafort til að bæta ímynd forsetans á alþjóðasviðinu.Mannréttindasamtök segja að skýrsla Craig og félaga hafi verið hvítþvottur á mannréttindabrotum Yanukovych gagnvart Tymoshenko og að hún hafi verið handtekin vegna andstöðu sinnar gagnvart forsetanum. Ríkisstjórn Yanukovych sagði að fyrirtæki Craig hefði fengið tólf þúsund dali fyrir skýrsluna. Saksóknarar halda því þó fram að Manafort hafi notast við aflandsfélag til að greiða fyrirtækinu fjórar milljónir dala til viðbótar og að Victor Pinchuk, vellauðugur Úkraínumaður, hafi borgað brúsann. Þá segja saksóknarar að Craig hafi ekki skráð sig sem útsendara annars ríkis af ótta við að upp myndi komast um greiðsluna og að hann myndi eiga erfitt með að starfa aftur fyrir hið opinbera í Bandaríkjunum. Bandaríkin Úkraína Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Greg Craig, sem starfaði sem æðsti lögmaður Hvíta hússins í forsetatíð Barack Obama, hefur verið ákærður fyrir að ljúga að útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna um störf hans fyrir yfirvöld Úkraínu árið 2012. Málið gegn Craig varð til vegna Rússarannsóknar Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og vinnu sem Craig er sagður hafa unnið fyrir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Manafort játaði í fyrra að hafa brotið lög vegna vinnu hans fyrir Viktor Yanukvovych, fyrrverandi forseta, og bandamenn hans. Craig, sem er 74 ára gamall, gæti setið í fangelsi í allt að tíu ár fyrir að ljúga að rannsakendum og fyrir að brjóta lög sem snúa að því vinnu Bandaríkjamanna fyrir önnur ríki. Sjálfur segist hann hafa leitt teymi lögfræðinga við vinnu að skýrslu fyrir Dómsmálaráðuneyti Úkraínu. Hann segir þá ekki hafa talið sig þurfa að skrá sig sem útsendara annars ríkis vegna þeirrar vinnu. „Þessar ákærur eru án fordæmis og eiga ekki rétt á sér,“ sagði Craig í yfirlýsingu sem hann birti á Youtube í dag. „Ég er viss um að bæði dómari og kviðdómendur verði sammála mér.“Fyrirtæki Craig var ráðið af Dómsmálaráðuneyti Úkraínu til að endurskoða málaflutning ráðuneytisins gagnvart Yuliu Tymoshenko, pólitísks andstæðings Yanukovych. Samkvæmt Washington Post segir í ákærunni að vinna Craig og starfsmanna hans hafi verið liður í áætlun Manafort til að bæta ímynd forsetans á alþjóðasviðinu.Mannréttindasamtök segja að skýrsla Craig og félaga hafi verið hvítþvottur á mannréttindabrotum Yanukovych gagnvart Tymoshenko og að hún hafi verið handtekin vegna andstöðu sinnar gagnvart forsetanum. Ríkisstjórn Yanukovych sagði að fyrirtæki Craig hefði fengið tólf þúsund dali fyrir skýrsluna. Saksóknarar halda því þó fram að Manafort hafi notast við aflandsfélag til að greiða fyrirtækinu fjórar milljónir dala til viðbótar og að Victor Pinchuk, vellauðugur Úkraínumaður, hafi borgað brúsann. Þá segja saksóknarar að Craig hafi ekki skráð sig sem útsendara annars ríkis af ótta við að upp myndi komast um greiðsluna og að hann myndi eiga erfitt með að starfa aftur fyrir hið opinbera í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Úkraína Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira