Greiddi nærri þrjá milljarða fyrir Bókun Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. apríl 2019 06:45 Hjalti Baldursson, forstjóri og annar stofnenda Bókunar Bandaríski bókunarrisinn TripAdvisor, sem rekur stærsta ferðavef heims, greiddi 23 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 2,7 milljörðum króna, fyrir allt hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun á síðasta ári, eftir því sem fram kemur í ársreikningi bandaríska félagsins sem var gerður opinber í síðasta mánuði. Tilkynnt var um kaup TripAdvisor á Bókun, sem sérhæfir sig í þróun á hugbúnaði fyrir ferðaþjónustuna, í apríl í fyrra og var þá sérstaklega tekið fram að kaupverðið væri trúnaðarmál. Seljendur voru stofnendurnir Hjalti Baldursson, sem fór með 45 prósenta hlut í Bókun, og Ólafur Gauti Guðmundsson, sem átti tæplega 32 prósenta hlut, auk þess sem Norvik, sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, seldi 24 prósenta hlut sinn í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu. Norvik gekk inn í hluthafahópinn árið 2017 en áður áttu Hjalti, sem er forstjóri Bókunar, og Ólafur Gauti tæknistjóri félagið að fullu. Bókun hefur vaxið hratt frá stofnun árið 2012 og er hugbúnaðar félagsins nú mest notaða sölu- og birgðakerfið í íslenskri ferðaþjónustu. Í tilkynningu vegna kaupanna var tekið fram að með kaupunum myndi TripAdvisor útvíkka vöruframboð sitt, með því að þjónusta ferðaþjónustufyrirtæki með rekstrar- og stjórnunarhugbúnaði, til viðbótar við að starfrækja stærsta dreifingarnet á heiminum fyrir ferðir og afþreyingu. Höfuðstöðvar Bókunar eru áfram á Íslandi í kjölfar kaupanna og er stefnt að umtalsverðum vexti fyrirtækisins en starfsmenn þess voru um tuttugu talsins um mitt síðasta ár. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Bandaríski bókunarrisinn TripAdvisor, sem rekur stærsta ferðavef heims, greiddi 23 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 2,7 milljörðum króna, fyrir allt hlutafé í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun á síðasta ári, eftir því sem fram kemur í ársreikningi bandaríska félagsins sem var gerður opinber í síðasta mánuði. Tilkynnt var um kaup TripAdvisor á Bókun, sem sérhæfir sig í þróun á hugbúnaði fyrir ferðaþjónustuna, í apríl í fyrra og var þá sérstaklega tekið fram að kaupverðið væri trúnaðarmál. Seljendur voru stofnendurnir Hjalti Baldursson, sem fór með 45 prósenta hlut í Bókun, og Ólafur Gauti Guðmundsson, sem átti tæplega 32 prósenta hlut, auk þess sem Norvik, sem er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, seldi 24 prósenta hlut sinn í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu. Norvik gekk inn í hluthafahópinn árið 2017 en áður áttu Hjalti, sem er forstjóri Bókunar, og Ólafur Gauti tæknistjóri félagið að fullu. Bókun hefur vaxið hratt frá stofnun árið 2012 og er hugbúnaðar félagsins nú mest notaða sölu- og birgðakerfið í íslenskri ferðaþjónustu. Í tilkynningu vegna kaupanna var tekið fram að með kaupunum myndi TripAdvisor útvíkka vöruframboð sitt, með því að þjónusta ferðaþjónustufyrirtæki með rekstrar- og stjórnunarhugbúnaði, til viðbótar við að starfrækja stærsta dreifingarnet á heiminum fyrir ferðir og afþreyingu. Höfuðstöðvar Bókunar eru áfram á Íslandi í kjölfar kaupanna og er stefnt að umtalsverðum vexti fyrirtækisins en starfsmenn þess voru um tuttugu talsins um mitt síðasta ár.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira