Rúnar um vítaspyrnudóminn: „Hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum“ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. apríl 2019 22:39 Rúnar á hliðarlínunni. vísir/bára Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með stigið gegn Stjörnunni en þeir voru manni færri og marki undir í hálfleik er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í kvöld. „Ég var ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur með stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann og komum svo sterkir inn síðasta korterið í fyrri hálfleik en fáum svo þetta mark á okkur og rautt spjald að auki.” „Við kannski áttum ekki mikið meira skilið en að vera undir í hálfleiknum en við rifum okkur upp í síðari hálfleik einum færri og þá fóru menn að hlaupa og berjast og við uppskerum mark sem við höngum á.” Rúnar sagði að stigið væri frábært þegar uppi er staðið, sérstaklega þar sem þeir voru marki undir og manni færri þegar síðari hálfleikurinn hófst. „Frábært stig klárlega. Stjarnan er með frábært lið, vel mannað lið og hafa verið með sama liðið síðustu ár og þetta er nánast sama byrjunarliðið annað árið í röð.” „Þetta er erfiður útivöllur og við komum lélegir út í byrjun en mér fannst við vel stemmdir í upphitun og inn í klefa fyrir leik en svo kom smá sviðsskrekkur. Við þorðum ekki að halda boltanum og áttum í basli með að senda á milli okkar og vorum bara ragir.” „Stjörnumenn voru bara mikið betri en við fyrsta hálftímann og heilt yfir og því er ég mjög sáttur við þetta stig.” Hann var mjög ánægður með Beiti Ólafsson og vörnina í lokin og seinni hálfleiknum en þeir héldu út þrátt fyrir mikla pressu frá Stjörnunni. „Menn sjá bara hvernig hann stóð sig, hvernig hann varði skallann sem stefndi í vinkilinn og hvernig hann tekur þessar fyrirgjafir og hornspyrnur. Hann var óheppinn í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og við vorum þéttir í seinni hálfleik.” „Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur á þá þegar þeir voru inn í teignum hjá okkur en þessi leikur var bara mikil barátta og mikil harka og fram og til baka.” Rúnar sagði að lokum að hann hefði ekki séð hvort þetta var rétt dæmt þegar KR fékk vítið í upphafi seinni hálfleiks. „Nei ég sá þetta ekki, ég vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað en hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum því ég var að tuða í fjórða dómaranum og hann sagði bara við mig að dómarinn væri nær en ég og hann sæi þetta miklu betur,” sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með stigið gegn Stjörnunni en þeir voru manni færri og marki undir í hálfleik er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í kvöld. „Ég var ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur með stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann og komum svo sterkir inn síðasta korterið í fyrri hálfleik en fáum svo þetta mark á okkur og rautt spjald að auki.” „Við kannski áttum ekki mikið meira skilið en að vera undir í hálfleiknum en við rifum okkur upp í síðari hálfleik einum færri og þá fóru menn að hlaupa og berjast og við uppskerum mark sem við höngum á.” Rúnar sagði að stigið væri frábært þegar uppi er staðið, sérstaklega þar sem þeir voru marki undir og manni færri þegar síðari hálfleikurinn hófst. „Frábært stig klárlega. Stjarnan er með frábært lið, vel mannað lið og hafa verið með sama liðið síðustu ár og þetta er nánast sama byrjunarliðið annað árið í röð.” „Þetta er erfiður útivöllur og við komum lélegir út í byrjun en mér fannst við vel stemmdir í upphitun og inn í klefa fyrir leik en svo kom smá sviðsskrekkur. Við þorðum ekki að halda boltanum og áttum í basli með að senda á milli okkar og vorum bara ragir.” „Stjörnumenn voru bara mikið betri en við fyrsta hálftímann og heilt yfir og því er ég mjög sáttur við þetta stig.” Hann var mjög ánægður með Beiti Ólafsson og vörnina í lokin og seinni hálfleiknum en þeir héldu út þrátt fyrir mikla pressu frá Stjörnunni. „Menn sjá bara hvernig hann stóð sig, hvernig hann varði skallann sem stefndi í vinkilinn og hvernig hann tekur þessar fyrirgjafir og hornspyrnur. Hann var óheppinn í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og við vorum þéttir í seinni hálfleik.” „Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur á þá þegar þeir voru inn í teignum hjá okkur en þessi leikur var bara mikil barátta og mikil harka og fram og til baka.” Rúnar sagði að lokum að hann hefði ekki séð hvort þetta var rétt dæmt þegar KR fékk vítið í upphafi seinni hálfleiks. „Nei ég sá þetta ekki, ég vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað en hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum því ég var að tuða í fjórða dómaranum og hann sagði bara við mig að dómarinn væri nær en ég og hann sæi þetta miklu betur,” sagði Rúnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira