Þingmaður Pírata vill heyra „töfralausnina“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2019 15:59 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvernig ríkisstjórnin ætlar að lækka vexti og halda verðbólgu samhliða í lágmargi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að fá að heyra hver „töfralausn“ ríkisstjórnarinnar væri sem myndi lækka vexti samhliða því að halda verðbólgu í lágmarki. Hann kom ósk sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag í tengslum við aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. „Helsta tæki Seðlabankans til að halda verðbólgumarkmiði eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki. Seðlabankinn heldur niðri verðbólgu með því að hækka vexti. Áskorunin um lága vexti og litla verðbólgu mun því augljóslega ekki vera í höndum Seðlabanka heldur ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví. Á heimsvísu séu vextir lágir þannig að Björn leyfir sér trúa að verkefnið sé gerlegt. „Á sama tíma er hins vegar gert ráð fyrir næstum því fjögurra prósenta verðbólgu á næstunni. Það er langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og ef þar á að beita verðbólgustýringartækjum þá hlýtur maður að búast við vaxtahækkun en það má hins vegar ekki því það brýtur gegn markmiðum stjórnvalda um að lækka vexti. Því verða stjórnvöld að gera eitthvað og nú reynir á því að á þeim áratugum sem Ísland hefur glímt við verðbólgudrauginn þá hefur aldrei fundist varanleg lausn.“ Björn Leví sagðist þó ekki hafa fundið neitt um þessa lausn í fjármálaáætlun. „Núna eftir langvarandi tímabil lítillar verðbólgu þegar hún er aftur farin að láta á sér kræla þegar sögur eru á kreiki um undirliggjandi þrýsting um verðhækkanir vegna kjarasamninga þá er allt í einu komin lausn. Lausnina er hins vegar ekki að finna í fjármálaáætlun sem nú er fjallað um í nefndum þingsins. Lausnin hlýtur því að vera viðbót og ég hlakka til að heyra meira um þessa lausn því að hún hlýtur að hafa þó nokkur áhrif á fjármálaáætlun og peningastefnuna ef út í það er farið.“ Björn Leví sagðist þó ekki vera neitt mjög bjartsýnn um að lausnin væri yfir höfuð til. „Hvað sem verður þá hlakkar til að sjá þessa töfralausn sem leiðir til lægri vaxta og lægri verðbólgu á sama tíma. Sú töfralausn finnst ekki í fjármálaáætlun og ef hún er þar þá er ríkisstjórnin ekkert að monta sig yfir því að hafa leyst eitt helsta efnahagsvandamál Íslands; háa vexti og háa verðbólgu. Mér finnst það frekar ólíklegt að það sé málið og því ætla ég að giska að lausnin hafi komið í gegnum aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum og sú lausn hlýtur að hafa áhrif á fjármálaáætlunina.“ Alþingi Kjaramál Píratar Seðlabankinn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að fá að heyra hver „töfralausn“ ríkisstjórnarinnar væri sem myndi lækka vexti samhliða því að halda verðbólgu í lágmarki. Hann kom ósk sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á Alþingi í dag í tengslum við aðkomu ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum. „Helsta tæki Seðlabankans til að halda verðbólgumarkmiði eru vextir bankans í viðskiptum við önnur fjármálafyrirtæki. Seðlabankinn heldur niðri verðbólgu með því að hækka vexti. Áskorunin um lága vexti og litla verðbólgu mun því augljóslega ekki vera í höndum Seðlabanka heldur ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví. Á heimsvísu séu vextir lágir þannig að Björn leyfir sér trúa að verkefnið sé gerlegt. „Á sama tíma er hins vegar gert ráð fyrir næstum því fjögurra prósenta verðbólgu á næstunni. Það er langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og ef þar á að beita verðbólgustýringartækjum þá hlýtur maður að búast við vaxtahækkun en það má hins vegar ekki því það brýtur gegn markmiðum stjórnvalda um að lækka vexti. Því verða stjórnvöld að gera eitthvað og nú reynir á því að á þeim áratugum sem Ísland hefur glímt við verðbólgudrauginn þá hefur aldrei fundist varanleg lausn.“ Björn Leví sagðist þó ekki hafa fundið neitt um þessa lausn í fjármálaáætlun. „Núna eftir langvarandi tímabil lítillar verðbólgu þegar hún er aftur farin að láta á sér kræla þegar sögur eru á kreiki um undirliggjandi þrýsting um verðhækkanir vegna kjarasamninga þá er allt í einu komin lausn. Lausnina er hins vegar ekki að finna í fjármálaáætlun sem nú er fjallað um í nefndum þingsins. Lausnin hlýtur því að vera viðbót og ég hlakka til að heyra meira um þessa lausn því að hún hlýtur að hafa þó nokkur áhrif á fjármálaáætlun og peningastefnuna ef út í það er farið.“ Björn Leví sagðist þó ekki vera neitt mjög bjartsýnn um að lausnin væri yfir höfuð til. „Hvað sem verður þá hlakkar til að sjá þessa töfralausn sem leiðir til lægri vaxta og lægri verðbólgu á sama tíma. Sú töfralausn finnst ekki í fjármálaáætlun og ef hún er þar þá er ríkisstjórnin ekkert að monta sig yfir því að hafa leyst eitt helsta efnahagsvandamál Íslands; háa vexti og háa verðbólgu. Mér finnst það frekar ólíklegt að það sé málið og því ætla ég að giska að lausnin hafi komið í gegnum aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum og sú lausn hlýtur að hafa áhrif á fjármálaáætlunina.“
Alþingi Kjaramál Píratar Seðlabankinn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Sjá meira
Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag. 11. apríl 2019 14:40