Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 19:45 Sigurður Oddsson hefur árum saman reynt að fá kostnað vegna tannréttinga dóttur sinnar endurgreiddan frá Sjúkratryggingum, án árangurs. Skjáskot Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Umhyggja, félag langveikra barna, skoraði á ráðherra og þingheim allan að bregðast við í dag. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu „Ég fæ þarna þrjár synjanir þegar ég ákveð að hafa samband við ráðuneytið,“ segir Sigurður. Þá var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra en Sigurður segist hafa fengið þau svör að ef dóttir hans væri með skarð í harða gómi þá ætti hún að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga. Það er raunin í tilfelli Sigþrúðar en allt kom fyrir ekki. Aftur var þeim synjað. „Við kærum líka, það er synjað og það er alltaf sagt að þetta sé ekki nógu slæmt og þeir verði að synja þessu. Þó að orðalagi hafi verið breytt 2013 í reglugerðinni, þá samt miða þeir alltaf við eldri reglugerðina,“ útskýrir Sigurður.Synja áfram þrátt fyrir breytingu á reglugerð Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Fyrr í þessum mánuði var heilbrigðisráðherra spurður á Alþingi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að taka af allan vafa um að þessi börn falli undir reglugerðina. „Hef ég óskað eftir því að ráðuneytið í samráði við Sjúkratryggingar Íslands rýni þessa stöðu. Bæði er varðar regluverkið, framkvæmdina og þá kemur til álita að endurskoða fyrirkomulag matsferlisins með það að markmið að veita þessum börnum betri þjónustu,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúinni fyrirspurn Ingu Sæland þann 11. apríl síðastliðinn. Sama dag fékk Sigurður enn eina synjunina frá Sjúkratryggingum. Umhyggja, félag langveikra barna, sendi í dag áskorun til allra þingmanna, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og Sjúkratrygginga, um að bregðast við strax. „Nú held ég að sé bara komið á endastöð og ráðherra verði bara að fara að taka á þessu,“ segir Sigurður. Það gangi ekki lengur að SÍ feli sig á bakvið reglugerð. „Þó að ráðherra og ráðuneytið túlki reglugerðina öðruvísi, að undirstofnunin geti bara sagt; „nei við ætlum ekkert að gera þetta svona.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Umhyggja, félag langveikra barna, skoraði á ráðherra og þingheim allan að bregðast við í dag. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu „Ég fæ þarna þrjár synjanir þegar ég ákveð að hafa samband við ráðuneytið,“ segir Sigurður. Þá var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra en Sigurður segist hafa fengið þau svör að ef dóttir hans væri með skarð í harða gómi þá ætti hún að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga. Það er raunin í tilfelli Sigþrúðar en allt kom fyrir ekki. Aftur var þeim synjað. „Við kærum líka, það er synjað og það er alltaf sagt að þetta sé ekki nógu slæmt og þeir verði að synja þessu. Þó að orðalagi hafi verið breytt 2013 í reglugerðinni, þá samt miða þeir alltaf við eldri reglugerðina,“ útskýrir Sigurður.Synja áfram þrátt fyrir breytingu á reglugerð Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Fyrr í þessum mánuði var heilbrigðisráðherra spurður á Alþingi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að taka af allan vafa um að þessi börn falli undir reglugerðina. „Hef ég óskað eftir því að ráðuneytið í samráði við Sjúkratryggingar Íslands rýni þessa stöðu. Bæði er varðar regluverkið, framkvæmdina og þá kemur til álita að endurskoða fyrirkomulag matsferlisins með það að markmið að veita þessum börnum betri þjónustu,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúinni fyrirspurn Ingu Sæland þann 11. apríl síðastliðinn. Sama dag fékk Sigurður enn eina synjunina frá Sjúkratryggingum. Umhyggja, félag langveikra barna, sendi í dag áskorun til allra þingmanna, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og Sjúkratrygginga, um að bregðast við strax. „Nú held ég að sé bara komið á endastöð og ráðherra verði bara að fara að taka á þessu,“ segir Sigurður. Það gangi ekki lengur að SÍ feli sig á bakvið reglugerð. „Þó að ráðherra og ráðuneytið túlki reglugerðina öðruvísi, að undirstofnunin geti bara sagt; „nei við ætlum ekkert að gera þetta svona.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði