Dalvíkingar og nærsveitungar fá franskt brauð úr 50 tonna ofni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2019 09:00 Mathias og ofnin góði. Vísir/Tryggvi Páll Dalvíkingar og nærsveitungar geta frá og með deginum í dag gætt sér á franskri sveitamenningu. Á Böggvisstöðum í Svarfaðardal hafa ábúendur komið sér upp sérstökum viðarofni til að baka brauð að franskri fyrirmynd. Hún lætur ekki mikið fyrir sér fara brauðgerðin á Böggvisstöðum sem ber nafnið Böggvisbrauð en þar hafa hjónin og tónlistarmennirnir Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir hafið brauðgerð. Hugmyndin fæddist fyrir um tveimur árum. „Ég byrjaði að baka brauð, súrdeigsbrauð heima hjá mér og sá að fólk fannst þetta gott brauð, þannig að ég hugsaði um að búa til meira og selja það,“ segir Mathias. Fyrimyndin er frönsk, kornið er franskt og franskur sérfræðingur kom til landsins til að smíða ofninn sem vegur 50 tonn og er hitaður upp í um 300 gráður með íslensku birki úr nærliggjandi skógum.„Þetta er rosa mikill massi og hugmyndin er að halda massanum heitum til að halda hitanum rosa lengi. Þegar ég er að baka, deginum eftir þá er ofninn enn þá 160-170 gráður. Það er best til að baka brauð því þá er hitinn að fara niður smátt og smátt og það er langbest fyrir súrdeigsbakstur.“ Gestir og gangandi geta virt fyrir sér brauðbaksturinn og ofninn klukkan þrjú í dag er Böggvisbrauð opnar formlega eftir um árs undirbúningsvinnu. En hvað er það sem dregur Mathias að brauðbakstrinum? „Erfitt að segja, það er bara að vinna með deigið er rosalega skemmtilegt, rosalega góð tilfinning, finnst mér. Svo er það ferlið, að fara frá hráefni, vatn og hveiti, jafnvel korn, því ég er að mylla kornið á staðnum, blanda þetta saman og á endanum fá brauð. “ Dalvíkurbyggð Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðgur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Dalvíkingar og nærsveitungar geta frá og með deginum í dag gætt sér á franskri sveitamenningu. Á Böggvisstöðum í Svarfaðardal hafa ábúendur komið sér upp sérstökum viðarofni til að baka brauð að franskri fyrirmynd. Hún lætur ekki mikið fyrir sér fara brauðgerðin á Böggvisstöðum sem ber nafnið Böggvisbrauð en þar hafa hjónin og tónlistarmennirnir Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir hafið brauðgerð. Hugmyndin fæddist fyrir um tveimur árum. „Ég byrjaði að baka brauð, súrdeigsbrauð heima hjá mér og sá að fólk fannst þetta gott brauð, þannig að ég hugsaði um að búa til meira og selja það,“ segir Mathias. Fyrimyndin er frönsk, kornið er franskt og franskur sérfræðingur kom til landsins til að smíða ofninn sem vegur 50 tonn og er hitaður upp í um 300 gráður með íslensku birki úr nærliggjandi skógum.„Þetta er rosa mikill massi og hugmyndin er að halda massanum heitum til að halda hitanum rosa lengi. Þegar ég er að baka, deginum eftir þá er ofninn enn þá 160-170 gráður. Það er best til að baka brauð því þá er hitinn að fara niður smátt og smátt og það er langbest fyrir súrdeigsbakstur.“ Gestir og gangandi geta virt fyrir sér brauðbaksturinn og ofninn klukkan þrjú í dag er Böggvisbrauð opnar formlega eftir um árs undirbúningsvinnu. En hvað er það sem dregur Mathias að brauðbakstrinum? „Erfitt að segja, það er bara að vinna með deigið er rosalega skemmtilegt, rosalega góð tilfinning, finnst mér. Svo er það ferlið, að fara frá hráefni, vatn og hveiti, jafnvel korn, því ég er að mylla kornið á staðnum, blanda þetta saman og á endanum fá brauð. “
Dalvíkurbyggð Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðgur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira