Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2019 08:45 Það hefur verið tekist hart á um þriðja orkupakkann en tveir flokkar á þingi, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins, leggjast gegn honum. grafík/fréttablaðið Umræðu um þriðja orkupakkann var fram haldið á Alþingi í gær. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru efins um þingsályktunartillöguna á meðan hinir flokkarnir munu samþykkja tilskipunina nokkuð örugglega. Í umræðunni í gær kom berlega í ljós að andstæðingar tilskipunarinnar fundu henni allt til foráttu og töldu að Íslendingar myndu hæglega tapa yfirráðum sínum yfir orkuauðlindum landsins. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, segir þriðja orkupakkann í raun þriðja skrefið af fimm í því að útlendingar, án þess að nefna hverjir það eru, nái yfirráðum hér í orkumálum, festi okkur á innri orkumarkaðinn og leggi sæstreng hingað til lands. Að þriðji orkupakkinn sé í raun liður í einkavæðingu Landsvirkjunar. „Það er alveg á hreinu að orkuauðlindir okkar og markaður þeirra var á engan hátt felldur inn í innri markað ESB þegar við gerðum EES-samninginn á sínum tíma,“ sagði Inga. „Ísland er eyja úti í Atlantshafi. Við búum yfir eftirsóknarverðum og verðmætum orkuauðlindum, við höfum næga orku sem er að mestu endurnýjanleg og okkur hefur tekist að halda þannig á málum að verðið á raforku er með því lægsta sem þekkist.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var ein þeirra sem töluðu fyrir frumvarpinu úr hópi stjórnarandstöðunnar. Sagði hún mikilvægt að menn kynntu sér gögnin sem liggja fyrir til að glöggva sig á málinu. Hún benti einnig á að formenn Viðreisnar og Samfylkingar hefðu átt samræður við ríkisstjórnina um að greiða fyrir þessu máli með stuðningi. Í lok ræðunnar sagði hún alvarlegt ef væri vísvitandi verið að reyna að afvegaleiða eða plata fólk. „Við skulum taka umræðu um að vera innan eða utan EES á öðrum vettvangi og á öðrum forsendum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það á ekki að fara bakdyramegin að fólki og telja því trú um eitthvað sem ekki er satt og rétt. „Er þetta það nauðsynlegasta sem Alþingi þarf að fást við núna, að innleiða einhver lög sem við fáum í pósti sem varða ekki Ísland,“ bætti Inga Sæland við í sinni ræðu. „Sem er algjör óþarfi og ef trúa má stuðningsmönnum þriðja orkupakkans þá hreinlega skiptir þessi tilskipun engu máli,“ segir Inga Sæland einnig. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Umræðu um þriðja orkupakkann var fram haldið á Alþingi í gær. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru efins um þingsályktunartillöguna á meðan hinir flokkarnir munu samþykkja tilskipunina nokkuð örugglega. Í umræðunni í gær kom berlega í ljós að andstæðingar tilskipunarinnar fundu henni allt til foráttu og töldu að Íslendingar myndu hæglega tapa yfirráðum sínum yfir orkuauðlindum landsins. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, segir þriðja orkupakkann í raun þriðja skrefið af fimm í því að útlendingar, án þess að nefna hverjir það eru, nái yfirráðum hér í orkumálum, festi okkur á innri orkumarkaðinn og leggi sæstreng hingað til lands. Að þriðji orkupakkinn sé í raun liður í einkavæðingu Landsvirkjunar. „Það er alveg á hreinu að orkuauðlindir okkar og markaður þeirra var á engan hátt felldur inn í innri markað ESB þegar við gerðum EES-samninginn á sínum tíma,“ sagði Inga. „Ísland er eyja úti í Atlantshafi. Við búum yfir eftirsóknarverðum og verðmætum orkuauðlindum, við höfum næga orku sem er að mestu endurnýjanleg og okkur hefur tekist að halda þannig á málum að verðið á raforku er með því lægsta sem þekkist.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var ein þeirra sem töluðu fyrir frumvarpinu úr hópi stjórnarandstöðunnar. Sagði hún mikilvægt að menn kynntu sér gögnin sem liggja fyrir til að glöggva sig á málinu. Hún benti einnig á að formenn Viðreisnar og Samfylkingar hefðu átt samræður við ríkisstjórnina um að greiða fyrir þessu máli með stuðningi. Í lok ræðunnar sagði hún alvarlegt ef væri vísvitandi verið að reyna að afvegaleiða eða plata fólk. „Við skulum taka umræðu um að vera innan eða utan EES á öðrum vettvangi og á öðrum forsendum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það á ekki að fara bakdyramegin að fólki og telja því trú um eitthvað sem ekki er satt og rétt. „Er þetta það nauðsynlegasta sem Alþingi þarf að fást við núna, að innleiða einhver lög sem við fáum í pósti sem varða ekki Ísland,“ bætti Inga Sæland við í sinni ræðu. „Sem er algjör óþarfi og ef trúa má stuðningsmönnum þriðja orkupakkans þá hreinlega skiptir þessi tilskipun engu máli,“ segir Inga Sæland einnig.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira