Keyrðu frá Kína til Íslands og draumurinn rættist Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 20:30 Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa draumaferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum. Þau hafa lent í ýmsum hremmingum á leiðinni en segja það allt vera þess virði. Ferðalag þeirra Tong Tong og Baibai, sem eru 26 ára gömul, hófst í Pakistan eftir talsverðan undirbúning og langan akstur í gegnum Kína. „Fyrir fimm mánuðum hófst ferðin og við höfum farið í gegnum 30 lönd áður en við komum hingað,“ segir Tong Tong. Þau hafa fengist við ýmislegt skemmtilegt á leiðinni. „Við gerum myndbönd og öflum peninga á leiðinni,“ segir Baibai en Tong Tong er kokkur og hefur meðal annars selt kínverska rétti á leiðinni til að afla fjár. Ferðalagið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.Bíllinn er vel skreyttur með korti af leiðinni og fánum landanna sem þau koma við í á leiðinni.Vísir/Egill„Við misstum allt í Makedóníu. Sígaunar tóku hluti frá okkur, næstum allt,“ segir Baibai. „Þeir tóku þrjá Iphone-síma, þrjár myndavélar og töskuna mína, peningaveski og allt. Ég hef bara vegabréfið og þennan bíl,“ bætir Tong Tong við. Síðasti spölurinn var með Norrænu frá Danmörku til Seyðisfjarðar en þau segjast hafa fengið upplýsingar um að þetta sé í fyrsta sinn sem bíll með kínversku skráningarnúmeri fer með Norrænu til Íslands. Þau stoppa hér í tvær vikur en ætla að keyra aðra leið til baka. Þau gera ráð fyrir að ferðalagið heim taki um tvo mánuði en þau búa á lítilli í eyju í suðurhluta Kína, skammt frá Hong Kong. Tong Tong segist hafa fengið ferðabakteríuna frá föður sínum. Ferðalagið til Íslands hafði verið draumur föður Tong Tong sem aldrei varð að veruleika svo sonurinn og tengdadóttirin létu drauminn verða að veruleika í staðinn. „En þetta var líka minn draumur,“ segir Baibai, „áður en ég hitti hann, þá ferðaðist ég ein.“ Fylgjast má með ferðum þeirra á bæði Instagram og Youtube. Ferðamennska á Íslandi Kína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa draumaferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum. Þau hafa lent í ýmsum hremmingum á leiðinni en segja það allt vera þess virði. Ferðalag þeirra Tong Tong og Baibai, sem eru 26 ára gömul, hófst í Pakistan eftir talsverðan undirbúning og langan akstur í gegnum Kína. „Fyrir fimm mánuðum hófst ferðin og við höfum farið í gegnum 30 lönd áður en við komum hingað,“ segir Tong Tong. Þau hafa fengist við ýmislegt skemmtilegt á leiðinni. „Við gerum myndbönd og öflum peninga á leiðinni,“ segir Baibai en Tong Tong er kokkur og hefur meðal annars selt kínverska rétti á leiðinni til að afla fjár. Ferðalagið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.Bíllinn er vel skreyttur með korti af leiðinni og fánum landanna sem þau koma við í á leiðinni.Vísir/Egill„Við misstum allt í Makedóníu. Sígaunar tóku hluti frá okkur, næstum allt,“ segir Baibai. „Þeir tóku þrjá Iphone-síma, þrjár myndavélar og töskuna mína, peningaveski og allt. Ég hef bara vegabréfið og þennan bíl,“ bætir Tong Tong við. Síðasti spölurinn var með Norrænu frá Danmörku til Seyðisfjarðar en þau segjast hafa fengið upplýsingar um að þetta sé í fyrsta sinn sem bíll með kínversku skráningarnúmeri fer með Norrænu til Íslands. Þau stoppa hér í tvær vikur en ætla að keyra aðra leið til baka. Þau gera ráð fyrir að ferðalagið heim taki um tvo mánuði en þau búa á lítilli í eyju í suðurhluta Kína, skammt frá Hong Kong. Tong Tong segist hafa fengið ferðabakteríuna frá föður sínum. Ferðalagið til Íslands hafði verið draumur föður Tong Tong sem aldrei varð að veruleika svo sonurinn og tengdadóttirin létu drauminn verða að veruleika í staðinn. „En þetta var líka minn draumur,“ segir Baibai, „áður en ég hitti hann, þá ferðaðist ég ein.“ Fylgjast má með ferðum þeirra á bæði Instagram og Youtube.
Ferðamennska á Íslandi Kína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira