Gaman Ferðir hætta starfsemi Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2019 21:00 Bragi Hinrik Magnússon, Skúli Mogensen, Þór Bæring Ólafsson og Engilbert Hafsteinsson þegar tilkynnt var árið 2015 að WOW hefði eignast 49 prósent í Gaman-Ferðum. WOW air Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir, sem var að 49% hlut í eigu WOW Air, hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og er hætt rekstri. Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman Ferðum segir í samtali við Vísi að síðustu tvær vikur hafi verið erfiðar. Fall WOW Air hafi verið meira áfall en búist var við, en ferðaskrifstofan var skipulagði að mestu leiti ferðir í kringum flug félagsins. Þór segir að þrátt fyrir að Gaman Ferðir hafi verið rekið í plús hafi verið ljóst að lausafjárstaða félagsins yrði ekki nógu sterk næsta hálfa árið. Því hafi ákvörðunin verið tekin til að þjónusta best hagsmunum viðskiptavina og starfsfólks. Á undanförnum vikum eftir fall WOW hafa Gaman Ferðir staðið í ströngu við að reyna að bjarga ferðum sem bókaðar höfðu verið, meðal annars með því að leita til annarra þjónustuaðila. Þór segir að áformaður sé fundur með ferðamálastofu og í kjölfar fundarins verði ljóst um hvaða ferðir munu falla niður. Gaman Ferðir báru lögbundnar tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að hafa og munu þær grípa inn í og endurgreiða þeim sem ekki komast í fyrirhugaðar ferðir. Til þess þurfa farþegar að leita til Ferðamálastofu. Gaman Ferðir hafa undanfarin ár staðið að ýmiskonar ferðum, borgarferðum, sólarlandaferðum og ferðum á íþróttaleiki og tónleika. Eitthvað er af fólki sem er statt erlendis á vegum Gaman Ferða en Þór segir að það fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðunni. Búið sé að greiða fyrir öll flug og þjónustu í þeim ferðum. Þór segir skrefin sem tekin hafa verið erfið en hafi verið þau bestu í stöðunni, fyrir viðskiptavini Gaman Ferða. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Gaman-Ferðir grípa til uppsagna vegna falls WOW air WOW air átti 49 prósent í Gaman-Ferðum. 29. mars 2019 16:20 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir, sem var að 49% hlut í eigu WOW Air, hefur skilað inn ferðaskrifstofuleyfi sínu og er hætt rekstri. Þór Bæring Ólafsson hjá Gaman Ferðum segir í samtali við Vísi að síðustu tvær vikur hafi verið erfiðar. Fall WOW Air hafi verið meira áfall en búist var við, en ferðaskrifstofan var skipulagði að mestu leiti ferðir í kringum flug félagsins. Þór segir að þrátt fyrir að Gaman Ferðir hafi verið rekið í plús hafi verið ljóst að lausafjárstaða félagsins yrði ekki nógu sterk næsta hálfa árið. Því hafi ákvörðunin verið tekin til að þjónusta best hagsmunum viðskiptavina og starfsfólks. Á undanförnum vikum eftir fall WOW hafa Gaman Ferðir staðið í ströngu við að reyna að bjarga ferðum sem bókaðar höfðu verið, meðal annars með því að leita til annarra þjónustuaðila. Þór segir að áformaður sé fundur með ferðamálastofu og í kjölfar fundarins verði ljóst um hvaða ferðir munu falla niður. Gaman Ferðir báru lögbundnar tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að hafa og munu þær grípa inn í og endurgreiða þeim sem ekki komast í fyrirhugaðar ferðir. Til þess þurfa farþegar að leita til Ferðamálastofu. Gaman Ferðir hafa undanfarin ár staðið að ýmiskonar ferðum, borgarferðum, sólarlandaferðum og ferðum á íþróttaleiki og tónleika. Eitthvað er af fólki sem er statt erlendis á vegum Gaman Ferða en Þór segir að það fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðunni. Búið sé að greiða fyrir öll flug og þjónustu í þeim ferðum. Þór segir skrefin sem tekin hafa verið erfið en hafi verið þau bestu í stöðunni, fyrir viðskiptavini Gaman Ferða.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Gaman-Ferðir grípa til uppsagna vegna falls WOW air WOW air átti 49 prósent í Gaman-Ferðum. 29. mars 2019 16:20 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Gaman-Ferðir grípa til uppsagna vegna falls WOW air WOW air átti 49 prósent í Gaman-Ferðum. 29. mars 2019 16:20