Keyrðu frá Kína til Íslands og draumurinn rættist Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 20:30 Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa draumaferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum. Þau hafa lent í ýmsum hremmingum á leiðinni en segja það allt vera þess virði. Ferðalag þeirra Tong Tong og Baibai, sem eru 26 ára gömul, hófst í Pakistan eftir talsverðan undirbúning og langan akstur í gegnum Kína. „Fyrir fimm mánuðum hófst ferðin og við höfum farið í gegnum 30 lönd áður en við komum hingað,“ segir Tong Tong. Þau hafa fengist við ýmislegt skemmtilegt á leiðinni. „Við gerum myndbönd og öflum peninga á leiðinni,“ segir Baibai en Tong Tong er kokkur og hefur meðal annars selt kínverska rétti á leiðinni til að afla fjár. Ferðalagið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.Bíllinn er vel skreyttur með korti af leiðinni og fánum landanna sem þau koma við í á leiðinni.Vísir/Egill„Við misstum allt í Makedóníu. Sígaunar tóku hluti frá okkur, næstum allt,“ segir Baibai. „Þeir tóku þrjá Iphone-síma, þrjár myndavélar og töskuna mína, peningaveski og allt. Ég hef bara vegabréfið og þennan bíl,“ bætir Tong Tong við. Síðasti spölurinn var með Norrænu frá Danmörku til Seyðisfjarðar en þau segjast hafa fengið upplýsingar um að þetta sé í fyrsta sinn sem bíll með kínversku skráningarnúmeri fer með Norrænu til Íslands. Þau stoppa hér í tvær vikur en ætla að keyra aðra leið til baka. Þau gera ráð fyrir að ferðalagið heim taki um tvo mánuði en þau búa á lítilli í eyju í suðurhluta Kína, skammt frá Hong Kong. Tong Tong segist hafa fengið ferðabakteríuna frá föður sínum. Ferðalagið til Íslands hafði verið draumur föður Tong Tong sem aldrei varð að veruleika svo sonurinn og tengdadóttirin létu drauminn verða að veruleika í staðinn. „En þetta var líka minn draumur,“ segir Baibai, „áður en ég hitti hann, þá ferðaðist ég ein.“ Fylgjast má með ferðum þeirra á bæði Instagram og Youtube. Ferðamennska á Íslandi Kína Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Það tók ung kínversk hjón um þrjú ár að undirbúa draumaferðalagið til Íslands en hingað eru þau komin eftir fimm mánaða ferðalag í gegnum yfir þrjátíu lönd á húsbílnum sínum. Þau hafa lent í ýmsum hremmingum á leiðinni en segja það allt vera þess virði. Ferðalag þeirra Tong Tong og Baibai, sem eru 26 ára gömul, hófst í Pakistan eftir talsverðan undirbúning og langan akstur í gegnum Kína. „Fyrir fimm mánuðum hófst ferðin og við höfum farið í gegnum 30 lönd áður en við komum hingað,“ segir Tong Tong. Þau hafa fengist við ýmislegt skemmtilegt á leiðinni. „Við gerum myndbönd og öflum peninga á leiðinni,“ segir Baibai en Tong Tong er kokkur og hefur meðal annars selt kínverska rétti á leiðinni til að afla fjár. Ferðalagið hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig.Bíllinn er vel skreyttur með korti af leiðinni og fánum landanna sem þau koma við í á leiðinni.Vísir/Egill„Við misstum allt í Makedóníu. Sígaunar tóku hluti frá okkur, næstum allt,“ segir Baibai. „Þeir tóku þrjá Iphone-síma, þrjár myndavélar og töskuna mína, peningaveski og allt. Ég hef bara vegabréfið og þennan bíl,“ bætir Tong Tong við. Síðasti spölurinn var með Norrænu frá Danmörku til Seyðisfjarðar en þau segjast hafa fengið upplýsingar um að þetta sé í fyrsta sinn sem bíll með kínversku skráningarnúmeri fer með Norrænu til Íslands. Þau stoppa hér í tvær vikur en ætla að keyra aðra leið til baka. Þau gera ráð fyrir að ferðalagið heim taki um tvo mánuði en þau búa á lítilli í eyju í suðurhluta Kína, skammt frá Hong Kong. Tong Tong segist hafa fengið ferðabakteríuna frá föður sínum. Ferðalagið til Íslands hafði verið draumur föður Tong Tong sem aldrei varð að veruleika svo sonurinn og tengdadóttirin létu drauminn verða að veruleika í staðinn. „En þetta var líka minn draumur,“ segir Baibai, „áður en ég hitti hann, þá ferðaðist ég ein.“ Fylgjast má með ferðum þeirra á bæði Instagram og Youtube.
Ferðamennska á Íslandi Kína Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira