Klopp baðst afsökunar á því að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 10:30 Jürgen Klopp faðmar Jordan Henderson. Getty/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vera sér að kenna hvað Jordan Henderson hefur lítið sýnt í sóknarleik liðsins síðustu átján mánuði. Hinn 28 ára gamli Jordan Henderson hefur verið talsvert gagnrýndur en á móti Porto í Meistaradeildinni í gær þá spilaði hann mun framar á miðjunni en síðustu misseri. Jordan Henderson bjó til þrjú færi fyrir félaga sína í leiknum eða meira en nokkur annar leikmaður á vellinum. Hann hjálpaði líka við að búa til markið fyrir Roberto Firmino."Sorry Jordan." Liverpool boss Jurgen Klopp has an apology to make. Here https://t.co/UnPZmIAKy5#LFCpic.twitter.com/Tvf66lTict — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019Í leiknum á undan skoraði Jordan Henderson þriðja markið á móti Southampton og hefur því verið að minna á sig í sóknarleiknum á síðustu dögum. „Hendo er stórkostlegur leikmaður,“ sagði Jürgen Klopp um fyrirliða sinn. Hann baðst afsökunar að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu undanfarna átján mánuði. „Ég er virkilega ánægður að hann getur nú sýnt það á ný. Hann er hrifinn af þessari stöðu en það er mér að kenna að hann spilaði sem afturliggjandi miðjumaður í eitt og hálft ár. Við þurftum bara á honum að halda þar,“ sagði Jürgen Klopp.Just heard in the MOTD/BBC Sport office: "Henderson is playing like prime Zidane!"https://t.co/wYtGXhXFDs#TOTMCIpic.twitter.com/dND83AVjLo — Match of the Day (@BBCMOTD) April 9, 2019Henderson spilaði Trent Alexander-Arnold frían í öðru markinu og Roberto Firmino skoraði síðan eftir fyrirgjöf Alexander-Arnold. „Seinna markið var stórkostleg og hann átti líka fyrirgjöfina í marki Sadio sem var dæmt af,“ sagði Klopp. „Það var örlítil rangstaða en samt frábær fyrirgjöf. Mögnuð spilamennsku og spilamennska sem ég er hrifin af,“ sagði Klopp.Jordan Henderson er leikmaður númer 14 á þessum kortum BBC.Skjámynd/BBCBreska ríkisútvarpið skoðaði betur hvar Jordan Henderson spilaði á móti Porto í gær miðað við leikinn á móti Tottenham á dögunum. Þar má sjá mikinn mun hvað það varðar að enski landsliðsmaðurinn var miklu framar á móti Porto. „Við áttum þennan sigur hundrað prósent skilið. Við skoruðu tvö yndisleg mörk og við komust oft í hættuleg færi,“ sagði Klopp. „2-0 eru virkilega, virkilega góð úrslit. Ég hefði líka tekið við þeim fyrir leikinn og ég tek þau líka núna,“ sagði Klopp. „Þetta er enn þá leikur og við verðum að fara til þeirra og berjast fyrir okkar sæti í undanúrslitunum. Það verður mjög erfiður leikur,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vera sér að kenna hvað Jordan Henderson hefur lítið sýnt í sóknarleik liðsins síðustu átján mánuði. Hinn 28 ára gamli Jordan Henderson hefur verið talsvert gagnrýndur en á móti Porto í Meistaradeildinni í gær þá spilaði hann mun framar á miðjunni en síðustu misseri. Jordan Henderson bjó til þrjú færi fyrir félaga sína í leiknum eða meira en nokkur annar leikmaður á vellinum. Hann hjálpaði líka við að búa til markið fyrir Roberto Firmino."Sorry Jordan." Liverpool boss Jurgen Klopp has an apology to make. Here https://t.co/UnPZmIAKy5#LFCpic.twitter.com/Tvf66lTict — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019Í leiknum á undan skoraði Jordan Henderson þriðja markið á móti Southampton og hefur því verið að minna á sig í sóknarleiknum á síðustu dögum. „Hendo er stórkostlegur leikmaður,“ sagði Jürgen Klopp um fyrirliða sinn. Hann baðst afsökunar að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu undanfarna átján mánuði. „Ég er virkilega ánægður að hann getur nú sýnt það á ný. Hann er hrifinn af þessari stöðu en það er mér að kenna að hann spilaði sem afturliggjandi miðjumaður í eitt og hálft ár. Við þurftum bara á honum að halda þar,“ sagði Jürgen Klopp.Just heard in the MOTD/BBC Sport office: "Henderson is playing like prime Zidane!"https://t.co/wYtGXhXFDs#TOTMCIpic.twitter.com/dND83AVjLo — Match of the Day (@BBCMOTD) April 9, 2019Henderson spilaði Trent Alexander-Arnold frían í öðru markinu og Roberto Firmino skoraði síðan eftir fyrirgjöf Alexander-Arnold. „Seinna markið var stórkostleg og hann átti líka fyrirgjöfina í marki Sadio sem var dæmt af,“ sagði Klopp. „Það var örlítil rangstaða en samt frábær fyrirgjöf. Mögnuð spilamennsku og spilamennska sem ég er hrifin af,“ sagði Klopp.Jordan Henderson er leikmaður númer 14 á þessum kortum BBC.Skjámynd/BBCBreska ríkisútvarpið skoðaði betur hvar Jordan Henderson spilaði á móti Porto í gær miðað við leikinn á móti Tottenham á dögunum. Þar má sjá mikinn mun hvað það varðar að enski landsliðsmaðurinn var miklu framar á móti Porto. „Við áttum þennan sigur hundrað prósent skilið. Við skoruðu tvö yndisleg mörk og við komust oft í hættuleg færi,“ sagði Klopp. „2-0 eru virkilega, virkilega góð úrslit. Ég hefði líka tekið við þeim fyrir leikinn og ég tek þau líka núna,“ sagði Klopp. „Þetta er enn þá leikur og við verðum að fara til þeirra og berjast fyrir okkar sæti í undanúrslitunum. Það verður mjög erfiður leikur,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira