Norðurlönd taka höndum saman gegn plastmengun í hafinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 20:30 Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa tekið höndum saman um alþjóðlegar aðgerðir gegn plastmengun í hafinu og telja að Norðurlöndin geti haft forystu í þeirri baráttu. Ungt fólk á Norðurlöndum sem þingaði í Reykjavík í dag hefur áhyggjur af afleiðingum loftlagsbreytinganna. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna funduðu í Reykjavík í dag og skrifuðu undir tillögu um að þróa áfram alþjóðlegt samkomulag um varnir gegn plastrusli og örplastmengun í hafinu, sem þekki engin landamæri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að norrænu ríkin vinni saman í þessum efnum. „En þau eru mjög samstíga og mikill einhugur á þessum fundi. Bæði hvað varðar plastmálin og loftlagsmálin. Forsætisráðherrarnir okkar samþykktu yfirlýsingu í Helsinki um loftlagsmál sem við erum að fylgja eftir. Ekki síst í því sem snýst um kolefnishlutleysi. Plastmengun hafi verið tekin fyrir á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Norðurlöndin vilji vinna saman að því varnir gegn plastmengun verði teknar föstum tökum á alþjóðavettvangi. „Og stuðla að því að það verði alþjóðlegur samningur til að varna plastmengun ekki hvað síst í hafi. Við viljum senda þetta áfram til annarra alþjóðlegra hópa og stofnanna.Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs.Vísir/BaldurOg þá kemur sér vel að Ola Elvestuen umhverfisráðherra Noregs verður forseti næsta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna árið 2021. En Norðmenn áttu frumkvæði að tillögum landanna varðandi plastmengun. „Það er mikilvægt að Norðurlöndin standi sig í að draga úr eigin losun. Enginn vafi er á því að Norðurlöndin gegna forystuhlutverki á alþjóðavettvangi. Til að uppfylla ákvæði loftslagssamninga þurfa ríkin hvert fyrir sig að standa sig varðandi plastið og einnig í öðrum umhverfismálum,“ segir Elvestuen.Unga fólkið hefur áhyggjur af framtíðinni Umhverfisráðherrar Norðurlandanna áttu sameiginlegan fund á Nauthóli í morgun. En eftir hádegi fóru þeir í Hörpu á sérstakt ungmennaþing um umhverfismál og sátu þar fyrir svörum. Ungt fólk frá ýmsum samtökum á Norðurlöndum sat þingið sem var haldið undir yfirskriftinni „Sjálfbær neysla og framleiðsla.“ Unga baráttukonan Greta Thunberg frá Svíþjóð kom ekki til Íslands vegna kolefnisfótsporsins, en ávarpaði þingið með fjarfundarbúnaði. „Við þurfum að grípa til ráðstafana núna því hver dagur sem líður án raunhæfra aðgerða er ósigur og sérhvert ár sem líður án raunhæfra aðgerða er hörmulegt,“ sagði Greta í ávarpi sínu.Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn.Vísir/BaldurOg ungu þingfulltrúarnir í Hörpu taka undir með Grétu. Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn hefur aðlagað loftlagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir Skátahreyfinguna. „Ég tel að þótt samfélag okkar hafi vitað af þessari vá árum saman, að hún muni hafa áhrif á okkur og að við finnum núna fyrir því á eigin skrokki er það samt aðeins of seint. Þess vegna neyðumst við til að bregðast við núna,“ sagði Friis.Mathias Bragi Ölvisson.Vísir/BaldurMathias Bragi Ölvisson segir mannkynið hafa skamman tíma til að undirbúa sig gagnvart óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinganna sem of seint sé að snúa við og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðrar afleiðingar sem hægt sé að halda í skefjum. „Við höfum nefnilega áhyggjur af framtíðinni. Hún er svolítið í óvissu. Það er aðgerðarleysið sem einkennir helstu stjórnvöld í heiminum. Við erum ekki að gera nóg. Við höfum núna bara tíu ár samkvæmt ítarlegri skýrslu frá IPCC. Og við þurfum að taka í taumana áður en það er of seint,“ segir Mathias. Umhverfismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa tekið höndum saman um alþjóðlegar aðgerðir gegn plastmengun í hafinu og telja að Norðurlöndin geti haft forystu í þeirri baráttu. Ungt fólk á Norðurlöndum sem þingaði í Reykjavík í dag hefur áhyggjur af afleiðingum loftlagsbreytinganna. Umhverfisráðherrar Norðurlandanna funduðu í Reykjavík í dag og skrifuðu undir tillögu um að þróa áfram alþjóðlegt samkomulag um varnir gegn plastrusli og örplastmengun í hafinu, sem þekki engin landamæri. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir mikilvægt að norrænu ríkin vinni saman í þessum efnum. „En þau eru mjög samstíga og mikill einhugur á þessum fundi. Bæði hvað varðar plastmálin og loftlagsmálin. Forsætisráðherrarnir okkar samþykktu yfirlýsingu í Helsinki um loftlagsmál sem við erum að fylgja eftir. Ekki síst í því sem snýst um kolefnishlutleysi. Plastmengun hafi verið tekin fyrir á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra. Norðurlöndin vilji vinna saman að því varnir gegn plastmengun verði teknar föstum tökum á alþjóðavettvangi. „Og stuðla að því að það verði alþjóðlegur samningur til að varna plastmengun ekki hvað síst í hafi. Við viljum senda þetta áfram til annarra alþjóðlegra hópa og stofnanna.Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs.Vísir/BaldurOg þá kemur sér vel að Ola Elvestuen umhverfisráðherra Noregs verður forseti næsta umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna árið 2021. En Norðmenn áttu frumkvæði að tillögum landanna varðandi plastmengun. „Það er mikilvægt að Norðurlöndin standi sig í að draga úr eigin losun. Enginn vafi er á því að Norðurlöndin gegna forystuhlutverki á alþjóðavettvangi. Til að uppfylla ákvæði loftslagssamninga þurfa ríkin hvert fyrir sig að standa sig varðandi plastið og einnig í öðrum umhverfismálum,“ segir Elvestuen.Unga fólkið hefur áhyggjur af framtíðinni Umhverfisráðherrar Norðurlandanna áttu sameiginlegan fund á Nauthóli í morgun. En eftir hádegi fóru þeir í Hörpu á sérstakt ungmennaþing um umhverfismál og sátu þar fyrir svörum. Ungt fólk frá ýmsum samtökum á Norðurlöndum sat þingið sem var haldið undir yfirskriftinni „Sjálfbær neysla og framleiðsla.“ Unga baráttukonan Greta Thunberg frá Svíþjóð kom ekki til Íslands vegna kolefnisfótsporsins, en ávarpaði þingið með fjarfundarbúnaði. „Við þurfum að grípa til ráðstafana núna því hver dagur sem líður án raunhæfra aðgerða er ósigur og sérhvert ár sem líður án raunhæfra aðgerða er hörmulegt,“ sagði Greta í ávarpi sínu.Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn.Vísir/BaldurOg ungu þingfulltrúarnir í Hörpu taka undir með Grétu. Margethe Grønvold Friis frá Kaupmannahöfn hefur aðlagað loftlagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir Skátahreyfinguna. „Ég tel að þótt samfélag okkar hafi vitað af þessari vá árum saman, að hún muni hafa áhrif á okkur og að við finnum núna fyrir því á eigin skrokki er það samt aðeins of seint. Þess vegna neyðumst við til að bregðast við núna,“ sagði Friis.Mathias Bragi Ölvisson.Vísir/BaldurMathias Bragi Ölvisson segir mannkynið hafa skamman tíma til að undirbúa sig gagnvart óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinganna sem of seint sé að snúa við og grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir aðrar afleiðingar sem hægt sé að halda í skefjum. „Við höfum nefnilega áhyggjur af framtíðinni. Hún er svolítið í óvissu. Það er aðgerðarleysið sem einkennir helstu stjórnvöld í heiminum. Við erum ekki að gera nóg. Við höfum núna bara tíu ár samkvæmt ítarlegri skýrslu frá IPCC. Og við þurfum að taka í taumana áður en það er of seint,“ segir Mathias.
Umhverfismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira