Asia CrossFit Championship fór fram í Sjanghæ í Kína frá 27. til 29. apil og var eitt að mótunum sem gaf þátttökurétt á heimsleikunum í ágúst.
Oddrún Eik varð í öðru sæti á eftir Kristinu Holte fór Noregi sem var þegar búin að tryggja sig inn á leikana. Eik fékk því sætið á heimsleikana næsta haust.
Oddrún Eik náði ekki að vinna grein í keppninni en var í öðru sæti í fjórum fyrstu greinum og þriðja í þeirri fimmtu.
#acc2019 women’s podium @holtekristin @eikgylfadottir @alethea_boon @supercleary #acc2019 #ACC #accmoments #asiacrossfitchampionship #chinainvitational # #crossfitgames #CrossFit #Sanctionals Programmed by @hamplan @reebok @cluster.ltd @concept2china @competitioncorner @wodproof @bearkomplex @wodproof @theclinic.international @precor @assaultairbikeView this post on Instagram
A post shared by Asia CrossFit Championship (@asiacrossfitchampionship) on Apr 29, 2019 at 3:28am PDT
Þær Kristin Holte og Oddrún Eik voru í nokkrum sérflokki enda í efstu tveimur sætunum í fjórum fyrstu greinunum.
Oddrún Eik fékk ekki bara sæti á heimsleikunum því hún vann sér einnig inn tvö þúsund dollara í verðlaunafé eða rúmlega 244 þúsund íslenskar krónur.
Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttur hafa allar tryggt sér sæti á heimsleikunum og Ísland á því að minnsta kosti fimm dætur á leikunum í ár. Allar þessar fimm voru með á heimsleikunum í fyrra.